Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 15
eiga erfitt með að láta tilfinningar sínar í ljós, og sem hætt er við, að láti aðra nota sig. „Allir, sem þekkja hann, segja, að hann sé fyrirtaks náungi."1 En ekki er allt fengið með peningum, með þeim er t. d. ekki hægt að kaupa sér ást. Hiddi er andstæða Jóns. Hann leggur annað mat á verðmæti. Hann kýs frelsi og tilfinningar fremur en peninga. Hann fyrirlítur smáborgara- skap: — „Fullur. Alltaf haldið þið, þessir smá- borgarahérar, að hver maður sé fullur, sem þorir að tala. Þið þurfið að verða full, ekki ég. Þið ættuð að vera full alla daga, þá skriði kannski maður út úr bölvaðri smáborgarapúp- unni að lokum."2 Mér virðist lýsing Hidda hafa tekizt miður en aðrar mannlýsingar sögunnar. T. d. virðist hann annað veifið vera tillitssamur, sbr. sam- skipti hans við gömlu mennina, en tillitslaus við bæði Ásu og Jón og börnin. Aðrar persónur skipta aðeins máli í sambandi við eða til samanburðar við aðalpersónurnar. Þær helztu eru: Manga gamla, kvenmynd gamla tímans til samanburðar við nútímakonuna. Börnin Ingi og Lóló eru hamingjusöm börn, því þau eiga sér gott heimili og foreldra. Oggi er óhamingjusamur föðurleysingi, sem þrífst ekki í borginni. Sveitamaður að austan er tákn bóndans, sem ekki getur hugsað sér að hætta. Hann er eins og Jón hefði orðið, ef hann hefði ekki farið suður. Gesturinn er ungur maður, sem heldur fast við sína hugsjón, og því andstæða piltsins á loftinu. Faðir Ogga er tákn hins veikgeðja og ábyrgð- arlausa manns. I aumingjaskap sínum kastar hann allri byrgðinni á konuna og vill ekki kannast við sitt eigið barn. Sr. Bjömólfur er gamall sveitaprestur, tákn hinnar æðstu virðingar í augum afa, en einskis metinn af nútímanum fremur en gamalt rusl. Ráðherrann, frændi kennslukonunnar, er tákn hins valdagráðuga, yfirborðslega manns, sem hefur komizt áfram á óheiðarlegan hátt og misnotar völd sín. E. t. v. framtíðarmynd unga piltsins. Dúddý er fyrirmynd Svövu í lífsþæginda- kapphlaupinu. V. Um gerð sögunnar og innihald Dægurvísa er af þeirri gerð skáldsagna, sem nefnast félagsskáldsögur (kollektivroman). Höfuðeinkenni slíkra sagna er, að þær fjalla um ákveðinn hóp manna innan ákveðins ramma. Innan hópsins er fjallað tiltölulega jafnt um marga einstaklinga. Fyrir kemur, að persónurnar bregði sér út fyrir rammann, en þær leita oftast inn í hann aftur. I Dægurvísu er ramminn íbúðarhús. Stundum eru slíkar sögur notaðar til að sýna spegilmynd af þjóðfélaginu. Dægurvísa virðist uppbyggð með það fyrir augum, að hver formshluti hennar sé heild í sjálfu sér, en þó aðeins lítill hlekkur í stærri heild. Þessi eini dagur, sem sagan gerist á, er í sjálfu sér heild, en þó aðeins hlekkur í tímanna rás. Húsið er heild í sjálfu sér og öðruvísi en öll önnur hús, en þó aðeins hluti af alheim- inum. En svo lítill hluti sem þetta hús er af ver- öldinni, þá skiptist það þó í enn smærri hluta. Húsið á sér íbúa, sem hver um sig er hluti af heildinni og öðruvísi en allir aðrir einstak- lingar. Sagan er því uppbyggð með sjálft sköp- unarverkið að fyrirmynd. Að lokum er ekki úr vegi að spyrja sjálfan sig, hver sé sá boðskapur, sem höfundur vill flytja lesendum með sögu sinni og hvernig honum hefur tekizt að leysa viðfangsefni sitt. Höfundur hefur með sögu sinni brugðið upp mynd af lífi fólks í húsi einu í Reykjavík. 1 Dægurvísa 1965, bls. 65. 2 Dægurvísa 1965, bls. 85. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.