Mímir - 01.04.1973, Page 36
og sjálfsagðasta verkefnið, og í dag kemur út
fyrsta ritið í ritröð, sem nefnist Frœðirit. Þessi
bók er eftir Oskar Halldórsson og nefnist Bragur
og Ijóðslíll, stílfræðilegt og bragfræðilegt rit,
nánast handbók fyrir stúdenta, en getur komið
hverjum öðrum fróðleiksfúsum manni að gagni.
Stjórn stofnunarinnar hyggst halda áfram útgáfu
þessa fræðiritaflokks, sem öðru fremur verður
miðaður við þarfir stúdenta til þess að koma
upp nauðsynlegum handbókakosti fyrir þá. Til
tals hefur komið, að næst í röðinni verði rit
um bókmenntagreiningu, þar sem fjallað verði
um greiningu skáldsagna, en of snemmt er að
skýra nánar frá því.
Eg vil geta þess hér, að við skilgreinum út-
gáfuhlutverk stofnunarinnar á þann hátt, að við
gefum ritin út, en forleggjum ekki sjálfir. Þannig
hyggjumst við gera samninga við útgáfufyrir-
tæki um að forleggja fyrir okkur, en starf stofn-
unarinnar verður fyrst og fremst að vinna að
handritum. Með þá litlu fjárveitingu, sem við
fengum í ár, kr. 170.000,00 hefði verið óhugs-
andi að gefa út bók, en með samvinnu við Hið
íslenzka bókmenntafélag, varð þetta kleift. Þetta
samstarf við útgáfufyrirtæki er hugsað sem bráða-
birgðafyrirkomulag, þangað til háskólaforlag
kemst á fót.
Næst fræðiritaflokknum gæti ég trúað, að
yrði útgáfa bókmenntatexta, allrækilegt úrval
bókmennta frá um 1300 til vorra daga, fyrst
og fremst miðað við þarfir stúdenta. Það er
ákaflega bagalegt fyrir stúdenta á B. A. stigum
og kandidatsstigi, að ekki skuli vera til hand-
hægar, traustar og fræðilegar útgáfur þeirra
bókmenntatexta, sem farið er yfir, en við höf-
um hugsað okkur þennan flokk svo víðtækan,
að hann megi nota bæði á B. A. stigum og í
framhaldsnámi. Um fræðilegan staðal útgáf-
unnar er þess að geta, að við munum ekki fara
inn á verksvið Stofnunar Arna Magnússonar.
Hér yrði um að ræða vandaðan texta fyrir
stúdenta, en ekki stafréttar útgáfur.
Þá höfum við hugsað okkur að gefa út grund-
vallarrannsóknir, doktorsritgerðir og rannsókn-
ir af viðlíka staðli, en þær hafa langan aðdrag-
36
anda, og ég get ekki nefnt neitt, sem von er á
alveg á næstunni.
Síðan er ætlunin að gefa út íslenzka bók-
menntasögu. Að vísu hefur ekki enn verið valin
útgáfustjórn, en þetta verk yrði samið af nokkr-
um höfundum. Varðandi stærðina, höfum við
hugsað okkur tveggja binda verk, u. þ. b.
1000—1500 síður, um íslenzkar bókmenntir
frá upphafi til vorra daga.
Loks höfum við mikinn áhuga á að koma út
bókmenntafræðilegu lexikoni, uppsláttarriti með
skilgreiningum hugtaka og ef til vill stuttum
æviágripum höfunda. Að þessu verki yrði að
draga langa nót, safna þeim fræðiorðum,
sem þegar hafa verið nomð og smíða ný. En
einn veikleiki greinarinnar er, hve óljós og svíf-
andi fræðiorðaforðinn er.
Hveð verður um Studia Islandica?
Studia Islandica kemur út áfram, og er þegar
búið að setja næsta hefti, sem er fyrsta bindið
á vegum stofnunarinnar. Við höfum hugsað
okkur að halda áfram því samstarfi, sem verið
hefur með Háskólanum og Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, og ritið kemur því út á vegum
Menningarsjóðs og Bókmenntastofnunar. Næsta
hefti er ritgerð Helga Skúla Kjartanssonar um
myndmálið í Passíusálmum Hallgríms Péturs-
sonar.
Er áformað að gefa út tímarit
á borð við Skírni?
Við höfum ekki í bráð hugsað okkur annað
tímarit en Studia Islandica, þar sem birtast
styttri ritgerðir, enda hefur stofnunin næg brýnni
verkefni en að fara út í samkeppni við Skírni.
Hvað er að segja um bókamál
stof nunarinnar ?
Bókamál stofnunarinnar eru í ólestri. Við höf-
um engar bækur nema örfáar, sem stofnunin
hefur fengið gefnar. Það hafa aftur og aftur
komið ítrekaðar óskir frá kennurum og stúdent-
um í Heimspekideild, um að hér í Arnagarði