Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 51
S É R G R E I N I N S E M É G V A L D I
Ég fékk áhuga á smitsjúkdómalækning-
um vegna þess góða fordæmis sem smit-
sjúkdómalæknar á Landspítala sýndu
með vilja þeirra til að kenna og hafa
samskipti við læknanema og sérnáms-
lækna (sérstaklega þegar þeir reyndu að
fá þig til að stoppa sýklalyf!)
Ég var einstaklega lánsamur að hafa
haft tækifæri til að vinna með Sigurði
Guðmundssyni þegar hann ákvað
að enda ferilinn í „klíník“. Ég var á
smitsjúkdómadeildinni og sýklafræði-
deildinni á sjötta árs valtímabilinu í
læknadeild og var eftirminnilegt atvik
frá því valtímabili þegar Sigurður bað
mig um að hitta sig á skolinu á A7 og
þegar ég kem þar inn sé ég hálfvand-
Davíð Ólafsson
smitsjúkdómalæknir
Heillandi heimur smitsjúkdóma
ræðalegan Sigurð blanda saman hægð-
um, úr renniláspoka, í bikarglas og svo
sía blönduna með kaffisíu til undirbún-
ings fyrir saurörveruígræðslu. Það setti
annan snúning á gefa skít í sjúklinginn!
Ég fór í kjölfarið til Bandaríkjanna
sumarið 2019 þar sem ég lærði lyflækn-
ingar við University of Iowa og útskrif-
aðist þaðan sumarið 2022. Ég hafði ekki
tekið lokaákvörðun um að sérhæfa mig í
smitsjúkdómum þó það væri efst á blaði
og á tímabili, þegar ákveðin veirupest
var að ganga um, missti ég næstum allan
áhuga á smitsjúkdómum og daðraði
við gigtarlækningar, ónæmisfræði eða
lungnalækningar.
Sem betur fer sá ég villu míns vegar
Vísinda- og þróunarstyrkir
Vorúthlutun 2023
Félags
íslenskra
heimilislækna
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH)
úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði
heilsugæslu tvisvar á ári. Lögð er áhersla á að styrkja
rannsóknir í heimilislækningum, um heimilislækningar
og á forsendum heimilislækninganna sjálfra.
Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar
vinnu.
Umsóknir um vorúthlutun fyrir styrkárið 2023 þurfa að
berast sjóðnum fyrir 20. apríl næstkomandi. Umsóknir
sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.
Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar
Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is), hjá Læknafélagi
Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rannsókn-
ar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um
endurumsókn sama verkefnis er að ræða.
Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu
Læknafélagsins, www.lis.is, á heimasvæði FÍH.
Starfsstyrkir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn.
Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem
svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af
menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar
dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi
starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar
leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði
greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að
forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi
haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttindum,
en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum
á dagtíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til
verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða vinnu
eða meir.
Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknar-
verkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um
vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl
rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands
eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækn-
ingum.
Nánari upplýsingar veitir
Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is)
Stjórn Vísindasjóðs FÍH
og nú legg ég stund á sérnám í smit-
sjúkdómalækningum við Washington
University í Saint Louis sem ég mun
klára í júlí 2024. Starf mitt þar hefur
kveikt áhuga minn á fíknisjúkdómum og
tengdum fylgikvillum sem ég mun vinna
nánar með og stunda rannsóknir á.