Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 50
218 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir Smitsjúkdómalækningar Það var fyrir 49 árum. Ég var að ljúka héraðsskyldu minni í Vestmannaeyjum. Tími var kominn til að ákveða hvaða sér- nám skyldi velja. Valið stóð á milli mein- efnafræði og lyflækninga. Hafði starfað eitt eftirminnilegt ár á meinafræðideild Landspítala. Ég leitaði til Ólafs Ólafs- sonar landlæknis um ábendingar um framhaldsnám í lyflækningum í Svíþjóð. Hann tvínónaði ekkert, tók upp símann og hringdi í yfirlækni smitsjúkdóma- deildar sjúkrahússins í Eskilstuna. Þar höfðu nokkrir íslenskir læknar auk Ólafs gert garðinn frægan, án þess þó að leggja smitsjúkdómalækningar fyrir sig sem sérgrein. Yfirlæknirinn vildi fá mig þegar í stað. Það kom flatt upp á mig að smit- sjúkdómalækningar skyldu nefndar til sögunnar. Þær höfðu ekki verið í sviðs- ljósinu í læknadeild enda litu margir svo á að smitsjúkdómar væru ekki vandamál lengur og tímabært að snúa sér að öðru. Sýklalyf og bólusetningar hefðu leyst málið. Enginn starfandi sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum var hér á landi og fyrirmyndir því engar. Ég tók þegar í stað þá ákvörðun að leggja þessa sérgrein fyrir mig, kannski vegna þess að ég taldi að enginn annar væri að gera það eða kannski vegna þess að ekki væri allt sem sýndist. Eftir að ég hélt til fram- haldsnáms í Svíþjóð frétti ég af öðrum lækni, Sigurði B. Þorsteinssyni, sem var í sérnámi í smitsjúkdómalækningum í Texas. Sigurður varð brautryðjandi í smitsjúkdómalækningum hér á landi og kom fræðigreininni á kortið. Hann stuðl- aði að því að ég gat snúið heim að loknu sérnámi og var samvinna okkar náin í áratugi. Eftir að ég kom til Eskilstuna lá leið mín til Stokkhóms á smitsjúkdómaspít- ala borgarinnar, mekku fræðigreinarinn- ar þar í landi. Mér er það minnisstætt þegar prófessorinn í faginu kallaði mig nýkominn á fund sinn og gerði mér það ljóst að ef til þess kæmi að hagsmunir klínískrar vinnu og rannsókna rækjust á, skyldi klíníska vinnan víkja fyrir rannsóknum! Mér brá nokkuð en skildi hann sem svo að ekki mætti slá slöku við vísindin. Ég held að mér hafi tekist að gæta nokkurs jafnvægis milli þessara sjónarmiða í starfinu. Smitsjúkdómar eru þess eðlis að þeir geta lagst á öll líf- færi. Í doktorsnáminu kom sér reynslan frá meinefnafræðideild Landspítala vel þegar ég rannsakaði áhrif sýkinga á mið- taugakerfið. Þessu lauk svo með dokt- orsprófi frá Karolinska Institutet 1982. Eftir heimkomuna til Íslands í árs- byrjun 1983 eftir 8 ára dvöl í Svíþjóð gerðust veður öll válynd. Alnæmisfar- aldurinn var í aðsigi og óvissan mikil. Mikil búbót var þegar eldhuginn Sigurð- ur Guðmundsson bættist í hóp smitsjúk- dómalækna og síðar fylgdu fleiri í kjöl- farið sem efldu stéttina. Við HÍ kenndi ég faraldsfræði smitsjúkdóma sem ég vil nefna farsóttafræði. Þessa fræðigrein þarf að stórefla enda mikilvæg til að skilja útbreiðslu farsótta og þróa við- brögð við þeim. Stjórnvöldum varð ljóst að bæta þyrfti löggjöf og stjórnsýslu sóttvarna og 1986 hófst vinna við það. Tók ég þátt í henni sem leiddi til nýrra sóttvarnalaga 1997. Eftir aldamótin 2000 og tilkomu fugla- inflúensunnar og annarra ógna vegna sýkla og eiturefna beindust sjónir manna mjög að heilbrigðisöryggi á alþjóðavísu. Á þessum tíma var Davíð Á. Gunnars- son ráðuneytisstjóri áhrifamaður innan WHO. Ný alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO var samþykkt árið 2005 eftir tals- verð átök. Ég var þá sóttvarnalæknir og kom að þeirri vinnu að hans tilhlutan. S É R G R E I N I N S E M É G V A L D I Sérfræðilæknar svara: - Hvernig varð sérgrein þeirra fyrir valinu? Hvar lærðu þeir? Hvaða ráð gefa þeir ungum læknum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.