Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 12

Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 12
Hverra kosta á kona völ í karlmannasam- félaginu? Konur þessar búa við misjafnar að- stæður. Engin þeirra er fullkomlega hamingju- söm, nema e. t. v. unga konan á loftinu. Hver þeirra velur sína leið í leitinni að hamingjunni. Svava er ung, reykvísk húsmóðir, sem aldrei hefur mætt neinu mótlæti. „Þessi ljósa, fíngerða kona, manni finnst hún svo hrein, líf hennar hefir runnið fram eins og slétt braut, breið og auðgengin."1 Aðaltakmark hennar í lífinu virðist vera meiri lífsþægindi, nýr bíll, glæsilegra hús. Hún hefur látið ást sína á Hidda og ævintýralegt líf með honum í skiptum fyrir þægilegt líf með Jóni. Álit annarra skiptir hana miklu: „Ég er viss um, að fólk tekur eftir því, að við fáum svona frægan mann í kaffi."2 „Mamma hennar sagði, að það væri engin framtíð að vera með Hidda. " Og Dúddý sagði það líka."3 Þegar hún eitt sinn gefur sér tíma til að hugsa sjálfstætt, kemst hún að raun um, að hún þekkir ekki sjálfa sig: „Hún veit vel, hvað er hún sjálf. Eða þangað til í dag hefir hún ekki verið í vafa um það."4 Þegar gesturinn kemur með friðarávarpið, kemur í Ijós, að hún getur ekki tekið sjálfstæða afstöðu gagnvart því. Hún ber fyrir sig áróður, sem ekkert á skylt við ávarpið: „Eg veit það eitt, að ég er á móti Rússum, segir konan. —"5 Eitt sinn lítur svo út sem mótlætið ætli að sækja hana heim. Hún finnur ekki drenginn sinn. Við þessar aðstæður verða hennar eigin tilfinningar yfirsterkari. Margs konar hugsanir leita á hana: „Hún finnur, að hún er vond, raunverulega vond, en hún hefir aldrei vitað það fyrr en núna. — — Hvaða máli skipta tvær stofur núna? og hún veit þó, að gamla manninum er óbærileg tilhugsun að fara á elliheimili."6 En það verður ekkert úr þessu mótlæti, og hún gleymir strax hugsunum sínum: „— Já, það er hræðilegt að hugsa um þessi slys, en maður má bara ekki láta það ganga of nærri sér, þegar það kemur manni ekki við, það eyðileggur taugarnar, segir hún sefandi við stúlkuna."7 Með Svövu dregur höfundur upp Ijósa mynd af þeirri mjög svo algengu gerð kvenna, sem allt frá barnsaldri láta aðra sjá fyrir sér, jafnvel hugsa fyrir sig, og þurfa aldrei að takast á við erfiðleika. Höfundur dæmir ekki þessa konu. Hvernig á þetta að vera í samfélagi, þar sem það er ríkj- andi skoðun, að konur eigi að vera svona? Asa er andstæða Svövu. Hún lætur fremur stjórnast af eigin tilfinningum og skynsemi en áliti annarra. Hún er einstæð móðir, sem verður sjálf að berjast áfram. Hún hefur átt kost á að giftast til þæginda, en afneitað því í heiðarleika sínum. Við friðarávarpinu bregzt hún á sjálfstæðan hátt: „—■ Ert þú kommúnisti, Asa? —■ — Eg veit það ekki, svarar stúlkan. — Eg er bara með öllum, sem vilja frið."8 Hún hefur ríka samkennd með öðrum: „Mér finnst eins og allar manneskjur komi mér við, þegar ég veit þær verða fyrir einhverju, sem er svona sárt og óbærilegt."9 Ása er manneskja, sem hefur þroskazt við að takast á við lífið. Hún er að átta sig á rétti sínum og afstöðu til þjóðfélagsins: „Hvers vegna ætti maður að skammast sín fyrir hendur, sem aldrei hafa unnið öðrum til miska? Hvers vegna að líta hornaugum til þeirra, sem hafa nægan tíma til að hreinsa undan nöglunum? Því ekki að horfa heldur beint framan í þá?"10 1 Dægurvísa 1965, bls. 42. 2 Dægurvísa 1965, bls. 59. 3 Dægurvísa 1965, bls,- 101. 4 Dægurvísa 1965, bls. 142. 5 Dægurvísa 1965, bls. 131. 6 Dægurvísa 1965, bls. 107. 7 Dægurvísa 1965, bls. 131. 8 Dægurvísa 1965, bls. 132. 9 Dægurvísa 1965, bls. 130. io Dægurvísa 1965, bls. 169. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.