Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 193
Jón Bjarnason1, 2 læknir
Helgi Már Jónsson2 læknir
Björn Flygenring3 læknir
1Æðaþræðing/inngripsröntgendeild Landspítala, 2röntgendeild
Landspítala, 3hjartadeild Landspítala.
Fyrirspurnum svarar Jón Bjarnason, jonbjarnason92@gmail.com
Greinin barst til blaðsins 15. janúar 2023,
samþykkt til birtingar 6. mars 2023.
Á G R I P
Hér er lýst tilfelli sjúklings sem greindist með fistilgang milli slag-
og bláæðar í nára 8 árum eftir hjartaþræðingu. Greining var gerð á
tölvusneiðmynd sem var hluti af uppvinnslu fyrir enduraðgerð með
þræðingartækni (TAVI).
AV-fistill í nára
Inngangur
Slagæð í læri (common femoral artery) er algengasti stungustaður
fyrir aðgengi æðaþræðingar. Fjölmargir fylgikvillar geta fylgt
í kjölfar ástungu vegna æðaaðgerða og er algengi þeirra háð
mörgum þáttum en áætlað hlutfall þeirra er á milli 1-10%.1,2
Margúll (hematoma), sýndargúlpur (pseudoaneurysm) og fistill eru
meðal þeirra fylgikvilla, en tveir síðarnefndu eru sjaldgæfari3
og er tíðni fistilgangs á milli slag- og bláæðar innan við 1%.
Fistilmyndun getur stuðlað að blóðaflfræðilegum (hemodynamic)
breytingum í formi slag- og bláæðaveita (arteriovenous shunt).
Þótt slag- og bláæðaveita sé gjarnan lítil og einkennalaus get-
ur viðvarandi og stærri fistill orsakað næga blóðaflfræðilega
breytingu sem getur meðal annars lýst sér sem einkenni blóð-
þurrðar í ganglim eða hjartabilun með háu útfalli.4-6
Tilfelli
83 ára kona með sögu um hjartabilun og ósæðarlokuskipti
greindist með fistil milli slag- og bláæðar í nára á tölvusneið-
mynd sem framkvæmd var til undirbúnings fyrir enduraðgerð
með ósæðarlokuaðgerð með þræðingartækni (Transcutaneous
Aortic Valve Implantation, TAVI). Fyrir átta árum hafði hún far-
ið í lokuskipti með lífrænni ósæðarloku og hjáveitu í opinni
aðgerð, en stuttu áður fór hún í hjartaþræðingu sem hluta af
uppvinnslu fyrir aðgerðina. Árin fyrir tölvusneiðmyndina
hafði hún fundið fyrir vaxandi mæði, þreytu og orkuleysi.
Regluleg hjartaómskoðun á þeim tíma sýndi versnandi
þrengingu í ósæðarlokunni og leka. Því var ákveðið að stefna
á nýja ósæðarloku með þræðingartækni og var tölvusneið-
mynd tekin.
• Sjúkratilfelli •
Mynd 1. Axial-tölvusneiðmynd (vinstri mynd) framkvæmd í slagæðafasa sýnir skuggaefni í lærisslagæð (CFA) ásamt snemmkominni skuggaefnisfyllingu í hægri lærisbláæð
(CFV) í gegnum fistilgang (hvít ör) milli æðanna. MPR-endursnið (hægri mynd) úr sömu rannsókn sýnir einnig fistilgang (hvít ör) milli hægri lærisslagæðar og bláæðar.