Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 197
Tengsl eru á milli lífssögu um ofbeldi og al-
gengi hjartaáfalla og áhættuþátta hjarta- og
æðasjúkdóma. Þetta er niðurstaða rannsóknar
Rebekku Lynch og félaga sem hún kynnti á
Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í lyf-
lækningum á Nauthól í febrúar. Algengi var
hæst meðal kvenna með mikla ofbeldissögu.
Ráðstefnan var vel sótt í ár. Fimmtán erindi
voru á dagskránni og hélt Sigurður Yngvi
Kristinsson prófessor hátíðarfyrirlestur. Ráð-
stefnan er haldin til að hvetja sérnámslækna
til vísindastarfa og fara yfir afrakstur þeirra.
Arna Rut Emilsdóttir og Kristján Torfi
Örnólfsson voru meðal fyrirlesara í ár. Hún
hélt fyrirlestur um krabbamein í eggjastokk-
um, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi
2005-2018. Hann sagði frá lýðgrundaðri rann-
sókn á horfum sjúklinga með PBC, primary
biliary cholangitis (frumkomin gallskorpulif-
ur), og tengslum sjúkdómsins við aðra
sjálfsofnæmis sjúkdóma.
Kristján Torfi (efri myndin) og Arna Rut (neðri
myndin) messa á Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í
lyflækningum á Nauthól í febrúarlok. Á neðri myndinni
eru Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Karl Andersen,
Björn Guðbjörnsson, Vilmundur Guðnason, Sigurður
Guðmundsson og Guðmundur Þorgeirsson. Myndir/gag
„Já, það er gaman í vinnunni. Nóg að
gera,“ segir hún. „Mér finnst yndislegt að
koma heim, enda vinnur frábært fólk á
skurðlækningasviði.“
Læknablaðið býður Höllu velkomna í
ritstjórnin um leið og það þakkar Huldu
Maríu fyrir góð kynni og störf.
Halla Viðarsdóttir, kviðarholsskurðlæknir
á Landspítala, er ný í ritstjórn Lækna-
blaðsins. Hún tekur við keflinu af Huldu
Maríu Einarsdóttur sem einnig er kvið-
arholsskurðlæknir.
„Ég er komin með fyrstu fræðigreinina
í hendur frá Læknablaðinu,“ segir Halla
sem hóf störf á Landspítala í október eftir
11 ára búsetu í Helsingjaborg í Svíþjóð.
Þar stundaði hún sérnám sitt og varði
svo doktorsritgerð sína í Lundi árið 2021.
Halla hefur frá námsárunum stund-
að rannsóknir. „Ég byrjaði á því sem
læknanemi í 3. árs verkefni og hélt áfram
sem deildarlæknir, bæði með Páli Helga
Möller og Tómasi Guðbjartssyni.“ Hún er
spennt fyrir starfinu í ritstjórninni og á
Landspítala.
Halla ný í ritstjórn
Sérnámslæknar
fóru yfir
rannsóknir sínar
Landspítalinn
úr þriggja ára
óvissustigi
Landspítali var færður af óvissustigi
vegna COVID-19 þann 14. mars 2023.
Spítalinn var þann 30. janúar 2020 settur
á óvissustig vegna atburða í Wuhan-borg
í Kína. Frá þeim tíma hefur hann 19
sinnum verið færður á óvissustig, hættu-
stig eða neyðarstig. Samkvæmt heima-
síðu spítalans var hann nú færður af
óvissustigi þar sem sjúkdómurinn virð-
ist búinn að ná jafnvægi í samfélaginu.
„Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga
á langri og strangri leið er full ástæða
til að fylgjast vel með og vera á tánum
gagnvart nýjum afbrigðum kórónu-
veirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúk-
dómsmynd og nýjum farsóttum,“ segir á
vef spítalans.
Halla Viðarsdóttir er ný í ritstjórn
Læknablaðsins.