Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 38
206 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L kvæmdar aftur og aftur og sjúklingar valdir sem eru í lítilli áhættu. Auk þess er Landspítali bráðasjúkrahús sem þarf að hafa umfangsmikla innviði til að geta sinnt allrahanda verkefnum,“ segir hann. Stjórn var sett yfir Landspítala um mitt ár í fyrra. Runólfur segir það bæði hafa verið ánægjulegt og lærdómsríkt að starfa með henni. „Umræðan innan stjórnarinnar endurspeglar glögglega hvað Landspítali skiptir samfélagið miklu máli. Það vilja allir að spítalan- um vegni vel,“ segir hann. „Það er ekki komin mikil reynsla á fyrirkomulagið en ég upplifi stuðning og aðhald og finnst reynslan jákvæð.“ Sigrast á áskorunum Spurður að lokum hvort hann hefði tekið þetta að sér vitandi hvað biði hans, seg- ist hann hafa vitað hvað í starfinu felst. „Þetta er krefjandi verkefni en ég geri mér líka grein fyrir því að störf annarra hérna á spítalanum eru mörg hver mjög krefjandi. Það er mikið álag og ef ég væri ekki hér væri ég örugglega í annasömum og krefjandi verkefnum á öðrum vett- vangi innan spítalans,“ segir hann og horfir yfir sviðið. „Það verður að byggja á því sem við höfum og við vitum að við höfum mik- inn styrk,“ segir hann og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi sé eitt það allra best menntaða á heimsvísu. „Við verðum að hafa trú á því að saman getum við unnið bug á öllum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef það.“ Forstjórinn kominn með vísindin á sitt borð „Vísindastarfseminni hefur hnignað og mér finnst að birting upplýsinga um vísindastarf hafi ekki verið í forgrunni,“ segir forstjóri Landspítala sem hefur því tekið þau undir sinn verndarvæng. Þau heyra nú beint undir hann. Runólf- ur Pálsson segir verulega hnignun hafa átt sér stað á síðustu árum í samanburði við Norðurlöndin. „Ég efast ekki um að aðrir hafi færst fram en við kannski setið eftir í þeirri þróun.“ Málið sé flókið. „En það eru sóknarfæri.“ Auka þurfi fjármuni sem eru skilgreindir fyrir vísindastarfsemi. „Við þurfum að huga að vísindamönnunum sem við höfum. Okkur hefur ekki tekist að rækta þann garð nægilega. Við þurfum að halda vísindafólki okk- ar á lofti til að laða að nemendur og aðra.“ Ekki aðeins þurfi að finna fjármagn heldur líka tækifæri. „Við erum lítil þjóð og þurfum að líta á okkur sem eina heild. Ég horfi því til Háskólans, Íslenskrar erfðagreiningar og Hjartaverndar.“ Á hinum Norðurlöndunum hafi háskóla- sjúkrahúsin afmarkaðra hlutverk og hærra hlutfall af akademísku starfsfólki. „Við verðum að setja okkur háleit markmið og komast út úr aðstæðunum hér. Landspítali er mjög öflugur þótt við séum í erfiðleikum á vissum sviðum í dag. Það á líka við um þekkt sjúkrahús úti í heimi sem glíma við erfiðleika af svipuð- um toga og hjá okkur,“ segir hann. „En starfsfólkið okkar má vera stolt af því sem það gerir hér því það vinnur frábært starf alla daga. Við þurfum að byggja upp þetta stolt og það gerum við með samtali við starfsfólk og sé það þátttakendur í að efla og þróa starfsemina verður Landspítali framúrskarandi sjúkrahús.“ Forstjóri Landspítala segir spítalann hafa mikinn styrk og byggja verði á honum. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.