Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 54
222 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 L I P R I R P E N N A R Kuldatíð Ragnar Logi Magnason heimilislæknir og verðandi öldrunarlæknir Læknar eru undantekningarlítið duglegt og drífandi fólk sem gengur í gegnum ýmsa herðandi hreinsunarelda í sínu starfsþroskaferli. Þar er sáð hugmyndinni um hinn sterka ólýjandi fagmann sem getur orðið stór hluti sjálfsmyndarinnar. Ef maður hneigðist til stéttarmonts gæti maður freistast til að halda því fram að seiglustig læknahópsins sé að líkindum í hærra lagi og skrápurinn hita- og kulda- þolnari en gengur og gerist. Flest okkar hafa synt lengi í straum- þungu álagsfljóti með reglulegum vatnavöxtum. Á mínu svamli áður fyrr talaði ég um „franskbrauðsvæðingu” þjóðfélagsins í tengslum við fjölgun fólks með „svokallaða kulnun“. Launin fyrir hrokann voru stór sneið af hógværðar- böku þegar undirritaður varð sjálfur fyrir kælivagninum á Háannastræti. Eftir ákeyrsluna tók við löng glíma við að nálgast kjörhitastig þar sem öllum brögð- um var beitt. Í glímunni velti ég fyrir mér hvort persónuleikaþættir útsettu lækna fyrir kulnun. Óhófleg samviskusemi eða full- komnunarhyggja, meðfædd eða áunnin. Rannsókn á 855 pólskum læknanemum 2017 kannaði hvort þeir hefðu ríkari tilhneigingu en aðrir til áráttu og þrá- hyggju. Rannsóknin benti ekki til þess, sem er ekki í samræmi við mína tilfinn- ingu að eiginleikarnir séu útbreiddir í okkar hóp. Sjálfur hefur maður verið staðinn að verki í vinnu (og heima) við óskilvirkt og tímafrekt snurfus eða dítl- umdútl og vændur um að vera ekki eins og fólk er flest. Fyrst er afneitunin alger í þéttri vörn en svo lítur maður inn á við í augnablik og viðurkennir að hugsanlega gæti verið í gangi „oggu ponsu OC, en ekki með D-inu sko". Langir vinnudagar hafa verið nefndir í kulnunarumræðunni. Þetta getur varla verið meginskýring þar sem læknar hafa alla tíð unnið mikið. Stórkostleg aukning á ónauðsynlegu áreiti alls staðar frá er hugsanlega stór orsakaþáttur. Vottorðavinna, samfélagsleg skaða- bótavæðing, skráningarskylda og stöðug- ur ínáanleiki eru nú alls ráðandi. Maður verður hálftómur eftir langan dag með því sem á ensku heitir bullshit work. Í sístreymi frétta- og samfélagsmiðla hafa því miður farið fram mannorðsaftökur okkar fólks án dóms og laga fyrir ætluð mistök, án þess að það geti, sökum trún- aðarskyldunnar, borið hönd fyrir höfuð sér. Umkvartendur geta hins vegar tjáð sig óhindrað og þannig fengið einhverja útrás fyrir þá vanlíðan og sorg sem að steðjar, hvort sem grundvöllur ásakana er traustur eður ei. Minnast verður á breytt lífsmynstur fjölskyldna í fuglabjargi áreitisins. Skyldi staðalímynd feðraveldisins vera útdauð eða var hún nokkurn tímann til? Hann er í það minnsta ekki auðfinnanlegur virðulegi læknirinn og y-berinn sem kemur heim eftir góðan vinnudag þar sem hann upplifir gagnsemi, virðingu og mannsæmandi laun sem duga lipurlega fyrir snyrtilegu húsi þar sem eftir vinnu bíður hugguleg fjölskyldan, velgdir inni- skór, dagblaðið, síðdegislúrinn og þar á eftir borðhald við kótelettur í raspi með Ora grænum og inniföldu uppvaski. Nei, eftir nútíma vinnudag hefst hin tilveran, heimilishald og uppeldi þar sem karlar eru að koma sterkari inn en for- eldrarnir með samhverfu litningana bera þó ennþá þyngri byrðar. Ekki þykir duga lengur að börnin gangi um símalaus, sjálfala, með lykil um háls og hor út á kinn eins og í den. Nú skal „hámarka“ og „besta“ uppeldið með skutli bæjarenda á milli á íþróttaæfingar, í tónlistarnám og til sálfræðinga á nám- skeið í sjálfsstyrkingu og vináttuþjálfun. Svo er brunað í sjúkraþjálfun til að vinna með vöðvabólgu og ranga líkamsstöðu þar sem snjalltæki koma klárlega við sögu en við tökum þar samt hálfmeð- vitaða ákvörðun um að stinga höfðinu í sandinn af ótta við að hugsa afleiðingar snjalltækninnar til enda. Foreldrar eiga að fylgjast með námi barna sinna af kostgæfni og ekki duga lengur foreldrafundir, stjörnukladdar og heimsendir kennaramiðar með hrósi eða lasti. Það þarf að gjörgæsluvakta heima- síður og samskiptaforrit og lesa þar úr torræðum skilaboðum á stofnanamáli sem vönustu vottorðasmiðir klóra sér í kollinum yfir. Á foreldrafundinum er svo rætt um það hvar hver situr með hverjum en minna en áður rætt um tæpan lestrar- skilning. Hugsanlega spilar þar inn í að einkunnir eru orðnar illtúlkanlegri eftir að kerfinu var breytt í anda jafnaðarsinn- aðrar hugtakaverðbólgu og virðast nú allir krakkar fá B í einkunn því það má helst engan styggja. Hvort það sé B með plús eða mínus getur svo reyndar skipt sköpum fyrir framtíð barnsins, sam- kvæmt smáa letrinu. Helsti aflgjafi eilífðarvélar streitu er samfélagsdrifið samviskubit og óttavæð- ing framleidd af frétta- og félagsmiðlum fyrir fleiri smelli en markaðssálfræðingar hafa fyrir þó nokkru fundið út að 2H nálgunin framleiðir flesta smellina (hrós og hræðsla). Bak við allt saman virðast svo vera öfl sem eiga það sameiginlegt að vera að selja eitthvað. Útburðir voru meðal skelfilegustu drauga fyrri alda. Þá var þegar þekktur annar er Saman- burður heitir. Hann var þá ekki talinn sérlega öflugur en hefur nú vaxið mjög og eflst, orðinn hræðilegastur allra drauga. Sammi er þó ekki alslæmur og drífur okkur stundum til góðra verka, stunda útlits- og heilsurækt, til að mynda með maraþonhlaupum, fylliefnum og Everestklifri enda vill maður ekki missa heilsuna, hún er jú dýrmætust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.