Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 6

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 6
Einnig hefur það valdið mér töfum, að í bóka- skrá Landsbókasafns er sama og engar upplýs- ingar að finna um svo unga rithöfunda sem Jakobínu og verk þeirra. Tími Sagan gerist á einu dægri, eins og nafn hennar bendir til. Dægur merkir 12 klst. á nótm eða degi. Hér á það við um daginn. Sagan fjallar um dag í lífi venjulegs fólks, og venjulegt fólk hverfur á vit óminnisins á nótmnni. Höfundur fellir söguna í ramma morguns og kvölds. Endirinn verður líkur upphafinu. Byrjun 1. kafla: „Það hafa fallið skúrir meðan bærinn svaf.”1 Annar kafli fjallar um Ogga og Asu: „Drengurinn vaknar fyrst.”2 Næstsíðasti kafli fjallar einnig um Ogga og Ásu: „Oggastrákurinn hennar mömmu, hvíslar hún blítt í sofandi eyra hans.”3 I lok síðasta kafla: „Dagur er liðinn, kyrrð næmrinnar nálgast. En gatan vakir enn, þó hún dotti öðru hvoru. Það er byrjað að rigna.”4 Hvernig fer nú höfundur að því að gefa sögunni sem mest innihald innan hins tiltölulega þrönga ramma? Það gerist aðallega á þrennan hátt: Sagan fjallar um margar persónur. Þessi eini dagur er dagur í lífi margra manna. Því gerist margt á sama tíma. Hve margt gerist t. d. ekki að morgni í fjöl- mennu húsi: (Ása) „Hún teygir sig eftir hleypitjaldinu og rennir því upp.”5 (Jón) „Maðurinn hellir kaffi úr hitabrúsa í bolla og drekkur hugsandi."6 (Afi) „Loksins er hann búinn að hneppa axlaböndin, þar sem hann stendur kengboginn, skorðaður upp við gluggann."7 (Kennslukonan) „Hún gengur fram á baðið og byrjar á morgunsnyrtingunni, aðgætir efri 6 vörina og slítur burt með töng langt hár, sem virðist hafa komið í nótt."8 (Pilturinn) „Hann horfir sjónlaus út um gluggann, fölur, alvörugefinn, bitur."9 (Lína) „Hún smeygir sér í kjól, sem er orðinn fullþröngur um brjóst og mjaðmir.. ,"30 (Skötuhjúin) „Hann lyftir höfðinu lítið eitt og kyssir á augnalok hennar, læmr varirnar strjúkast við þau svo mjúklega, að þau aðeins titra við. Þá opnar hún augun, brosir og býður honum varirnar."11 Þó að þessi dagur sé að ýmsu leyti sérstakur í lífi fólksins í húsinu, þá er hann einnig á margan hátt eins og aðrir dagar. Hann er að því leyti sérstakur, að það gerast margir nýir atburðir, t. d. fæðing drengsins, dauði afa, ýmsir menn koma í heimsókn, Jón eignast nýjan bíl, pilturinn fær styrk. En margir atburðir endur- taka sig dag eftir dag. Þannig útvíkkast tíma- skyn lesandans. „Og hver dagur færir þeim ný spor og nýtt ryk, og þó svo ótrúlega líkt og í gær."12 „Þetta er leikur hvers morguns, hverjum morgni ferskur."13 „Hvað er að frétta? Húsbóndinn fleygir hita- brúsanum á borðið eins og hann er vanur, þegar hann kemur í hádegismatinn. Hann spyr ævin- lega frétta."14 „Saumakonan í kjallaranum kemur með þess- um vagni. Og hún fer ævinlega út að aftan,.. .15 Sagan gerist á einum degi, en lesandinn kynn- ist einnig atburðum liðinna daga og fœr þannig t Dægurvísa 1965, bls. 5. 2 Dægurvísa 1965, bls. 6. 3 Dægurvísa 1965, bls. 174. 4 Dægurvísa 19'65, bls. 176. 5 Dægurvísa 1965, bls. 12. 6 Dægurvísa 1965, bls. 16. 1 Dægurvísa 1965, bls. 23. 8 Dægurvísa 1965, bls. 18. 9 Dægurvísa 1965, bls. 26. to Dægurvísa 1965, bls. 31. 11 Dægurvísa 1965, bls. 33. 12 Dægurvísa 1965, bls. 6. 13 Dægurvísa 1965, bls. 33. 14 Dægurvísa 1965, bls. 56. 15 Dægurvísa 1965, bls. 112.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.