Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 197 Tengsl eru á milli lífssögu um ofbeldi og al- gengi hjartaáfalla og áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rebekku Lynch og félaga sem hún kynnti á Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í lyf- lækningum á Nauthól í febrúar. Algengi var hæst meðal kvenna með mikla ofbeldissögu. Ráðstefnan var vel sótt í ár. Fimmtán erindi voru á dagskránni og hélt Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor hátíðarfyrirlestur. Ráð- stefnan er haldin til að hvetja sérnámslækna til vísindastarfa og fara yfir afrakstur þeirra. Arna Rut Emilsdóttir og Kristján Torfi Örnólfsson voru meðal fyrirlesara í ár. Hún hélt fyrirlestur um krabbamein í eggjastokk- um, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi 2005-2018. Hann sagði frá lýðgrundaðri rann- sókn á horfum sjúklinga með PBC, primary biliary cholangitis (frumkomin gallskorpulif- ur), og tengslum sjúkdómsins við aðra sjálfsofnæmis sjúkdóma. Kristján Torfi (efri myndin) og Arna Rut (neðri myndin) messa á Rannsóknarráðstefnu sérnámslækna í lyflækningum á Nauthól í febrúarlok. Á neðri myndinni eru Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Karl Andersen, Björn Guðbjörnsson, Vilmundur Guðnason, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Þorgeirsson. Myndir/gag „Já, það er gaman í vinnunni. Nóg að gera,“ segir hún. „Mér finnst yndislegt að koma heim, enda vinnur frábært fólk á skurðlækningasviði.“ Læknablaðið býður Höllu velkomna í ritstjórnin um leið og það þakkar Huldu Maríu fyrir góð kynni og störf. Halla Viðarsdóttir, kviðarholsskurðlæknir á Landspítala, er ný í ritstjórn Lækna- blaðsins. Hún tekur við keflinu af Huldu Maríu Einarsdóttur sem einnig er kvið- arholsskurðlæknir. „Ég er komin með fyrstu fræðigreinina í hendur frá Læknablaðinu,“ segir Halla sem hóf störf á Landspítala í október eftir 11 ára búsetu í Helsingjaborg í Svíþjóð. Þar stundaði hún sérnám sitt og varði svo doktorsritgerð sína í Lundi árið 2021. Halla hefur frá námsárunum stund- að rannsóknir. „Ég byrjaði á því sem læknanemi í 3. árs verkefni og hélt áfram sem deildarlæknir, bæði með Páli Helga Möller og Tómasi Guðbjartssyni.“ Hún er spennt fyrir starfinu í ritstjórninni og á Landspítala. Halla ný í ritstjórn Sérnámslæknar fóru yfir rannsóknir sínar Landspítalinn úr þriggja ára óvissustigi Landspítali var færður af óvissustigi vegna COVID-19 þann 14. mars 2023. Spítalinn var þann 30. janúar 2020 settur á óvissustig vegna atburða í Wuhan-borg í Kína. Frá þeim tíma hefur hann 19 sinnum verið færður á óvissustig, hættu- stig eða neyðarstig. Samkvæmt heima- síðu spítalans var hann nú færður af óvissustigi þar sem sjúkdómurinn virð- ist búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. „Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónu- veirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúk- dómsmynd og nýjum farsóttum,“ segir á vef spítalans. Halla Viðarsdóttir er ný í ritstjórn Læknablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.