Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 20

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 20
Þ.E. Vh C-.22V : lx/,^tvCv<NX5öðd V: C h V I----1___i___j___ ■ » ■ 0 20 40 60 hs Mynd 5: Dvöl sneiða í tvíkvæðum orðtun hjá þrem málhöfum. hljóðanna (7,4 hs) er 50% af dvöl langra sér- hljóða (14,6 hs), sem svipar til 53% í einkvæðu orðunum. Dvöl aðblásturs er 1,3 hs styttri í tví- kvæðum orðum (4,8 hs) en einkvæðum (6,1 hs). Þessi munur, ásamt lengdarmun sérhljóða, sýnir sama hlutfall milli stutts sérhljóðs og aðblásturs annars vegar og langs sérhljóðs hins vegar og það hlutfall, sem fram kom í einkvæðu orðun- um, eða 84%. (Sjá mynd 5.) Athyglisverðust er t. t. v. lengd samhljóðanna: Meðaldvöl sam- hljóðanna er 10,7 hs, en meðaldvöl stuttu sam- hljóðanna er 10,4 hs. (Rétt er að taka fram, að dvalarmunur tveggja hljóða þarf að vera a. m. k. 1,0 hs svo hann sé greinilegur mann- legu eyra.) Dvöl blásturs er einnig svipuð: Að- blástur 4,8 hs og fráblástur 4,5 hs. Meðalheildar- dvöl orða af gerðinni CV:ChV er 5,8 hs lengri en orða af gerðinni CVhC:V, eða 43,9 hs á móti 38,1 hs. Dvalarmunur þessara tveggja hljóðsam- banda felst fyrst og fremst í lengri dvöl langa sérhljóðsins. Sneiðarnar I tvíkvæðu orðunum benda til kerfisbundinnar styttingar miðað við samsvarandi sneiðar einkvæðu orðanna. III. Alyktanir Hljóðfræðilegar staðreyndir benda til, að það sé lengd sérhljóða, en ekki samhljóða, er ráði úr- slitum um lengdargreiningu í íslenzku. Niður- stöðurnar styðja því framsetningu Sveins Berg- sveinssonar (1941:83—84), er taldi hinn að- greinandi þátt vera lengd sérhljóða. Benda ofan- greindar niðurstöður þannig til þess, m. a., að tákna beri í hljóðritun ofanskráð tvíkvæð orð á eftirfarandi hátt: [CVhCV] og [CV:ChV], þ. e. aðeins lengd sérhljóðs er merkt. Þar eð dvöl aðblásinna samhljóða er jöfn dvöl fráblás- inna samhljóða, virðist engin ástæða til að tákna lengd þeirra í hljóðritun. Niðurstöðurnar styðja einnig kenningu Lehiste (1970b) og þá staðhæfingu hennar, að um sé að ræða tímanlega skipan (organization) máls- ins á sviðum ofar sviði sneiðarinnar. Niðurstöð- urnar sýna, að á sviði orðsins (the word level) helzt afstaðan milli sneiða á kerfisbundinn hátt í ólíkum hljóðsamböndum. Því má draga þá ályktun af þessu, að sjálft orðið marki tíma- skipan einstakra sneiða. Verður það því, á til- teknu sviði, forskriftareining. Ohio State University Columbus, Ohio. Sara Games. TILVÍSANIR: HREINN BENEDIKTSSON. 1963 ”The Non-uniqueness of Phonemic Solutions: Quantity and Stress in Icelandic”, Phonetica 10:133—■ 153. SVEINN BERGSVEINSSON. 1941 Gmndfragen der isldndischen Satzphonetik (Copenhagen, Munksgaard). STEFÁN EINARSSON. 1927 Beitrdge zur Phonetik der isldndischen Sprache (Oslo, Brpgger). LEHISTE, I. 1970a Suprasegmentals (Cambridge, Mass., The M. I. T. Press). 1970b Temporal Organization of Spoken Language. Working Papers in Linguistics IV, p. 96—-114 (Columbus, Ohio; Ohio State University, Department of Linguistics). Þýð.: Jörgen Pind og Eyvindur Eiríksson. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.