Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 42

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 42
BRAGUR OG LJÓÐSTÍLL Hjá Rannsóknastofnun í bókmenntafræði kom nýlega út fyrsta bindi ritraðarinnar Fræðirit. Hér er um að ræða bók Oskars Halldórssonar, prófessors, Bragur og IjóSstíll. I bók sinni fjallar höfundur um Ijóðformið, og er efni hennar í meginatriðum þríþætt. I fyrsta lagi eru tekin fyrir almenn einkenni bundins máls, hrynjandi, rím og stuðlun, svo og bragarhættirnir og notkun þeirra. Næst er kafli um skáldskaparmál, þar sem fjallað er um myndir, tákn og stílbrögð í kveðskap. Síðast er svo kafli um heildargerð ljóða og notkun bundins máls í helzm greinum skáldbókmennta. I bókarlok eru fræðiorðaskrá og ritaskrá. Bragur og Ijóðstíll er handhæg og aðgengi- leg bók í vasabroti og eingöngu fáanleg í pappakilju. Þetta er handbók, sem hentar vel til kennslu og almenningsnota. Bókin er 143 blaðsíður, gefin út af Rann- sóknastofnun í bókmenntafræði í samvinnu við Hið íslenzka bókmenntafélag, sem sér um dreifingu. FRA ENDURSKOÐUN TIL VALTÝSKU Sagnfræðirannsóknir, Smdia Historica, nefnist ný ritröð, sem kemur út á vegum Rannsókna- stofnunar í sagnfræði í samvinnu við Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, sem sér um dreifingu. Fyrsta bindið í þessari ritröð er komið út, en það er ritgerð Gunnars Karlssonar, Frá endur- skoðun til valtýsku. Bókin skiptist í tíu kafla, sem eru auk inn- gangs: Endurskoðunarhreyfingin, Aðdragandi ósigursins, Atök um leiðir fyrir þing 1895, Þjóðarviljinn, Flokksstarf og fyrirliðar á þingi, Flokksleg samstaða og Skúlamál, Stefnuágrein- ingur um stjórnarskrármálið, Frá þingsálykmn til valtýsku og Hagnýt sjónarmið í stað hugsjóna. Síðan er kafli með tilvitnunum og athugasemd- um, skrá yfir þingmenn 1895 og 1897, heim- ildaskrá, samtekt (summary) og nafnaskrá. Bókin er 167 blaðsíður, vélrituð og offset- prenmð, eins og tíðkast nú mjög á Norðurlönd- um, en Prentsmiðjan Oddi prentaði. Bókin er pappakilja og hefur á sér tízkulegt útlit. THE PRONOMINAL DUAL IN ICELANDIC Annað bindi ritraðarinnar University of Ice- land Publications in Linguistics, er bók Helga Guðmundssonar, lektors, The Pronominal Dual m Icelandic. Verk þetta fjallar um tvítölu í kerfi forn- íslenzkra fornafna og þróun þá, sem leiddi til þess, að tvítölumerking glataðist, þótt form hennar lifði. Málið er skoðað á breiðum grund- velli, meðal annars með samanburði við önnur mngumál, sem hafa haft tvítölu. Meginmál bókarinnar skiptist í átta kafla, en auk þess eru í henni formáli, bókaskrá og orðaskrá. The Pronominal Dual in Icelandic er 140 blaðsíður, prentuð í Danmörku, og eins og nafnið bendir til, er hún skrifuð á ensku. Band og pappír er af sömu gerð og lýst hefur verið hér áður, þegar sagt var frá The First Gram- matical Treatise. Einn mun er þó að sjá á bók- um þessum tveimur, en það er letrið, sem elcki er hið sama á þeim báðum. Þessi bók- fræðilegi galli mun stafa af prentsmiðjuskiptum í Danmörku. ÁRNA SAGA BISKUPS Rit 2, annað bindi í ritröð frá Stofnun Árna Magnússonar, er komið út. Hér er um að ræða útgáfu Þorleifs Haukssonar, lektors, á Arna sögu biskups, sögu Árna Þorlákssonar, sem var biskup í Skálholti 1271—1298. Árna saga er CXII-þ207 blaðsíður að stærð. Fyrstu 112 síðurnar nefnast inngangur og skipt- ist hann í Handritabálk, Heimildabálk, kafla um útgáfur sögunnar, samtekt á ensku og ættar- tré handrita. Síðari hluti bókarinnar er stafréttur 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.