Mímir - 01.04.1973, Side 38

Mímir - 01.04.1973, Side 38
Er ákveðið, hvaða málaflokkar verða teknir fyrir? Þema ráðstefnunnar er ekki endanlega ákveðið, en þetta verður hugmyndafræðileg ráðstefna um samspil hugmynda og bókmennta á 20. öld. Þetta svið verður að þrengja mjög og velja úr því ákveðinn málaflokk, til dæmis þjóðfélags- legar hugmyndir eða heimspekilegar. Hvemig er stofnuninni stjómað? Stofnuninni er stjórnað af þriggja manna stjórn, sem tekur ákvarðanir t. d. í útgáfumálum. Hvað kennslu við kemur, eru haldnir kennarafundir þegar þörf er á. Fundir stjórnar eru ekki reglulegir, heldur þegar þurfa þykir. Þannig geta þeir verið með löngu millibili eða dag eftir dag, allt eftir því hvort eitthvað brýnt ber upp á. Fundargerð er öllum opin og ekki litið á hana sem neitt leyndarplagg, og ritari stjórnar hefur hana með höndum. Hins vegar lít ég svo á, að leita þurfi heimildar stjórnar, ef birta á eitthvað úr fund- argerðum, en að mínum dómi er fundargerð stjórnarinnar viðlíka opinbert plagg og aðrar fundargerðir Háskólans. Gætu stúdentar fengið að sitja stjórnarfundi, ef þar yrðu rædd mál, sem koma þeim sérstaklega við? A þetta hefur aldrei reynt, og engin ákvæði um það í reglugerð stofnunarinnar. Þetta hefur aldrei verið rætt í stjórninni, en ef ósk um slíkt kæmi fram, er það mín skoðun, að það ætti að verða við henni. J. P./S. P. E. MARGAR PRÓFRITGERÐIR ERU ANZI MERKILEGAR KANNSÓKNASTOFNUN í SAGNFRÆÐI Forstöðumaður: Olafur Hansson, prófessor. Forstöðumaður stjórnar: Þórhallur Vilmundarson, prófessor. Ritari stjórnar: Helgi Þorláksson, fulltrúi stúdenta. Viðtal við Ólaf Hansson. Hvert er verkssvið Kannsóknastofnunar í sagnfræði? Verksviðið er mikið á pappírnum, og má lesa um það allt í reglugerðinni. Þar segir, að stofn- unin skuli annast grundvallarrannsóknir í sagn- fræði og skyldum greinum, gangast fyrir ráð- stefnum, námskeiðum, rannsóknaæfingum og fyrirlestrum, annast útgáfustarf og alla kennslu í sagnfræði við heimspekideild Háskólans. Sér stofnunin þá um ráðningu kennara? Nei, stofnunin getur ekki ráðið kennara sjálf. Allar lokaákvarðanir eru teknar á fundum heim- spekideildar. Hins vegar hefur stofnunin fullan tillögurétt í sambandi við ýmis framkvæmda- mál hennar, sem eðlilegt er, til dæmis vegna námskeiða og slíks. Akvarðanir um það, eru teknar á deildarfundum og tillögur stofnunar- innar að jafnaði samþykktar. Þegar við ræðum um kennara, langar mig til að geta þess, að okkur vantar ný kennara- embætti. Mest ríður á að fá prófessorsembætti í íslenzkri samtíðarsögu. I það starf þyrfti að fá ungan, harðan, duglegan mann, því að hér eru fjölmörg vandamál ókönnuð. Til dæmis væri æskilegt að koma á hópvinnu, þar sem tekin væru fyrir ákveðin svið í sögu 20. aldar. En 38

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.