Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 46
214 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Karl H. Proppé meinafræðingur Ísafjörður og Súðavík sumarið 1966 – litið um öxl Það bráðvantaði lækni á Ísafjörð og ein- hvern veginn æxlaðist það svo að tveir læknanemar, Davíð Gíslason og undirrit- aður, voru beðnir að hlaupa í skarðið og vera í þrjá mánuði hvor. Starfið var tví- skipt, annars vegar staða aðstoðarlæknis á sjúkrahúsinu og hins vegar staðgengill héraðslæknis fyrir kaupstaðinn og Ísa- fjarðardjúp. Fyrrum bjó héraðslæknirinn í Súðavík en nú var Súðavík og Ísa- fjarðardjúpi þjónað frá Ísafirði. Þetta var stórt hérað og akvegir takmarkaðir. Hins vegar fór báturinn Fagranesið reglulegar ferðir um Djúpið. Skömmu eftir að ég hóf störf var ég kallaður ásamt ljósmóðurinni út í sveit að taka á móti barni. Á þessum tíma var ekki búið að leggja rafmagn á alla bæi og þegar fór að rökkva kom í ljós að ljósavélin fór ekki í gang. Um síðir fannst kerti og fæddist barnið við kertaljós. Ég hugsaði til fyrri tíma og hve erfitt starf lækna hafði verið á landsbyggðinni. Ljósmóðirin sá um bólusetninga- skrá barnanna og dag einn sagði hún að kominn væri tími til að bólusetja börnin í Djúpinu. Við tókum okkur far með Fagranesinu og létum boð út ganga um sveitir að róa skyldi með börnin að borði þar sem ekki væri hægt að lenda. Gekk þetta allt vel þótt börnin væru misánægð. Það var athyglisvert að sjá hvað sumstaðar var harðbýlt en fólkið myndarlegt og krakkarnir pattaralegir. Fjöllin spegluðust í lygnum sjó og ég var hugsi. Íslendingar voru hvað fremstir Úr Ísafjarðardjúpinu: Fjöldskylda á litlum báti kemur til bólusetningar með börnin sín. Allar myndirnar tók Karl H. Proppé sumarið 1966. Neðri myndin er tekin á Súðavík. „Börnin á bryggj- unni að dorga eru mér minnisstæð, enda alinn upp í sjávarplássi vestra,“ segir Karl í svari til Lækna- blaðsins, hann bætir við: „Hitt er að þarna er bátur. Veturinn eftir fórst fiskibátur og síðan annar bátur vet- urinn þar á eftir. Fórust allir með bátunum frá þessu litla sjávarplássi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.