Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 34
202 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
Allt var nýtt, nýr smitsjúkdómafarald-
ur. Við héldum að við gætum tekið á
þessu og sigrað. Ég var alltaf á spítal-
anum, fannst gaman. En svo breyttist
andrúmsloftið. Það fór fljótt úr því að
vera spennandi yfir í að vera erfitt bæði
andlega og líkamlega. Svo varð maður
þreyttur, svo hálf reiður yfir að vera föst
í sömu sporum. Þetta var andlegur rússí-
bani,“ lýsir Erna.
Alls störfuðu 19 læknar undir stjórn
Ernu á smitsjúkdómadeildinni á Mount-
Sinai West. „Þar er nóg af öllu og að-
gengi að öllu. Hér á Landspítala þurfum
við að pæla í hvað er til og að panta sumt
frá útlöndum,“ segir hún og skellir létt
upp úr spurð um samanburð.
„Maður finnur fyrir smæðinni. Lækn-
ar eru beðnir um að gera fleiri hluti hér
en úti. Þar eru sviðin afmarkaðri og
stuðningur meiri við lækna. Þar er ein-
faldlega meira af fólki en hér er fjöldinn
takmarkaður. Það eru því allir að gera
allt,“ segir hún en vill þó ekki kvitta
undir að COVID-þreytan hafi fleytt
henni heim. „Enda er þessi veira komin
til að vera með okkur. Við verðum að
læra að lifa með henni og hún orðin eins
og hver önnur inflúensuveira.“
Í Serbíu á sumrin
Foreldrar Ernu, Guðrún Ottesen Óskars-
dóttir og Milutin Kojic, kynntust Í New
York. „Pabbi er fæddur í sveit í Serbíu.
Hann var sendur eftir síðari heimsstyrj-
öldina til vinnu á Manhattan. Þar hittir
hann mömmu árið 1954. Hún ætlaði
í tískuskóla en giftist pabba þremur
mánuðum seinna í Belgrad,“ segir hún,
og hvernig hún varði sumrum í sveitinni
þeirra í Zakúta í Serbíu.
„Tengslin við bæði löndin voru því
alltaf mikil,“ segir Erna. „Pabbi var alltaf
sterktengdur gömlu Júgóslavíu,“ segir
Erna sem heldur í ræturnar. „Ég á fullt af
ættingjum þar.“ Heimsfaraldrar og stríð
hafa því komið við Ernu og ekki hægt
annað en nefna Balkanstríðið 1996.
„Þetta stríð var afskaplega flókið.
Balkanskagi er einn suðupottur. Þar úir
og grúir af fólki af ólíkum uppruna enda
Balkanskaginn hvarfpunktur frá austri
til vesturs. Í gegnum tíðina eru landa-
mærin mjög óskýr. Þau hafa alltaf verið
að færast. Þá eru trúarbrögðin mismun-
andi. Á þessum árum voru stjórnmála-
menn við völd sem horfðu ekki til langs
tíma og því sauð allt upp úr,“ segir hún.
En kvikna þá tilfinningar nú við
Úkraínustríðið? „Mér finnst skelfilegt
hvað mannskepnan man ekkert. Það eru
endalaus stríð og yfirtökur. Þetta er svo
klikkað. Enn lifir fólk sem tók þátt í síð-
ari heimsstyrjöldinni og við erum aftur
komin í þá stöðu að ein þjóð taki yfir
annað land. Það er óskiljanlegt,“ segir
hún.
Nýr kafli í lífinu
Erna er á kaflaskilum í lífi sínu. „Já, ég
sé líf mitt í köflum. Kaflinn sem krakki,
kaflinn í læknadeildinni, kaflinn á Man-
Erna segir að hún hafi búist við að ganga inn í hörm-
ungarástand á spítalanum af umfjölluninni að dæma
þegar hún flutti heim. Hún sjái hins vegar með sínu
gestsauga að margt sé vel gert.
hattan, kaflinn þegar ég var með börnin
mín lítil og nú spyr ég mig: Hvernig
verður þessi Íslandskafli,“ segir hún og
lýsir því hvernig hún hafi talið að hún
gengi inn í algjört hörmungarástand á
spítalanum af umfjölluninni að dæma.
„Væntingarnar voru engar. Ég hélt að
hér væri allt í hræðilegum ólestri. Það er
ekki þannig.“ Landspítali glími við sömu
vandamál og önnur sjúkrahús. „Þau eru
flóknir vinnustaðir og fyrirbæri þar sem
margt spilar inn í,“ segir hún.
„Við eigum alltaf að halda áfram að
betrumbæta og vinna að því að gera bet-
ur en þetta gestsauga sem ég hef núna
sýnir mér að margt er vel gert. Ég tel að
upp á vinnustaðamóral sé mikilvægt
að stoppa aðeins, horfa til baka og sjá
hvar við gerum vel.“ Erna er því ekki að
spá í að stökkva til baka eftir þessa fáu
mánuði heima.
„Nei, ef það er eitthvað sem fær mig
til að stökkva til baka er það veðrið. Það
rignir neðan frá. Það hefur verið óveður
síðan ég lenti 16. desember,“ segir hún
að lokum.