Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 7
yfirlit yfir lengri tíma. Höfundur birtir lesanda hugsanir persóna aftur í tímann. Einnig fær hann að vita, hvað þær hyggjast fyrir í framtíð- inni. Lengst aftur ná auðvitað hugsanir elztu pers- ónunnar, afa: „Já, það er blessaður gamli sóknarpresturinn hans, hann séra Björnólfur, sem lét það verða eitt af sínum fyrstu embættisverkum í sókninni að vígja þau saman, hann og hana Möngu sálugu — fyrir svona — látum okkur sjá... — Fjörutíu og fimm árum, Ingimundur minn, segir presturinn.''1 Nafn sögunnar gefur fleira til kynna en að sagan gerist á einum degi. Það segir okkur líka, að sagan gerist í nútímanum, á seinni hluta 20. aldar. Orðið Dægurvísa mætti túlka: Vísa, sem er í nútímanum, en hverfur brátt, sbr. t. d. dægurfluga. Margt gefur tíðarandann til kynna, t. d. öll lífsþægindin. — „Og ef við fáum nú bílinn fljótlega, þá verð- ur allt eitthvað öðruvísi. Og þú hefir nú þvotta- vélina, alveg fullkomnustu gerð, og svo ísskáp- inn, hrærivél og.. ,"2 — og hersetan: „Eins og Ameríkanar megi ekki vera á vell- inum fyrir þeim, hvað ætli þær varði um það?"3 En þó að sagan gerist öll í nútímanum, fær lesandinn allgóða mynd af tímanum í byrjun aldarinnar. Ein persónan, þ. e. afi, býr að mestu í eigin hugarheimi, gamla tímanum, og gerir samanburð á honum og nútímanum: „Það var ekki síminn að hlaupa í á hverjum bæ þá. Og þetta var ekki nema það, sem allir áttu við að búa."4 Arstíminn er maímánuður. „Þessi mánuður, þegar brumið springur og unga fólkið fer í vorfötin og fuglarnir para sig og maður veit þetta allt saman einn."5 Einmitt árstíminn leikur stórt hlutverk í sjálfum meginboðskap bókarinnar. Þegar rætt er um tímann, en tímaskyn okk- ar markast af rás atburðanna, er alls ekki úr vegi að athuga, hvernig höfundur skapar spennu í atburðarásina. Hin takmarkaða tímarás þess- arar sögu er mjög vel til þess fallin að lýsa persónum, enda formið að líkindum valið í þeim tilgangi. Sú spenna, sem fram kemur í sögunni, er því tengd persónunum. Hún er sálræn. Lesandinn kynnist vandamáli einhverr- ar persónu og langar til að vita, hvernig úr því greiðist. Ymsar spurningar leita á: Fær pilturinn styrkinn? Fær afi pláss á elliheimilinu? Tekst Ásu að finna gott sveitaheimili? Hvernig fer ævintýri Svövu og Hidda? Lesandann langar til að kynnast þessum persónum betur. II. Sögusvið Sagan er ekki aðeins í samþjöppuðu formi hvað tímann snertir, heldur einnig sögusviðið. Sagan gerist að langmestu leyti innan fjög- urra veggja húss eins í Reykjavík. En auðvitað bregða persónurnar sér inn á fjarlægari svið á valdi hugsana sinna. Innan hússins eru mörg smærri svið, mis- munandi tengd hvert öðru. Allt eru þetta sjálf- stæð svið, þannig að hvert um sig er rammi þeirrar persónu eða persóna, sem þar búa. Þessi svið tengjast af ýmsu, sem persónurnar hafa sameiginlega, eða á þann hátt, að þær fara hver inn á svið annarrar. I húsinu eru tvær hæðir og kjallari. A efri hæð eru herbergi kennslukonu, herbergi skóla- pilts, herbergi skömhjúa. Þar er sameiginlegt eldhús og stigi. A neðri hæð má líta sem eina heild, vegna þess að þar býr ein fjölskylda. Þó er herbergi afa þar sjálfstætt, enda er afi í lausum tengslum við fjölskylduna. I kjallara eru íbúð saumakonu og herbergi Ásu. A umhverfi hússins, garðinn og götuna, má líta sem eina heild, eitt svið. Það er sameiginlegt 1 Dægurvísa 1965, bls. 69. 2 Dægurvísa 1965, bls. 14. 3 Dægurvísa 1965, bls. 32. 4 Dægurvísa 1965, bls. 23. 5 Dægurvísa 1965, bls. 17. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.