Mímir - 01.04.1973, Page 13

Mímir - 01.04.1973, Page 13
Hún er sú persóna, sem virðist hafa mesta samúð höfundar. I næstsíðasta kafla bókarinnar veltir hún fyrir sér óréttlætinu, sem svo víða blasir við í þjóðfélaginu. Svo sem því, að sumir menn græða á stríði, að karlmenn skuli fá að stjórna öllu í heiminum, að sumir feður sleppi við ábyrgð á uppeldi barna sinna. Kennslukonan er hamingjusnauðasta persóna sögunnar. Næst afa finnst mér lýsing hennar bezt upp byggð. Hún er af þeirri tegund kvenna, sem ekki hafa þorað að njóta lífsins af ótta við að missa eitthvað. Enn sem fyrr kemur fram ádeila á umhverfi og uppeldi: „Ekki ól hún sig upp sjálf. Var henni ekki innrætt frá barndómi sú siðfræði, sem gerði líf hennar ófrjótt og einskis nýtt? Er það henni að kenna, að konur eins og hún verða að af- neita eðli sínu á blómaskeiði lífsins, af ótta við að troðast niður í svaðið? Ekki hefir hún byggt upp mannfélagið."1 Um seinan sér hún, að hún hefur breytt rangt og þjáist nú af ástarþrá og því, að hún á ekkert til að lifa fyrir: „Ef hún ætti son. — Þó hann væri aumingi. Kross, sem hún gæti enga stund skilið við sig."2 Hún þjáist líka vegna þess, sem hún veit, að aðrir hugsa um hana. Eina huggun hennar er virðing, sem þó er henni einskis nýt. Þegar gesturinn ber að dyrum hjá henni, vísar hún friðarávarpinu á bug eins og flestir aðrir. Hún, sem þó á að heita menntuð, er orðin svo samdauna þeim áróðri, sem dynur á þjóðinni, að hún gemr ekki tekið jákvæða af- stöðu með friði. Saumakonan er fátæk ekkja, sem hefur fyrir dótmr að sjá. Hverra kosta á ómenntuð kona völ, ef hún missir fyrirvinnuna? Hún getur þrælað sér út við vinnu, sem er lítils metin. „Það er satt, að hún hefir borið lítið úr být- um fyrir allt sitt strit. — — Ef hún hefði réttindi til einhvers, til dæmis að setja upp saumastofu. En hún hefir aldrei lært neitt, sem veiti henni réttindi til neins-----"3 Hún er ósjálfstæð, og ósjálfstæði hennar má rekja til þess uppeldis, sem jafnan hefur þótt sjálfsagt að veita stúlkum: „Að hann skyldi þurfa að deyja og láta hana eina um að ráða fram úr öllu, hana, sem aldrei hafði þurft að ráða fram úr neinu, áður en hann dó. Fyrst foreldrar hennar, sem réðu hana í vist hér og vist þar, og húsmæður, sem sögðu henni, hvað hún ætti að gera og hvernig hún ætti að gera það, síðan hann, sem vissi allt um alla skapaða hluti."4 Draumur hennar er, að dóttirin komist í menntaskóla. Hún vill leggja allt í sölurnar fyrir hana, jafnvel giftast manni, sem hún fyrir- lítur. Þegar gesturinn kemur með ávarpið, get- ur hún ekki tekið sjálfstæða afstöðu: „Nei, ég þori ekkert að skipta mér af þessu, — ekki ennþá."5 Lína, dóttir saumakonunnar, er unglingur á gagnfræðaskólaaldri. Hún á við ýmis aldurs- bundin vandamál að stríða, svo sem útlit sitt og aðlögunarvandamál. Hana dreymir dag- drauma um frægð, fegurð og vinsældir. I lýsingu Línu koma fram ýmis atriði, sem sýna gildismat og vandamál margra nútíma- unglinga. Lína er dugleg í skólanum, en það er henni einskis virði. Það, sem gildir í dag, er að vera „---------falleg og rík og skemmti- leg,---------"5 Hún vill hafa veruleikann eins og hann gerist í amerískum kvikmyndum. Ameríkudýrk- un Línu er takmarkalaus: „Mamma hefði átt að ná í Amríkana, eftir að pabbi dó. Hún man ekkert eftir honum, þó að hún þekki hann vel, því það er stækkuð mynd af honum í herberginu þeirra. Auðvitað var hann bæði góður og fallegur, svo mömmu er kannski vorkunn. En Amríkanar eru samt smart- ari en Islendingar, hvað sem hún segir."7 1 Dægurvísa 1965, bls. 86. 2 Dægurvísa 1965, bls. 154. 3 Dægurvísa 1965, bls. 115. 4 Dægurvísa 1965, bls. 157—158. 5 Dægurvísa 1965, bls. 134. 6 Dægurvísa 1965, bls. 114. t Dægurvísa 1965, bls. 32. 13

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.