Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 187 Y F I R L I T S G R E I N fjarlægðir.2,4 Í rannsókn á 300 tilfellum af ASIA-heilkenni í alþjóðlegri fjölsetrarannsókn var meðalaldur sjúklinga með ASIA-heilkennið 37 ár og meðaltími frá ísetningu brjóstapúða til sjúkdómsmyndar um 31 mánuður (spann 1 vika – 5 ár).5 Hugtakið ónæmisglæðir er skilgreint sem efni sem eflir sértækt ónæmissvar án þess að ræsa sértækt svar gegn sjálfu sér. Ræsing ónæmiskerfisins fyrir áhrif ónæmisglæðis er sjálftakmarkað (self limited) en sumir einstaklingar geta fengið ótakmarkað svar með tilkomu sjálfsónæmismótefna og jafnvel sjálfsónæmissjúkdóma.6 Silíkon er fjölskylda af polymerum sem deila með sér sil- íkon-súrefniskeðju með mismunandi hliðarkeðjum.7 Silíkon er í lækningum notað í þrenns konar formi: sem elastómer (silastic), vökvi eða gel. Silíkonbrjóstapúðar og bandvefssjúkdómar Fjöldi rannsókna hefur verið birtur um hugsanleg áhrif silí- konbrjóstapúða á heilsu einstaklinga. Erfitt er að bera rann- sóknirnar saman til að fá heildstæðar niðurstöður, þar sem margar uppfylla ekki tölfræðileg skilyrði sem geta gefið áreið- anlegar niðurstöður. Að auki eru flestar byggðar á skráningu sjúklinganna sjálfra en ekki fagfólks.8 Maccabi Healthcare Services (MHS) í Ísrael framkvæmdi þverskurðarrannsókn á tölvutækum gögnum sem innihéldu 20 ára gögn frá tveimur milljónum sjúklinga og var birt 2018.9 Í gögnunum voru 24.651 konur með silíkonpúða (1,2%). Til sam- anburðar voru 98.604 konur á sambærilegum aldri og í sömu þjóðfélagsstöðu, sem ekki voru með silíkonpúða. Hlutfallsleg áhættuaukning þess að konur með púða væru greindar með sjálfsónæmis- eða gigtsjúkdóm var 1,22 (95% CI 1,18-1,26). Hæsta líkindahlutfallið af sjúkdómunum var fyrir sarklíki OR=1,98 (CI 1,5-2,60), herslismein, OR=1,63 (1,26-2,11), Sjögrens- sjúkdóm, OR=1,58 (1,26-1,97), heila- og mænusigg, 1,41 (1,11- 1,80), vefjagigt/síþreytu, 1,37 (1,29-1,45). Einnig voru marktæk tengsl við ofstarfsemi skjaldkirtils (p<0,001), vanstarfsemi skjaldkirtils (p<0,001), sóra (p=0,001) og iktsýki (p=0,018).9 Aukin hætta á Sjögrens-sjúkdómi (Effect size (ES) = 1,38 (CI, 1,06-1,80)) og iktsýki (ES = 2,92 (CI: 1,01-8,47)) hjá konum með silíkonpúða hefur einnig verið lýst í kerfisbundinni safngrein- ingarrannsókn með 32 birtum rannsóknum.8 Aðeins tvær af 11 rannsóknum sem rannsökuðu iktsýki og tvær af 7 rannsókn- um á Sjögrens-sjúkdómi tóku þó fullnægjandi tillit til trufl- andi þátta (confounding factors). Stór, afturskyggn fjölsetra- og eftirfylgnirannsókn birtist í janúar 2019.10 Skoðuð var tíðni almennra aukaverkana, sjálfs- skaða og barneigna eftir brjóstapúðaísetningar hjá 99.993 kon- um sem fengið höfðu brjóstapúða frá tveimur framleiðendum (Mentor og Allergan). Þær voru bornar saman við áður birtar tíðnitölur í Bandaríkjunum. Fimmtíu og sex prósent höfðu sil- íkonbrjóstapúða eftir brjóstastækkun. Þeim sem fengu Mentor- brjóstapúða var fylgt eftir í 7 ár með sjálfskráðum upplýsing- um um heilsubresti. Á þeim tíma höfðu þær aukna