Mímir - 01.04.1973, Page 27

Mímir - 01.04.1973, Page 27
gruna, að hinar glæstu vonir, sem hann bar í brjósti, þegar hann kvað Alþing hið nýja muni ekki rætast, og það gætir mikillar beizkju í kvæðinu: ... sýndu þeim sandgröf sögunnar góðu; sýndu þeim ið snauða sópaða brjóst,... í hans augum er það, að endurreisa ekki alþing á Þingvöllum: ... landtjón, lýðtjón, lokinn sóma, þegnskyldu rof og þaðan af verra. í Hulduljóðum (Rit, bls. 82—88) bryddir stundum á þjóðfélagslegri ádeilu. Skáldið simr að næturlagi og ræðir við Huldu, listagyðjuna ástvinu Eggerts Olafssonar, um hann og landið: Hvers er að dyljast? Harma sinna þungu; hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót. ... segir skáldið og er þungt niðri fyrir. Og hann harmar þá heimsku Islendinga, að hirða ekki um fræði sinna beztu manna: Að fræða! hver mun hirða hér um fræði? Heimskinginn gerir sig að vanaþræl. Gleymd em lýðnum landsins fornu kvæði;... og í stað þeirra eru rímurnar þuldar, sem skáld- ið kallar „leirburðar-stagl og holtaþoku-væl". Því gætir nokkurrar mótsagnar þegar Eggert Olafsson, risinn úr sæ, horfir yfir bú frænda síns, en: Þar hefir gerzt að fullum áhríns-orðum allt, sem hinn vitri bóndavinur kvað um dalalíf í Búnaðarbálki forðum, •—- um bóndalíf, sem fegurst verður það. ... Sumir hafa a. m. k. tekið fræðslu Eggerts! — Hið þjóðfélagslega óréttlæti kemur bezt í ljós, er Eggert svipast um og horfir yfir sofandi landið: ... svæft hefir móðir börnin stór og smá, — fífil í haga, hrafn á kletta-bandi, hraust á dúni, veikan fjölum á. ... Hinir hraustu liggja á dúni, en hinir veiku og fátæku verða að láta sér nægja fjalir. A þessum árum yrkir Jónas mörg eftirmæli, sem snúast gjarnan upp í ættjarðar- og baráttu- ljóð. Fyrsti vísirinn að þessari þróun kemur þegar fram í Saknaðarljóðum (Rit, bls. 45—48), líklega ort 1836. Þar harmar hann þá vini sína, er hann hefur mátt sjá á bak, en ekki sín vegna eingöngu, þótt söknuður hans sé sár, heldur vegna þess gagns, sem þeir hefðu getað unnið landinu, ef þeir hefðu fengið að lifa. Síðari hluti kvæðisins er um Skafta Tímóteus Stefáns- son, frænda Jónasar, en hann drukknaði 1836. Um hann segir Jónas: Brann þér í brjósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. í eftirmælum sínum eftir Magnús Stephensen, Magnúsar-kviðu (Rit, bls. 74—79), ormm 1842, brýnir hann hart: ... Lýðux landráður! léttu nú svefnhettu, enn er nóg að vinna, einum er starf meinað. Og þegar hann harmar Tómas Sæmundsson, spyr hann í örvæntingu: ... Hví vill drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað? En huggun hans er, að: ... Hver, sem vinnur land og lýð, treysta skal, að öli hans iðja allt hið góða nái styðja þess fyrir hönd, er hóf hann stríð. (Eftir Tómas Sæmundsson, bls. 89—91). 27

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.