Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 35
næðinu gera það enn brýnna, að reynt verði
að nýta þá kosti, sem húsnæðið hefur þó upp á
að bjóða, m. a. þann, að unnt væri að koma
hér á fót stofnanabókasöfnum, þar sem sæmileg
vinnuaðstaða gæti skapazt.
Þetta er tvímælalaust brýnasta verkefnið, sem
framundan er. Það er engu líkara en að mun
erfiðara sé að fá bækur hingað í Arnagarð en
á aðra staði, t. d. Tjarnargötu, þar sem þó er
enginn formlegur rammi utan um bókasafn. Og
ég hygg, að ég sé ekki einn um þá skoðun, að
sú „lausn", sem við höfum búið hér við, sé
næstum verri en engin. Lausn verður að fást
á þessu máli og það sem fyrst. Bókasafnið er
kjarninn í vinnuaðstöðu kennara og nemenda
og án hans getur stofnanahugmyndin ekki rætzt.
Hvað viltu svo segja að lokum?
Um það, sem þegar hefur gerzt, vil ég bæta því
við, að með útgáfu ritaflokks stofnunarinnar
hefst að nýju forlagsstarfsemi háskólans á sviði
vísindaútgáfu, sem hann stendur einn undir að
öllu leyti, bæði fjárhagslega og á annan hátt,
en legið hefur niðri á annan áratug. Hefur þessi
byrjun engan veginn gengið átakalaust. En stofn-
unin hefur notið margs háttar ómetanlegs stuðn-
ings við að hrinda þessari útgáfu af stað. Eink-
um hefur menntamálaráðherra, Magnús Torfi
Olafsson, stutt þetta mál með ráðum og dáð.
An hans atbeina hefði þessi útgáfa ekki komizt
á laggirnar með þeim hætti, sem nú er orðið.
J. P./E. E.
RÁÐSTEFNA I. A. S. S. HÉRLENDIS
KANNSÓKNASTOFNUN
I BÖKMENNTAFRÆÐI
Forstöðumaður:
Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor.
Formaður stjórnar:
Oskar Halldórsson, prófessor.
Ritari stjórnar:
Fríða A. Sigurðardóttir, fulltrúi stúdenta.
Viðtal við Svein Skorra Höskuldsson.
Hvert er starfssvið bókmenntastofmmar í
dag og hverjir eru starfsmenn hennar?
Segja má, að eins og er sé aðalverk stofnunar-
innar sú bókmenntakennsla, sem fram fer í
Heimspekideild. Starfslið stofnunarinnar eru
kennarar í íslenzkum og almennum bókmennt-
um og bókmenntafræði, og þeir annast þessa
kennslu.
Hvert er þá vald stofnunarinnar?
Getur hún sjálf ákveðið kennsluhætti
og ráðið kennara, eða þarf hún að leggja
þessi mál undir deild?
Já, þess þarf hún. Stofnunin hefur í sjálfu sér
tillögurétt um þetta. Segja má, að réttur stofn-
unarinnar sé sami réttur, og sérhver háskóla-
kennari hefur til tillögugerðar. Að því er kennsl-
una varðar, höfum við haldið kennarafundi og
rætt þau mál, en síðasta ákvörðun í þeim efn-
um liggur hjá deildinni. Hins vegar er það hefð,
að farið sé eftir tillögum kennara í viðkomandi
grein.
Er unnið að rannsóknum og útgáfu
á vegum stofnunarinnar?
Já. I einni grein reglugerðarinnar segir, að stofn-
unin skuli annast útgáfu bókmenntatexta og
fræðirita um íslenzkar og almennar bókmenntir.
Auk kennslunnar hefur þetta verið nærtækasta
35