Mímir - 01.04.1973, Side 14
Hún fyrirlítur móður sína fyrir fátækt henn-
ar og heiðarleika.
Skötuhjúin á loftinu eru hamingjusömustu
persónur sögunnar. Þessa hamingju öðlast þau
með því að einangra sig frá umheiminum og
lifa í lokuðum heimi ástarinnar.
Hið eina, sem þau óttast, er að þurfa ein-
hvern tíma að sjá hvort af öðru.
„Það er óttinn, sem hefir blekkt hann, óttinn,
sem situr um hann, læðist að honum í svefni,
hvenær sem hann er einn. Ekkert er hræðilegra
en að vera einn."1
Hér kemur fram boðskapurinn um manninn
sem félagsveru. Náið samband tveggja mannvera
felur í sér hina dýpstu hamingju, en einmana-
leikinn hina mestu óhamingju.
Þessi skötuhjú eru eins konar rómantískar
táknmyndir í sögunni, tákn þeirrar hamingju,
sem mannskepnan gæti öðlazt, ef hún væri ekki
alltaf að brugga launráð með heilanum:
„Við hugsum ekki, leiðréttir hún. — Við
lifum."2
En enginn getur flúið umheiminn til lengd-
ar, og þau tvö munu verða að kynnast ýmsum
erfiðleikum, þegar þeim fæðist barn. Og enginn
kemst heldur undan „kaldabrasi veraldarherr-
anna".
„Þegar hann festir aftur augun á andlitum
þeirra, finnst honum þau vera tvö saklaus börn,
sem hafa fundið stundarafdrep á óverðskuld-
uðum flótta. Og hann veit, að þetta litla, elsku-
lega var mun jafnað við jörðu, troðið niður
af miskunnarlausum fótum."3
Ungi maðurinn á loftinu er metnaðargjarn
og stórhuga. Hann ætlar að verða ríkur. „Fá-
tækt er bölvun þeim, sem ekki sætta sig við
hana."4
Hann svífst einskis til að komast áfram. Ur
því ekki er hægt að komast áfram með heiðar-
legum aðferðum, þá verður að nota óheiðar-
legar.
Prófin hafa lítið að segja.
— Nú? Hvað er það þá?
— Að kunna lagið á að koma sér áfram."5
Það, sem gildir í lífsbaráttunni, er að vera á
„réttri línu".
Það hefur ekki verið sársaukalaust fyrir unga
piltinn að öðlast þessa reynslu. Hann hefur
orðið að þola auðmýkingu.
„En hann skal sýna þeim öllum, að hann
lætur ekki nota sig. Að hann er enginn heimsk-
ingi, enginn sveitapiltur með jómfrúlegt dyggða-
komplex. Það skal verða hann, sem fær nokk-
uð fyrir snúð sinn. Hann skal hefna sín á öll-
um, sem hafa auðmýkt hann."6
En hann finnur, að ekki er allt eins og það
á að vera, þegar honum hefur tekizt að komast
yfir styrkinn.
„Hvers vegna þetta tóm? Nú, þegar lífið er
loksins farið að brosa við honum."7
Við ávarpinu bregzt hann á þann hátt að af-
neita þeim hugsjónum, sem hann í hjarta sínu
aðhyllist, af ótta við að það geti skaðað hann
í framsókn hans. Hann huggar sig með því, að
allar hans fyrri gerðir og hugsanir séu æsku-
glöp:
„Nú er hann loks fulltíða maður. Auðvitað
er það æska hans, sem er glötuð honum. Æskan,
með glöp sín og óra, hugsjónir, birtu, hroka
og heimsku."8
Jón er maður, sem tekizt hefur að vinna sig
upp úr basli sveitarinnar og eignast allt, sem
þarf til þess að teljast velstæður maður, og auk
þess fallega konu og hraust börn.
Hann er þakklátur fyrir þessi gæði, en þó
læðast að honum skrítnar hugsanir:
„Þar var maður svo frjáls, — þó þetta væri
bölvað basl. Hvað er eiginlega að koma að
honum?"9
Hann er einn af þessum góðu mönnum, sem
1 Dægurvísa 1965, bls. 46.
2 Dægurvísa 1965, bls. 127.
3 Dægurvísa 1965, bls. 129—130.
4 Dægurvísa 1965, bls. 27.
5 Dægurvísa 1965, bls. 54.
6 Dægurvísa 1965, bls. 136.
7 Dægurvísa 1965, bls. 135.
8 Dægurvísa 1965, bls. 137.
9 Dægurvísa 1965, bls. 16.
14