Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 36
204 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L „Fátt hefur komið mér á óvart þetta fyrsta ár í starfi,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala. Já, það er komið ár. Nýtt skipurit, starfar með nýrri stjórn. Breytingar eru í farvatninu ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ég hef trú á verkefninu“ „Ég vonaðist til að hægt væri að hrinda af stað veigameiri breytingum og ár- angurinn myndi skila sér fyrr,“ segir forstjóri Landspítala eftir ár í starfi. Runólfur segir margt á teikniborðinu en á þessu ári hefur legunóttum á bráðamóttökunni fjölgað, samkvæmt starfsemisupplýsingum, um 66% milli janúarmánaða á einu ári. Olíuskipið Landspítali haggast vart né breytir um kúrs en hann er ekki búinn að missa móðinn. Þó má heyra á máli hans að vandinn sé stór, lausn á einum stað skapi upplausn á öðrum. Svo hvar á að byrja og hvernig gengur? „Við erum á miðri leið og eigum eftir að vinna að stórum skipulagsbreyting- um innan stóru sviðanna. Það hefur ekki verið gert undanfarna tvo áratugi eða frá sameiningu spítalanna í Reykjavík.“ Vanda þurfi til verka og því hafi hann fengið McKinsey til stuðnings. „Ekki er ætlunin að koma með breytingar til þess eins að brydda upp á nýjungum heldur að skoða hvar við þurfum að styrkja okkur,“ segir Run- ólfur. Færa þurfi ákvarðanatöku nær framlínu og valdefla þannig framlínu- stjórnendur. „En það hefur komið mér á óvart og valdið persónulegum vonbrigðum að við erum í sömu hjólförunum og fyrir ári.“ Nefnir hann bráðaþjónustuna og bága nýtingu skurðstofa. „Við höfum ekki enn náð þeim árangri sem ég hefði viljað.“ Hann vill losa um teppu á bráðamóttöku og vinna niður aðgerðabiðlistana. Sérnámið heim stórt skref Runólfur horfir yfir stóra sviðið. „Við erum í rauninni að glíma við afleiðingar stórfelldra samfélagsbreytinga varðandi verkefnin en líka mannauðinn,“ segir hann. „Við höfum komist af með ótrú- lega fáa lækna í gegnum tíðina.“ Hann lítur 10-15 ár aftur í tímann. Þá hafi spít- alinn haft fáa lækna á framhaldsnáms- stigi. Sérnám á spítalanum sé því mikil framför og nýverið hafi fyrstu læknarnir útskrifast. „Það er eitt stærsta skref sem hefur verið stigið í læknis- og heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi í áratugi. Hefðum við ekki gert það, hefðum við ekki getað tryggt fullnægjandi nýliðun.“ Heilbrigðiskerfið er á ákveðnum krossgötum. „Við ráðum ekki við öll verk efni. Það er of mikið af þeim. Þau passa ekki inn í skipulagið.“ Því þurfi að hugsa út fyrir rammann. Runólfur horfir til 30 lokaðra legurýma á spítalanum. „En jafnvel þó að við gætum mannað öll þau rými, myndi það ekki duga til.“ Vandinn er ekki séríslenskur. Við hann er glímt víða á Vesturlöndum. „Mann- fjöldi hér eykst stöðugt. Við höfum talað mikið um þessa þróun á síðustu tveimur áratugum en ekki brugðist við henni fyrr en núna.“ Margt jákvætt sé þó á borðinu. „Hér er framúrskarandi þjónusta veitt og við höfum gögn um það.“ Horft sé til þeirra hluta sem halli á. „Þá eru skurð- aðgerðirnar nærtækt dæmi,“ segir hann. „Einkarekin þjónusta er að færa sig upp á skaftið því verkefnin eru ærin. Það er skiljanlegt og eðlilegt.“ Opnun tilboða Sjúkratrygginga Ís- lands frá einkaaðilum á 700 liðskiptaað- gerðum fyrir um milljarð þann 6. mars endurspegli stöðuna. „Það er vegna þess að Landspítali hefur ekki getað annað eftirspurninni,“ segir Runólfur. Skoða mönnun skurðstofa „Við höfum átt erfitt uppdráttar undan- farið.“ Ekki hefur tekist að gera allar þær aðgerðir sem stefnt var að á síðasta ári. „Vegna þess að við höfum ekki nægilegt svigrúm á skurðstofunum.“ Hann sér ekki í kortunum að spítalinn geti næstu árin sinnt öllum þeim liðskiptaaðgerðum sem þurfi innan viðunandi tíma. „Því er eðlilegt að skipta verkefnun- Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.