Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 24
sem eru umleiknir anda júlíbyltingarinnar og áhrifum rómantísku stefnunnar, hlaut að verða hugsað heim til Islands, þar sem allt var drepið í dróma. Og þeir gerðu sér ljóst, að fyrst og fremst þurfti að vekja þjóðina til vitundar um sjálfa sig. Því er það, að Jónas, Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmunds- son ákveða að stofna tímarit það, er fékk heitið Fjölnir. Þetta er engin tilviljun, því að einmitt á þessum tíma er blaðaútgáfa að verða mikil- vægt afl í öllu stjórnmálalífi Evrópu. „Tíma- ritin eru henmgri enn flestar bækur aðrar, til að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að ebla frelsi þeirra, heíll og menmn.... Þau eru orðin so ómissandi siðuðum þjóðum, að, til dæmis að taka, þegar Karl lOdi Frakka- konúngur tók upp á því að banna nokkrum þessháttar tímaritum, er honum þótm sér mót- dræg, að birtast í Parísarborg, liðu ekki þrír dagar áður öll stræti borgarinnar voru þakin dauðra manna búkum, og konúngur með allri sinni ætt keírður úr völdum, og varð að fara útlægur.''13 segir í fyrsm grein Fjölnis eftir Tómas Sæmundsson. Tarna hefur íslenzkum lesendum líklega þótt skrítnar fréttir! Fyrsta og stærsta krafa hinna ungu og hugsjónaríku útgefenda verður því óhjákvæmilega krafan um endurreisn alþingis. — Fjölnir kemur út á árun- um 1835 — 1847, og segir Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur um viðtökur þessa rits, sem átti að lyfta þjóðinni úr fávizku sinni, deyfð og drunga:" ... samtíð sinni var hann hneykslunar- hella og ekki þokkasæll af alþýðu".14 En það ar einmitt í 1. tbl. 1. árgangs Fjölnis, sem Jónas kveður sér nú hljóðs að nýju, og þá svo um munar með kvæðinu Island (Rit, bls. 40—42), sem ég tel hiklaust fyrsta markvissa pólitíska baráttuljóðið í íslenzkum skáldskap. Hugmyndin, sem bryddi á í ljóðinu Nótt og morgunn, er nú fullsköpuð. — I anda róman- tísku stefnunnar sér skáldið fornöldina í dýrðar- ljóma, „landið var fagurt og frítt" og „þá riðu hetjur um hjeröð", en hetjur Jónasar eru ekki bardagahetjur Islendingasagnanna, heldur þeir, sem: Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti;... og hin „skrautbúnu skip" þeirra: ... flutu með fríðasta lið færandi varninginn heim. Þessar hetjur eru fyrirhyggjusamir bændur, sem hugsa fyrir því að hafa nóg að bíta og brenna. Þatta er sú efnahagslega hugsjón, sem Jónas boðar löndum sínum. Og nú spyr skáldið: Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Hann svarar með samanburði við nútíðina. Áður: Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Oxará rennur ofan í Almannagjá, alþingi feðranna stóð. Landið er að vísu enn þá „fagurt og frítt": En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Oxará rennur ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut. Alþingi er horfið, helgasti staður þjóðarinnar, Þingvellir, er í niðurníðslu. Þetta er sú mynd, sem blasir við. Hinu sögulega uppgjöri, sem hófst í 1. er. á spurningunni: ... hvar er þín fornaldar?frægð, frelsið og manndáðin bezt? lýkur með þessari sárbeittu listrænu ögrun: O, þér unglinga fjöld og Islands fullorðnu synir! Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá! Kvæðið er áskorun, hvatning til íslendinga um að vakna af 600 ára svefni ófrelsis og dáð- leysis. Jónas er nú orðið pólitískt hugsjónaskáld 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.