Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 80

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 80
- Klukkan var 07:40 að morgni mánudagsins 13. maí 2013 og 30 íslenskir verkfræðinemar, auk nokkurra lánsamra maka þeirra, voru sestir upp í flugvél fullir eftirvæntingar fyrir ævintýraferðinni sem beið þeirra. Komið var að hinni langþráðu náms- og útskriftarferð Naglanna og Vír. Téðir verkfræðinemar höfðu unnið hart við fjáröflun seinasta árið til þess að gera þessa ferð að veruleika og séð til þess að ættingjar og vinir þurfi ekki að kaupa meiri salernispappír og/eða rækjur næstu áratugi. Nemunum til halds og trausts í þessari ferð var reynsluboltinn Þorsteinn Þorsteinsson, aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og Berglind Baldursdóttir, fararstjóri. Ferðin var tvískipt, fyrstu vikunni var varið í námsferð til Abu Dhabi og Dubai, en næstu tvær lögðust alfarið undir útskriftarferð til Tælands, með stuttri dvöl í Malasíu. Fyrst var millilent í London. Þar nýttu sumir tækifærið og fengu sér hádegismat á upprunalega Hard Rock staðnum, á meðan aðrir þeystu í H&M eins og íslendingum einum er lagið. Þegar tók að kvölda héldu ferðalangarnir sáttir á flugvöllinn á ný og flugu af stað til Abu Dhabi með einu flottasta flugfélagi heims, Etihad. Við komu í vélina fengu allir gjafaöskju sem innihélt tannbursta og tannkrem, eyrnapinna, augnhlífar og dúnmjúka sokka, sem tryggði það að flestir áttu auðvelt með að falla samstundis í draumaheiminn. Flogið var alla nóttina, en en við létum ekki deigan síga morguninn eftir. Eftir lendingu birgðu sig allir upp af áfengum drykkjum í fríhöfninni, því það að finna áfengi í múslimaríki er erfiðara en að finna dönsku læðuna Nuk. Beint þar á eftir var keyrt rakleiðis til hinnar stórbrotnu Sheikh Zayed mosku. Stúlkurnar voru klæddar í abajur, nokkurs konar létt-búrkur ef svo má kalla, þar sem þeim yrði annars meinaður aðgangur. Moskan státar af stærsta marmaragólfi heims í forgarðinum, stærsta samfellda teppi í heimi sem vegur í kring um 35 tonn auk 3. stærstu Ijósakrónu í heimi. Ekki má svo gleyma þvi að bogahvelfingarnar á toppi allra turna moskunnar eru klæddar með 24 karata gulli. Þrátt fyrir þetta er moskan „aðeins“ sú 8. stærsta í heimi. En heimamenn þurfa þó ekki að vera litlir í sér þrátt fyrir þetta, þar sem furstadæmin eiga hvert heimsmetið á fætur öðru eins og við áttum eftir að komast að. Farið var í tvær vísindaferðir í Abu Dhabi. Sú fyrri var í Masdar City, skipulögð borg sem er sem næst því að vera alveg sjálfbær. Borgin hefur ekki verið reist að fullu, en þó hefur þar tekið til starfa vísinda- og tækniháskóli sem hefur það að markmiði að verða fremstur í flokki háskóla á sviði rannsókna á sjálfbærum og endurnýtanlegum orkuleiðum. Skólasvæðið er sett upp sem frumgerð verðandi borgar. Borgin mun fá alla sína orku frá sólu og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsþörf borgarinnar Birgir Fannar Guðmundsson 80 I ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.