Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 207 Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen Dagur í lífi sérnámslæknis í bráðalækningum Lára í vinnunni sinni á Landspítala um daginn. Mynd/vinkona hennar 06:30 Vekjaraklukkan hringir en ég er nú þegar vakandi því litla 30 vikna bumbukrílinu mínu finnast næturnar vera tilvalinn tími fyrir sparkæfingar. Hún hefur greinilega hug á ferli sem knattspyrnukona. Læðist niður til þess að vekja ekki manninn minn og dóttur mína. Meira að segja hundurinn nennir ekki að vakna svona snemma og færir sig úr eldhúsinu inn í myrkrið í forstof- unni til þess að fá frið. 07:00 Legg af stað niður á Landspít- alann á Hringbraut. Um þessar mundir er ég að vinna á svæfinga- og gjör- gæsludeild, sem er hluti af sérnáminu í bráðalækningum. Sérnámslæknar í bráðalækningum vinna í 6 mánuði á svæfinga- og gjörgæsludeild til þess að fá þjálfun í svæfingum, öndunarvegameðferð og innsýn í með- ferð sjúklinga á gjörgæslumeðferð. 07:15 Renni í hlað á Landspítala. Helstu kostirnir við það að dagurinn á svæfingunni byrjar snemma er að umferðin er lítil og hægt að velja úr bílastæðum! 07:30 Morgunfundur hjá svæfinga- læknum. Farið yfir stöðuna á gjörgæsl- unni, þar sem ég er staðsett þessa vik- una, og dagskipulagið á skurðganginum. 08:00 Læknarnir sem eru á gjörgæsl- unni þessa vikuna fá ítarlegra rapport frá næturvaktinni um þá sjúklinga sem eru inniliggjandi. Við skiptum með okkur sjúklingunum og vinnan hefst. Sem sérnámslæknir í bráðalækn- ingum er mjög lærdómsríkt að vinna á gjörgæslunni undir handleiðslu svæfinga- og gjörgæslulækna. Hér fæ ég að vera hinum megin við borðið og sinna áframhaldandi meðferð bráðveikra sjúklinga sem í sumum tilfellum flytj- ast beint af bráðamóttöku á gjörgæsl- una. Undanfarið hefur verið nokkuð um sjúklinga með alvarlegar, ífarandi streptó kokkasýkingar þar sem gjör- gæslumeðferð hefur verið nauðsynleg. Sjúklingurinn sem ég sinni í dag lagðist inn með sýklasótt vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar en er nú á bata- vegi eftir gjörgæslumeðferð og kemst líklegast á deild í dag. 15:30 Dagurinn líður hratt enda hefur enginn skortur verið á verkefnum. Þar sem dagurinn á gjörgæslunni byrjar að- eins fyrr er hann líka búinn aðeins fyrr. Ég næ því yfirleitt að vera á undan um- ferðinni heim til þess að sækja tímanlega á leikskólann. 16:00 Rölti yfir götuna til þess að sækja þriggja ára dóttur mína á leikskól- ann. Hún er alger félagsvera og hleypur alltaf í burtu þegar hún sér foreldra sína koma. Dagurinn í dag er engin undantekning. Hún er úti að leika sér með vinum sínum og er alls ekki tilbúin til þess að yfirgefa partýið. Ég neyðist til þess að kjaga fram og til baka á leik- skólalóðinni áður en ég næ að króa hana af inni í leikkofa. Eftir nokkuð strangar samningaviðræður fellst hún á að koma heim gegn því að fá kex og áfram- haldandi útiveru . . . 16:30 Við sækjum heimilishundinn Sölku og förum í fjölskyldugöngutúr niður að Rauðavatni. Litlu dömunni þyk- ir æðislegt að henda steinum í vatnið og Salka fylgist áhugasöm með en er ekki hrifin af því að blotna. 20:00 Háttatími hjá barninu. Bókin sem varð fyrir valinu í kvöld fjallar um hænu sem keypti sér of þröngar gallabuxur en fann á endanum sjálfs- traustið til að ganga í þeim óháð því hvað hinum dýrunum fannst. Allt er gott sem endar vel. 20:30 Fullorðinstími! Undanfarin ár hef ég stundað doktorsnám við lækna- deild Háskóla Íslands. Rannsóknarverk- efnið fjallar um áhrif heilahristings hjá íþróttakonum á sálræna líðan, taugasál- fræðileg próf og á heiladingulsstarfsemi og er unnið í samvinnu sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Nú stendur til að framkvæma nokkur hormónapróf til viðbótar svo kvöldið fer í að hringja og senda tölvupóst á þátttakendur. Verðlaunin mín þegar því lýkur eru sjónvarpsgláp og prjónaskapur. Heim- ferðarsett bumbukrílisins sem er vænt- anlegt í vor prjónar sig ekki sjálft . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.04.2023)
https://timarit.is/issue/436526

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.04.2023)

Aðgerðir: