Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 76

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 76
NÁM í UMHVERFIS- OG BYGGINGARVERKFRÆÐI Saga Flakkara Skólaganga min hefur ekki beinlínis verið hefðbundin. Þegar ég kláraði framhaldsskóla þá tók við erfið ákvörðun um val á háskólanámi. Ég hafði ekki mikla hugmynd um hvað ég ætti að læra en stefndi á tæknigrein þar sem áhuginn lá í þá átt. Ég skipti tvisvar um nám áður en ég rataði inn í umhverfis- og byggingarverkfræði og á rétta hiilu. Það er sem betur fer lítið mál að hefja nám við Háskóla íslands og flakka um þar til rétt nám hefur verið fundið. Verkfræðinámið við HÍ byrjar allt mjög svipað. Við tökum öll sömu stærðfræðigreininguna og eðlisfræðina sem fyrir sumum er upprifjun en mikill hausverkur fyrir aðra, eftir því hvaðan við komum. Það erfiðasta við að byrja í verkfræðinni er þó að venjast vinnuálaginu. Löngum kvöldstundum hefur verið eytt í VR-II, sem yfir árin hefur orðið að mínu öðru heimili, að streða við að klára heimadæmi. Fyrsta önnin er nokkurs konar undirbúningur fyrir það sem koma skal en strax á annarri önn verða verkefnin áhugaverðari. Ég man að í sérstöku uppáhaldi var námskeiðið greining burðarvirkja þar sem við kepptumst við að hanna og smíða brú sem þoldi meira álag heldur en brú bekkjarfélaganna. Einnig fengum við að kynnast tölvuteikningaforriti og hanna okkar eigin hús. Á öðru ári hefur vinnuálagið vanist og við taka meira krefjandi námskeið eins og umhverfisverkfræði, vatnafræði og reiknileg aflfræði. Þar kynntumst við helstu ástæðum fyrir umhverfisvandamálum, eiginleikum og hringrás vatns og hagnýtum reikningum í MATLAB. Umhverfis- og byggingarverkfræðin er tiltölulega lítil deild sem gerir það að verkum að þeir sem hefja nám á sama tíma mynda náin tengsl. Félagar sem standa saman í gegnum strembin heimadæmi og langdregnar skýrslugerðir. Eftir erfiða viku yfir bókunum er yfirleitt skálað á föstudögum og eru flestir sem stunda nám við deildina einnig meðlimir í nemendafélaginu Naglarnir. Stjórn Naglanna hverju sinni býður félagsmönnum upp á hlaðborð af skemmtunum yfir skólaárið. Flesta föstudaga er farið í hinar þekktu vísindaferðir þar sem við heimsækjum hin ýmsu fyrirtæki, þó oftast einhver sem tengjast náminu, og fáum kynningu á starfseminni og því sem bíður okkar að námi loknu. Yfirleitt bjóða fyrirtækin okkur einnig mat og fljótandi veitingar með. Eins höfum við árlegar skemmtanir á við haustferðina, skíðaferðina þar sem haldið er til Akureyrar á vit ævintýranna, árshátíðina og síðast en ekki síst Aðalfundinn þar sem ný stjórn er kosin fyrir næsta skólaár. Flestir okkar tímar fara fram í VR-II eða í byggingum vestan megin við Suðurgötuna og þrátt fyrir að byggingin sé orðin gömul þá er aðstaðan ágæt og mikil nálægð við kennarana. Lítið mál er því að banka upp á hjá þeim ef verkefnin reynast mjög erfið. Einnig myndast mjög þægileg stemning við borðin á göngunum þar sem nemendur eru oft að kljást við sömu verkefnin. Þegar komið er upp á þriðja ár þá fá nemendur einnig aðgengi að heimastofu þar sem flest námskeið þeirra fara fram. Þeir geta líka geymt þar skólabækur og unnið saman að verkefnum. Kynjahlutfall í umhverfis- og byggingarverkfræðinni er nokkuð jafnt og mjög fjölbreyttur hópur sem ratar þarna inn. Ég hef eignast mjög góðan vinahóp og við höfum stutt hvort annað í gegnum námið. Háskólaganga mín hefur verið viðburðarík og lærdómsrík og nú þegar styttist í útskrift þá fer ég að huga að því hvað tekur við í kjölfarið. Eftir þriggja ára BS nám í verkfræði þarf að klára tvö ár í master áður en hægr er að sækja um starfsheitið verkfræðingur. Það eru miklir möguleikar í umhverfis- og byggingarverkfræði og eina vandamálið er að velja úr þeim fjölmörgu námsleiðum sem eru í boði eftir að BS gráðu lýkur. Ég vil að lokum þakka öllum kennurum deildarinnar fyrir þann þátt sem þeir eiga í skólagöngu minni og öllu því frábæra fólki sem ég hef kynnst sem hafa gert þennan tíma ógleymanlegan. 76 I ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.