Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 18
186 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1,2 læknir Hannes Sigurjónsson3,4 læknir Andri Már Þórarinsson4 læknir Kristján Erlendsson1,5 læknir 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Læknahúsið Dea Medica, 4lýtalækningadeild Landspítala, 5lyflækningadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, veiga@landspitali.is Greinin barst til blaðsins 2. nóvember 2022, samþykkt til birtingar 17. mars 2023. Á G R I P Áratugum saman hafa ýmsir möguleikar verið nýttir til að bæta líðan, starfsemi og útlit manna með íhlutum, ígræddum með skurðaðgerðum. Silíkonpúðar hafa verið notaðir frá miðri síðustu öld til enduruppbyggingar á brjóstum, til dæmis eftir brjóstakrabbamein, við fæðingargalla, kynstaðfestandi aðgerðir eða einfaldlega til stækkunar á brjóstum. Árlega eru gerðar hérlendis nokkur hundruð brjóstapúðaísetningar til enduruppbyggingar og stækkunar brjósta, en engin miðlæg opinber skráning er viðhöfð. Ef litið er til landa þar sem allar silíkonpúðaísetningar eru skráðar má áætla að 1000-3000 konur hið minnsta séu með silíkonpúða á Íslandi og að settir séu púðar í 300 einstaklinga árlega. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um hið svonefnda ASIA-heilkenni, ónæmisfræðileg áhrif silíkons, og hugsanleg tengsl silíkonpúða við sjálfsónæmissjúkdóma, einkenni og greiningu. Ekki var um kerfisbundna heimildaleit að ræða samkvæmt ströngustu skilyrðum þeirrar aðferðafræði (systematic review), en höfundar studdust eingöngu við ritrýndar heimildir í gegnum PubMed, UpToDate og Scopus. Leitarorðin sem notuð voru (MeSH terms in the PubMed database) voru silicon, silicon implant, silicon particles, immune response, autoimmunity, autoinflammation, Autoimmune/inflammatory syndrome induced by aduvants, ASIA, ASIA syndrome, breast implant illness. Eingöngu voru notaðar greinar sem birtu niðurstöður sem leyfðu tölfræðilegan útreikning. Í greininni er farið yfir þekktar staðreyndir um sjúkdóminn, eiginleika hans og tölfræðilega þætti. ASIA-heilkenni – tengsl við silíkon Inngangur ASIA-heilkenni hefur í gegnum árin verið nefnt mismun- andi heitum, svo sem human adjuvant disease, siliconosis, silicon incompatibility syndrome, en síðastliðinn áratug autoimmune/ inflammmatory syndrome induced by adjuvants (ASIA-heilkenni).1 ASIA-heilkennið samanstendur af rófi af ónæmismiðluðum sjúkdómum sem geta komist af stað fyrir áhrif ónæmisglæða (adjuvants) hjá einstaklingum sem eru með sérstakan erfða- fræðilegan bakgrunn.2 Það sem meðal annars getur sett slíkan sjúkdómsferil af stað er silíkon, olía eða aðrir aðskotahlutir í líkamanum. Einkennum ASIA-heilkennis var nokkuð snemma lýst með- al kvenna sem fengu silíkonpúða í brjóst, það er fyrir meira en 50 árum. Í gegnum árin hafa milljónir kvenna um allan heim fengið silíkonpúða ígrædda í líkamann. Yfirgnæfandi meirihluti einstaklinga með silíkonpúða þola þá vel, þeir geta bætt útlit og líðan viðkomandi sjúklings. Einn af algengari fylgikvillum silíkonpúða er rof á púðun- um. Samkvæmt danskri rannsókn á 271 einstaklingi eru 98% púða heilir eftir 5 ár en rof eykst með tíma og um 15% púðanna geta rofnað 3-10 árum eftir að þeir eru græddir í.3 Þróun hefur átt sér stað í silíkonísetningum púða, bæði hvað varðar efni og aðferðir. Þrátt fyrir það hafa einkenni ASIA-heilkennis haldist mikið til óbreytt.2 Um 60-80% þessara sjúklinga lagast af einkennum sínum þegar púðarnir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.04.2023)
https://timarit.is/issue/436526

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.04.2023)

Aðgerðir: