Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 3

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 3
MÍMIR BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM 20 12. árg. — 1. tbl. — Reykjavík — apríl — 1972 Ritnefnd: Sigríður A. Þórðardóttir Sverrir Páll Erlendsson Úlfar Bragason Stjórn Mímis safnaði auglýsingum Baldvin Björnsson, teiknari F. í. T., gerði forsíðuna Prentsmiðja Jóns Helgasonar í UPPHAFI Þá lítur tuttugasti Mímir dagsins Ijós. Á þessari vertíð kemur aðeins út eitt tölublað í stað tveggja jafnan áður. Því valda síhækkandi útkomukostnaður og erfiðleikar við öflun efnis til birtingar. Á liðnu hausti fóru umburðarbréf um öll stig íslenzku- og sögunáms. Oskaði rit- nefnd þar eftir efni í Mími og bjóst við háum hlöðum ritgerða og fræðigreina auk smærra efnis. Afrakstur varð hverfandi lítill. Það efni, sem nú er á þrykk út komið, hefur borizt með þeirri gamalgrónu aðferð að fara bónleið til búðar. Hugsjón ritnefndar var að breyta Mími. Á undanförnum misserum hefur blaðið verið borið uppi af B. A.-ritgerðum, en efni verið langt frá því að geta talizt fjöl- breytt. Af þessum sökum, svo og því að efnissöfnun er orðin mjög erfið og tíma- frek hafa heyrzt raddir um að leggja beri þessa útgáfu niður. Fleiri hafa þó viljað krafsa í bakkann og halda áfram. Von ritnefndar er, að þetta tölublað megi vekja fólk til ritstarfa. Aðeins með því er unnt að halda lífi í Mími gamla, og fjölbreyttara efni gerir betra og læsilegra blað. Ætlunin var, að tölublaði þessu yrði skipt jafnt á milli þeirra þriggja systra, sem sameiginlega nefnast íslenzk fræði. Þrátt fyrir amstur og eftirgangsmuni fékkst engin sagnfræðileg grein, en af þeimispkum taka málfræði og bókmenntir meira rúm en ætlað var. Þökk þeim, sem lagt hafa hönd að útfeolnuj fþttpjjásta Mímis, ekki sízt liprum starfsmönnum Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Í5LANQ3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.