Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 205 um með þessum hætti.“ Þó skipti máli hvernig þeim sé skipt. „Við þurfum að viðhalda mannafla, ekki síst skurðlækn- um, sem stendur hér vaktir og tekst á við bráð vandamál. Ef of stór hluti þessara aðgerða fer af spítalanum er hætta á að starfsfólkið fylgi með og að við sitjum uppi með manneklu sem okkur hefði ekki órað fyrir.“ En verða þá fleiri svona ákvarðanir um að útvista af Landspítala teknar? Hann svarar óbeint. „Við verðum að manna skurðstofurnar okkar og opna þær með öllum tiltækum ráðum. Við getum ekki haft okkar sérhæfðu skurð- lækna aðgerðalausa. Þá fara þeir annað.“ Vandinn sé fjölþættur og einn þeirra sé mönnunarlíkanið á skurðstofum spítal- ans. „Það tekur tíma að breyta því en við þurfum að finna lausnir sem tryggja meiri sveigjanleika,“ segir hann. „Við getum ekki haldið áfram svona til lengd- ar.“ Spítalinn verði að geta rækt skyld- ur sínar. „Þótt við höfum ekki nægan mannafla getum við ekki látið verkefnin lönd og leið. Við verðum að sinna þeim og berum þá ábyrgð.“ Spara með útvistun Sjá mátti gríðarlegan mun á kostnað- aráætlun Landspítala annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar fyrir liðskiptaaðgerð á mjöðm og hné í út- boðinu. Hann er 46% hærri fyrir mjöðm Runólfur Pálsson hefur nú verið forstjóri Landspítala í eitt ár. Hann hefði viljað sjá stöðuna batna fyrr en hefur trú á að starfsfólkið hjálpi honum að sigrast á áskorunun- um sem spítalinn stendur frammi fyrir. Mynd/gag og 77% hærri fyrir hné hjá spítalanum og tilboð einkafyrirtækjanna mörg enn lægri en mat Sjúkratrygginga, sérstak- lega fyrir mjöðm. Óttast Runólfur ekki að þessar tölur verði nýttar til að sýna fram á fjársóun spítalans? „Ég held ekki,“ segir hann. „Það verð- ur að vera skilningur á því að ekki er hægt að bera saman sjálfstæða starfsemi þar sem fáar tegundir aðgerða eru fram- Stytting vinnuvikunnar misheppnuð „Mér finnst líklegt að samið verði við lækna eins og við aðra; til skamms tíma, eins árs, og að það verði ekki ráðist í endurskoðun á gildandi kjarasamningi. En ég tel hins vegar að það þurfi að gera. Það gildir ekki aðeins um lækna heldur einnig aðrar heilbrigðisstéttir,“ segir forstjóri Landspítala. Kjarasamningarnir þurfi að ríma við skipulag og þarfir spítalans. „Frítaka, sem ég hef fullan skilning á, þarf að vera útfærð þannig að hún komi ekki niður á starfseminni,“ segir forstjórinn. „Stytting vinnuvikunnar er gott dæmi um þetta. Sú útfærsla misheppnaðist hér innan spítalans í mínum huga,“ segir hann. „Við erum smáþjóð sem hefur náð gríðarlega langt fyrir atbeina fólksins í landinu. Það hefur með dugnaði og eljusemi byggt upp samfélag á hæsta stigi – þar með talið heilbrigðisþjónustu þar sem læknar eiga stóran hlut að máli. Við erum núna komin á þann stað að við erum með háþróað samfélag. Við verðum að útfæra störf og starfsemi okkar á þann veg að það gangi upp,“ segir hann. „Við getum ekki ráðist í mikla styttingu vinnutíma ef ekki er nægur mannafli við störf. Ég hef fullan skilning á að hér þurfi að tryggja lífsgæði og að vinnan verði ekki þannig yfirþyrmandi í lífi fólks að það dragi úr lífsgæðum.“ En út- færslan þurfi að henta. „Við verðum að líta á þá staðreynd að ef ekki er völ á því að fjölga starfskröftun- um nægilega, þá er ekki hægt að ráðast í breytingar sem draga úr mannaflanum sem er við störf hverju sinni þannig að við ráðum ekki við verkefnið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.