Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 32
200 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L „Mér finnst að forgangsraða ætti eftir því hve mikið af efninu er til fyrir stráka frá 11-12 ára aldri. Bólusetja þá að 15 ára aldri og svo nota bóluefnið upp að 26 ára aldri ef nóg er til af því,“ segir Erna Milunka Kojic, nýr yfirlæknir smitsjúk- dómadeildar Landspítala. Samkvæmt upplýsingum heilbrigð- isráðuneytisins hefur verið ákveðið að hefja bólusetningu óháð kyni frá árgangi 2011 í haust með Gardasil 9 bóluefninu. Erna segir að stöðugt komi í ljós að veiran skaði meira en áður hafi verið talið. Krabbamein í koki, hálsi, tungu og endaþarmi sem og kynfærum kynjanna. Ástæðan eru krabbameinsvaldandi týp- ur veirunnar. Aðrar veirur, eins og HPV 6 og 11, orsaki svo ýmsar tegundir af vörtum. „Hér áður var til að mynda talið að krabbamein í hálsi og munni væru aðal- lega vegna reykinga en nú er að skýrast að veiran á einnig sinn þátt í þeim,“ seg- ir Erna og bendir á að HPV-veiran valdi um 50% krabbameina í háls og koki (pharynx). „Veiran veldur 70% af endaþarms- krabbameini og nánast öllum legháls- krabbameinum.“ Erna segir að með skimunum í leghálsi hafi tekist að fækka leghálskrabbameinum hjá konum en talan á endaþarmskrabbameinum hækki nú bæði hjá körlum og konum. Skoða ætti að gefa fleiri en einum árgangi drengja bóluefni gegn HPV-veirunni nú þegar ákveðið hefur verið að bólusetja þá við þessum veirum. Þetta segir Erna Milunka Kojic, nýr yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Erna er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún bjó í 27 ár. Hún var yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Mount-Sinai West/ Morningside sjúkrahússins í New York ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir HPV-veiran veldur líka krabbameini í munni og hálsi „Fyrir skimun greindust 40-50 af hverjum 100.000 með leghálskrabba- mein á ári en tíðnin lækkaði niður í 8 eftir að hún var tekin upp,“ segir hún sem merki um mikilvægi skimana. „Vitn eskjan hefur aukist mikið á síðustu 10-15 árum. Það að HPV-veiran valdi hálskrabbameini er til að mynda tiltölu- lega nýtt á læknisfræðilegri tímalínu.“ Mikilvægt sé því að auka þekkinguna á bóluefnum gegn HPV-veirum. „Fólk leitar ekki eftir bóluefni sem það veit ekkert um.“ Erna bendir á að frá árinu 2015 hafi verið mælt með bóluefninu Gardasil 4/9 og tveimur skömmtum í stað þriggja. Frá því í desembermánuði síðastliðn- um hvetji Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, til þess að nota í það minnsta einn frekar en engan skammt. „Ástæðan er sú að í COVID hefur bólusetningum barna fækkað í heiminum og því er þetta hvatningin til að minnka dreifingu veirunnar.“ Einn skammtur sé því betri en enginn. Eftirbátar hér á landi „Íslendingar eru eftirbátar helstu sam- anburðarlanda þegar kemur að þessum bólusetningum,“ segir Erna og að allt frá árinu 2015 hafi verið þekkt að fá mætti bóluefni sem hindraði smit á týpum sem valda 90% af leghálskrabbameinum. „Þekkt var að nota ætti Gardasil 9 í stað Gardasil 4 sem hindrar 70% þeirra, eða týpur 16 og 18. Það er því gleðilegt að við stefnum nú loksins á að nota þetta breiðara bóluefni hér,“ segir hún. „Það smitast nánast allir sem stunda kynlíf af HPV-veiru á lífsleiðinni,“ segir hún. „Í einni rannsókn var sýnt að 70% af nýsmituðum losi sig við veiruna inn- an árs og 90% innan tveggja.“ Hún malli hjá öðrum í mörg ár, sem geti þá valdið krabbameini á 20 ára tímabili. Hæsta tíðni smita sé hjá 20-24 ára konum og 25- 29 ára körlum. Erna segir framangreint sýna að bólusetja þurfi drengi til að viðhalda ekki veirunni og verja þá fyrir kynfæra- krabbameinum. Mælt sé með að hefja bólusetningar stúlkna frá 9-12 ára aldri en 11-12 ára hjá drengjum. Ráðgjafanefnd um bólusetningaraðferðir í Bandaríkjun- um, ACIP, segi að gefa megi drengjum bóluefni að 26 ára aldri og hún hvetji því yfirvöld til að skoða það hér. Tilfinningarússíbani í COVID Erna er nýkomin heim frá Bandaríkjun- um og segir að hún hafi alltaf hálfvegis verið á heimleið. „En svo komu alltaf upp ný spennandi verkefni. Í gegnum tíðina hef ég ákveðið að klára þau,“ segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.