Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 195 S J Ú K R A T I L F E L L I Umræða Slag- og bláæðaveita af læknisvöldum er sjaldgæfur fylgikvilli í kjölfar æðaþræðingar. Í flestum tilfellum eru fistilgangar á milli slag- og bláæða (arteriovenous fistula, AVF) einkennalausir og lokast af sjálfu sér, þá langoftast innan árs.4,7 Í einkennagef- andi tilvikum getur slag- og bláæðaveita meðal annars lýst sér með verk, bólgu og hjartabilun í alvarlegri eða langvarandi til- fellum. Við klíníska skoðun getur verið þreifanlegt nötur, slá- andi fyrirferð eða dynur við hlustun.1,8,9 Þrátt fyrir að AVF sé afleiðing fyrri áverka eða inngrips eru tengslin ekki endilega augljós í greiningarferlinu árum síðar eins og í þessu tilfelli.10,11 Þegar klínískur grunur vaknar um slag- og bláæðaveitu vegna fistilgangs í nára er ómskoðun góð fyrsta rannsókn í flestum tilfellum. Ómskoðun með litadopplerhrifum og flæðismæling- um er almennt fullnægjandi til greiningar. Við ómskoðun er iðuflæði (turbulent flow) í fistilganginum sem sést þó ekki nema í hluta tilfella. Í slagæðinni er lækkað viðnám með auknu hlébilsflæði (diastolic) og skertu slagæðaflæði fjarlægt (distally) við fistilganginn. Eðlilegar flæðisbylgjur við djúpöndun í blá- æðinni hverfa og þess í stað er óreiðukennt eða slagæðaflæði innan bláæðarinnar sem, eftir atvikum, er sýnilega víkkuð. Á TS-æðarannsókn (CT-angiography) í slagæðafasa er snemmkom- in skuggaefnisfylling í bláæð dæmigerð og ætti að vekja grun um AV-fistil þó fistilgangurinn sjáist ekki alltaf.7,9,12 Þó ekki séu til ákveðin skilmerki um hvenær skal meðhöndla sjúkling er almennt miðað við inngrip í tilvikum þar sem fistilgangur veldur blóðaflfræðilegum óstöðugleika eða lokast ekki á tveim- ur vikum, þó réttlætanlegt væri að bíða í rúmlega ár ef ástand sjúklings leyfir. Meðferðarmöguleikar AVF eru opin aðgerð eða innæðameðferð, en sú síðarnefnda er almennt fyrsta val og fer fjölgandi.7,10,13 Meðferðarmöguleikar með innæðameðferð eru annars vegar slagæðastíflun (embolization) og hins vegar ísetning á stoðneti (stent). Slagæðastíflun er háð því að fistil- gangur sé nógu lítill til að forðast slagæðastíflun yfir í bláæð. Ísetning á klæddu stoðneti hefur góðan tæknilegan árangur þó langtímaárangur sé fremur óljós. Þetta er meðal annars háð líffærafræðilegri stöðu og efnisinnihaldi. Hvort tveggja hefur þetta áhrif á hvort stoðnetið nái að innsigla flæðið með full- nægjandi hætti og hvort það þoli töluvert ytra álag til lengri tíma þegar það er til dæmis lagt á jafn hreyfanlegt svæði og í nára.13,14 Þakkir Þökkum sérstaklega Hjalta Má Þórissyni röntgenlækni á æða- þræðingar-inngripsröntgendeild Landspítala. Heimildir 1. Chun EJ. Ultrasonographic evaluation of complications related to transfemoral arterial procedures. Ultrasonography 2018; 37: 164-73. 2. Naddaf A, Williams S, Hasanadka R, et al. Predictors of Groin Access Pseudoaneurysm Complication: A 10-Year Institutional Experience. Vasc Endovasc Surg 2019; 54: 42-6. 3. Al-Momani MS, AbuRuz ME. Incidence and predictors of groin complications early after coronary artery intervention: a prospective observational study. BMC Nurs 2019; 18: 24. 4. Porter J, Al-Jarrah Q, Richardson S. A case of femoral arteriovenous fistula causing high-output cardiac failure, originally misdiagnosed as chronic fatigue syndrome. Case Rep Vasc Med 2014; 2014: 510429. 5. Perings SM, Kelm M, Jax T, et al. A prospective study on incidence and risk factors of arteriovenous fistulae following transfemoral cardiac catheterization. Int J Cardiol 2003; 88: 223-8. 6. Stern AB, Klemmer PJ. High-output heart failure secondary to arteriovenous fistula. Hemodial Int 2011; 15: 104-7. 7. Kelm M, Perings SM, Jax T, et al. Incidence and clinical outcome of iatrogenic femoral arteriovenous fistulas: implications for risk stratification and treatment. J Am Coll Cardiol 2002; 40: 291-7. 8. Wenzl FA, Miljkovic SS, Dabestani PJ, et al. A systematic review and individual patient data meta-analysis of heart failure as a rare complication of traumatic arteriovenous fistulas. J Vasc Surg 2021; 73: 1087-94. 9. Davison BD, Polak JF. Arterial injuries: a sonographic approach. Radiol Clin North Am 2004; 42: 383-96. 10. Jayroe H, Foley K. Arteriovenous Fistula. StatPearls Publishing LLC, Treasure Island (FL) 2022. 11. Şahin M, Yücel C, Kanber EM, et al. Management of traumatic arteriovenous fistulas: A tertiary academic center experience. Ulus Travma Acil Cerrahi Derg 2018; 24: 234-8. 12. González SB, Busquets JC, Figueiras RG, et al. Imaging arteriovenous fistulas. AJR Am J Roentgenol 2009; 193: 1425-33. 13. Işık M, Tanyeli Ö, Dereli Y, et al. Gradual Treatment of Arteriovenous Fistula in Femoral Vessels as a Complication of Coronary Angiography. Braz J Cardiovasc Surg 2018; 33: 631-3. 14. Jhajj S, Kar R, Teruya TH, et al. Repair of a high-flow superficial femoral arteriovenous fistula using a bell-bottom iliac limb endoprosthesis. J Vasc Surg Cases Innov Tech 2022; 8: 98-101. E N G L I S H S U M M A R Y Latrogenic femoral AV-fistula The common femoral artery is a widely used for access in endovascular interventions. Various complications, such as hematoma, pseudoaneurysm and AV-fistula (AVF), can arise from arterial punctures with estimated prevalence between 1-10%. AVF is a rare complication with prevalence <1%. AVF can cause a hemodynamic change in the form of a arteriovenous shunt (AV-shunt). AV-shunts in the groin are usually small and asymptomatic but tend to be symptomatic with larger and persistent AVFs which can present with leg claudication or high outpute heart failure. doi 10.17992/lbl.2023.04.740 Jón Bjarnason1 Helgi Már Jónsson2 Björn Flygenring3 1Diagnostic and Interventional Radiology, Landspitali National University Hospital, 2Dept. of Radiology, Landspitali National University Hospital, 3Dept. of Cardiology, Landspitali National University Hospital. Correspondence: Fyrirspurnum svarar Jón Bjarnason, jonbjarnason92@gmail.com Key words: arteriovenous fistula, computed tomography, arteriovenous shunt, congestive heart failure.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.