Mímir - 01.04.1973, Side 10

Mímir - 01.04.1973, Side 10
maður var nú vanur að vakna í björm í fjórðu viku sumars — og sofa í björtu."1 „Það ætti að litka núna."2 „Sleit það og tætti með ofsanum og hrygg- velti á hörzlinu annarri eins vaskleikakempu og Fomsm — Botnu."3 Oggi talar barnamál: „Oggi góur við voff — voff. Oggi líka góur við góa manninn og kis — kis og didd- una."4 Lína notar nokkrum sinnum orð, sem eiga að tíðkast frekar meðal unglinga en annarra: „Löggan nennir ekkert að pata í því."5 „En Ameríkanar em samt smartari en Is- lendingar, hvað sem hún segir."6 „Og hún svo mikið kjút, þó hún sé ólétt, segir Lína."7 Svava notar mikið áherzluorð eins og „aga- lega", „ægilega", „almátmgur minn". IV. Um persónur Eitt af höfuðeinkennum þessarar sögu er, að í henni er engin ein aðalpersóna. Hún fjallar um marga einstaklinga innan ákveðinnar heild- ar. Nokkmm persónum er gert hærra undir höfði en öðram, en þar er þó engin ein per- sóna, sem skarar áberandi fram úr. Það, sem mér virðist einkum greina aðal- persónur frá aukapersónum, er, að höfundur hugsar út frá sjónarhorni aðalpersóna, en ekki aukapersóna. Samkvæmt þessu eru aðalpersón- ur: Svava, Jón, afi, Asa, kennslukonan, sköm- hjúin, skólapilmrinn, saumakonan, Lína. Aukapersónur má greina í tvo flokka: Þær, sem koma við sögu í eigin persónu, og hinar, sem lesandinn kynnist aðeins gegnum hugsanir aðalpersóna. Helzm aukapersónur, sem koma beint við söguna, era: Hiddi, Ingi, Lóló, Oggi, gesmrinn, sr. Björnólfur, sveitamaður að austan, viðhald saumakonunnar, móðir Svövu, móðir unga, ást- fangna mannsins. Helzm hugsaðar aukapersónur era: Manga sáluga, faðir Ogga, Kalli, frændi kennslukon- unnar, Dúddý, móðir Hidda, bróðir Jóns og kona hans, stúlkan skólapiltsins. Þó að höfundur sé svo nákominn persónum sínum, að hann sjái jafnt inn í hugskot þeirra sem út úr því afmr, leggur hann þó sjaldan eigin dóm á þær. Hann lýsir aðeins hugsunum þeirra og því, sem fyrir augu og eyru ber. Þó bregður þessu fyrir: „Stelpan í kjallaranum stendur úti við stein- vegginn og masar við aðra stelpu, hefir í svip- inn gleymt Ijótleik andlits og nafns og er miklu fallegri en hana grunar."8 Hins vegar er algengt, að ein persóna leggi dóm sinn á aðra: „Mamma er svo agalega á eftir tímanum og skilur ekki neitt."9 „Og svo þessi kerling. Svona andstyggilega smeðjuleg, gjótandi upp til hans þessum hunds- legu meykerlingaraugum."10 „Hiddi er þannig, að hann getur sagt hvað, sem honum detmr í hug. Ef aðrir segðu það, yrði það bæði leiðinlegt og móðgandi, eins og til dæmis þegar hann var að segja, að maður væri smáborgaraskrípi, hann sagði það þannig, að það var oftast bara sniðugt, allt að því að maður væri upp með sér af því."11 Lýsingar á útliti persóna eru ekki takmark í sjálfu sér í sögunni, fremur en umhverfislýsing- ar. Þegar slíkar lýsingar koma fram, er það vegna þess, að það skiptir máli fyrir sálarlíf persónunnar eða gefur nánari lýsingu á því: „Hún smeygir sér í kjól, sem er orðinn full- þröngur um brjóst og mjaðmir, greiðir litlaust 1 Dægurvísa 2 Dægurvísa 3 Dægtirvísa 4 Dægurvísa 5 Dægurvísa 6 Dægurvísa 7 Dægurvísa 8 Dægurvísa 9 Dægurvísa 10 Dægurvísa 11 Dægurvísa 1965, bls. 23. 1965, bls. 23. 1965, bls. 22. 1965, bls. 11. 1965, bls. 32. 1965, bls. 32. 1965, bls. 52. 1965, bls. 51. 1965, bls. 30. 1965, bls. 27. 1965, bls. 67. 10

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.