Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 189 Y F I R L I T S G R E I N ræsing með ónæmisvaka örvi fjölgun eitilfrumna, mögulega vegna bakteríuáhrifa.27 Krónísk bólga sem leiðir til margstofna eitilfrumufjölgunar getur með tímanum þróast í einstofna fjölgun og á endanum í eitilfrumukrabbamein. Hjá konum með silíkonpúða með grófu yfirborði hefur verið sýnt fram á aukna áhættu á anaplastic large cell T-frumu krabbameini (ALCL), jafn- vel þó ekki sé enn þekkt tilfelli af þessu hér á landi.26 Það virð- ist sem áferð yfirborðs silíkonpúðanna skipti máli. Nýleg rann- sókn á músum og kanínum sýndi að viss tegund af ósléttu yfirborði tengist frekar ónæmismiðluðum aukaverkunum, jafnvel ALCL.28 Þessi rannsókn sýndi fram á að yfirborð með mynsturdýpt yfir 4 µm ræsti á öflugri hátt ónæmissvar gegn silíkoni. Örvefshimnan var minni í kringum slétta púða, sem innihélt meira af FOXP3+ ónæmisbælandi T-stýrifrumum.28 Klínískar rannsóknir í ASIA-heilkenni Þegar silíkonpúðar eru fjarlægðir vegna leka greinist oft frítt silíkon í vefjum. Jafnframt geta fundist með segulómun merki um frítt silíkon í eitlum, jafnvel svokallað silíkonoma.29 Óm- skoðun á eitlum á hálsi eða í holhönd geta sýnt svokallaðan snowstorm effect sem endurspeglar sílíkonagnir innan um eðlilegan vef.30 Eitlar sem teknir eru til smásjárskoðunar sýna gjarnan ósértækar bólgubreytingar, oft með „götum“ eftir að- skotahluti (silíkon).29,30 Blóðrannsóknir hjá þessum sjúklingum sýna yfirleitt ósértækar niðurstöður. CRP (C-reactive protein), sem vísar til bólgu, er oftast eðlilegt. Samkvæmt nýrri yfirlitsgrein finnst hækkað frítt inerleukin-2 gildi í allt að 50%. ANA (anti nuclear body) er til staðar hjá 20% og stundum finnast önnur sjálfs- ónæmismótefni, svo sem SSA/SSB, anti-dsDNA, anti-Scl-70, anticardiolipin, anti-CCP, IgM-RF, ANCA og eða Cryoglobulin og 20-50% hafa lækkuð gildi á IgG eða IgG undirflokkum.4,31 D-vítamínskortur eða lækkun er algengur og gæti verið áhættuþáttur fyrir ASIA.32 Brottnám silíkonpúða Um 60-80% kvenna með ASIA-heilkenni sem láta fjarlægja sil- íkonpúða lagast af einkennum sínum. Því styttri tíma sem sil- íkonpúðar voru til staðar, því líklegri er konan til að losna við einkenni ASIA.26,31 Ef sjúklingar eru hins vegar þegar komnir með sjálfsónæmissjúkdóm, ná aðeins um 16% bata án frekari ónæmisbælingar og sumar konur halda áfram að vera með ein- kenni ASIA-heilkennis til langs tíma, væntanlega vegna þess að silíkon er enn þá til staðar í líkama þeirra.22 Þegar silíkon- púðar hafa rofnað getur silíkonið dreifst um vefi líkamans en þá er og ómögulegt að hreinsa það allt í burtu. Sýnt hefur verið fram á að því meira silíkon sem dreifist um líkamann, því meira bólguástand getur skapast.23 Lýtalæknar segja að nær ómögulegt sé að fjarlægja allt silíkon úr líkamanum er púðar hafa rofnað. Þrátt fyrir afar nákvæma aðgerðatækni verður ávallt eftir nokkuð af silíkoni á brjóstasvæði og jafnvel annars staðar í líkamanum. Rannsóknir sem ekki hafa sýnt fylgni á milli silíkonpúða og ASIA-heilkennis Rannsóknir á tengslum silíkons og ýmissa sjúkdóma vísa ekki allar í sömu átt. Talsvert margar sýna alls ekki fram á tengsl Mynd 1. Myndin sýnir hvernig smáar silíkon agnir geta haft áhrif á ónæmis- kerfið. Þrjár meginleiðir: 1) Viðbrögð ósérhæfða ónæmiskerfisins (meðal annars TNFα, IL-1β og fleiri boðefni ósérhæfða ónæmissvarsins og bólgustöð/umhverfi. 2) Hvarfgjörn súrefnissambönd (reactive oxygen substances (ROS)) sem skemma frumur, valda stýrðum frumudauða (apoptosis) og bólgu. 3) Sjálfsát (autophagy) sem leiðir til stýrðs frumudauða, silíkon losnar, aðrar átfrumur koma síðan og hreinsa svæðið og hringrásin heldur áfram. Heimild: Chen L, Liu J, Zhang Y, et al. The toxicity of silica nanoparticles to the immune system. Nanomed 2018; 13: 1939-62.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.