hættu á ákveðnum sjúkdómum borið saman við almennar tíðnitölur í Bandaríkjunum (tafla I). Í þessari rannsókn voru vefjagigt og lungnakrabbamein þó fátíðari hjá konum með silíkonpúða en hjá almenningi. Ástæðan fyrir þessu er óþekkt. Allergan- brjóstapúðunum var eingöngu fylgt eftir í tvö ár, sem ekki leyfði sambærilega útreikninga. Mat höfunda er það að rann- sóknir þessara stóru fyrirtækja á vöru sinni geti á margan hátt verið betri að gæðum svo hægt sé að draga af þeim ályktanir. Skilgreining á ASIA-heilkenni Autoimmune/Inflammatory syndrome induced by adjuvants (ASIA) er sjúkdómsástand sem fyrst var lýst af Shoenfeld og Agmon- Levin árið 2011.1 Höfundarnir settu þá fram töflu II með nokkrum meiriháttar og nokkrum minniháttar einkennum til að hjálpa til við að skilgreina sjúkdómsgreininguna ASIA- heilkenni. Í töflunni eru tilgreindir nokkrir ónæmismiðlaðir sjúkdómar sem deila með sér klínískri sýnd ásamt sögu um fyrri útsetningu fyrir ónæmisglæði. Tilgangur höfundanna var að vekja athygli á þeim grunnþáttum sem einkenna ASIA- heilkennið, að auka vitund lækna og um leið að stuðla að því að sjúklingar greindust fyrr, auk þess sem forða mætti þeim sem væru í áhættu fyrir sjálfsónæmissjúkdómum frá því að Tafla I. Tíðni sjúkdóma og andvana fæðinga hjá konum með silíkonpúða í samanburði við birtar upplýsingar meðal kvenna í Bandaríkjunum (tíðni miðað við 10.000 æviár). Sjálfskráðar upplýsingar kvenna með Mentor- silíkonpúða á 7 ára tímabili. Sjúkdómur SIR (95% CI) P-gildi Scleroderma 7,00 (5,12-9,34) <0,001 Sjögrens-sjúkdómur 8,14 (6,24-10,44) <0,001 Sortuæxli 3,71 (2,87-4,73) <0,001 Iktsýki Krabbamein Taugasjúkdómur 5,96 (5,35-6,62) 1,54 (1,42 – 1,68) 1,59 (1,44 – 1,76) <0,001 <0,001 <0,001 Andvana fæðing 4,50 (3,59-5,56) <0,001 (SIR=Standardized incidence ratio, CI=confidence interval, öryggisbil) Heimild: US FDA Breast Implant Postapproval Studies: Long-term Outcomes in 99,993 Patients. Ann Surg 2019; 269: 30-6. Tafla II. Sjúklingur er talinn vera með ASIA-heilkennið ef hann er með tvö af meiriháttar einkennum eða eitt meiriháttar einkenni og tvö minniháttar einkenni. Meiriháttar einkenni Útsetning fyrir utanaðkomandi ræsandi efni (sýkingu, silíkoni, ónæmisglæði, bóluefni) áður en klínísk einkenni komu fram Tilkoma dæmigerðra klínískra einkenna: Vöðvaverkir, vöðvabólga eða vöðvaþróttleysi Liðverkir og/eða liðbólgur Síþreyta, svefntruflanir og svefn sem ekki gefur næga hvíld Taugaeinkenni Vitsmunaleg afturför, minnisleysi Hækkaður líkamshiti, munnþurrkur Brottnám þessa ræsandi efnis leiðir til bata Dæmigerð vefjasýni frá þeim líffærum sem eru með einkenni Minniháttar einkenni Sjálfsónæmismótefni eða mótefni sem beinast að hinu ræsandi efni Önnur klínísk einkenni (til dæmis órólegur ristill) Ákveðinn HLA-flokkur (til dæmis HLA DRB1, HLA DQB1) Tilkoma sjálfsónæmissjúkdóms (til dæmis MS, scleroderma) Heimild: Watad A, Sharif K, Shoenfeld Y. The ASIA syndrome: basic concepts. Mediterr J Rheumatol 2017; 28: 64-9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.