Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 44

Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 44
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON: KONAN, SEM DÓ Þeir, sem lært hafa þýzku í menntaskóla eða annars staðar, kannast sjálfsagt við setningar svipaðar þessari: Der Mann, dessen Frau gestern gestorben ist, hat Bier getrunken. Setningar af þessu tagi hafa nefnilega gjarna verið notaðar til að sýna íslenzkum heimaalningum, að þýzk tilvísunarfornöfn geti tekið á sig ótrúlegustu myndir. Venjulega þarf að eyða talsvert miklum tíma í þessa fallaleikfimi tilvísunarfornafnanna. Islenzk tilvísunarfornöfn (ef „fornöfn" skyldi kalla) eru eins og kunnugt er nautstirð og óbeygjanleg með öllu, og því kemur þetta marg- læti þýzkumælandi manna dálítið flatt upp á íslenzka. Islenzka verður víst ekki talin til einfaldari mála, ef miðað er við beygingakerfi. A. m. k. átm Þjóðverjar þeir, sem ég hef reynt að kenna íslenzku, gjarna til að barma sér yfir margbreyti- legum orðmyndum og breytingaflækjum okkar móðurmáls. Það var því mikil sælustund, þegar ég gat lýst því yfir í þessari kennslu, að eitt væri þó sára einfalt í íslenzku miðað við þýzku. Tilvísunarfornöfn væru nefnilega alls óbeygjan- leg, og menn gætu komizt af með að nota sem, hvort sem það nú á þýzku héti der, die, das, den, dem eða hvað. Þetta vakti jafnan mikla ánægju. Þó kom til allrar óhamingju stundum fyrir, að einhver vildi sannreyna þessa reglu mína og snara á íslenzku setningu eins og t. d. Der Mann, dessen Frau gestern gestorben ist .. = Maðurinn, sem konan dó í gær... — Nei, það gengur auðvitað ekki, var ég þá kannski búinn að svara áður en ég vissi af. — Nú, en þú sagðir, að sem mætti nota fyrir öll föll, kyn og tölur tilvísunarfornafnsins. — Ja, já, sko, en... og þar með var reglan mín um einfaldleik íslenzkra tilvísunarfornafna búin að lifa sitt fegursta. Til er grein málvísinda, sem á erlendum heimsmálum er kölluð kontrastiv-komparative eða kontrastiv-konfrontative Linguistik ellegar þá contrastive linguistics. Astundun hennar er fólgin í því að bera saman málfræðir (nú fer líklega hrollur um einhvern) mismunandi mála, athuga, hvað er sameiginlegt, en þó einkum það, sem mismunandi er. Athuganir af þessu tagi eru mjög kærkomnar þeim, sem reyna að kenna erlend mál eða skrifa kennslubækur í mngumálum. Þeir, sem reynt hafa að kenna útlendingum íslenzku eða Islendingum útlenzku, vita eflaust, að slíkar samanburðarrannsóknir á íslenzku og erlendum málum skortir að rnesm eða öllu. A hvaða ráð bregða Islendingar t. d., þegar Der Mann, dessen Frau... berst í tal? Jú, það má svo sem segja Maðurinn, hvers kona... en ekki hljómar það nú líkt venju- legu máli. Sumir segja víst líka eitthvað á þessa leið: Maðurinn, sem konan hans..., þ. á m. víst sjálfur Laxness, þegar vel liggur á honum, er mér sagt. Auðvitað væri þægileg- ast að geta bara sagt Maðurinn, sems kona..., en það hefur víst aldrei verið íslenzka. Nú ætla ég alls ekki að reyna að gera neina tæmandi úttekt á því, hvernig setja má fram hugsun, af þessari tegund á íslenzku. En ég held það hafi verið prófessor Hans Kuhn í Kiel, sem einhvern tíma nefndi það við mig, að gaman væri að athuga, hvernig Islendingar færu að því að þýða svona lagað úr þýzku. Eg tók mér því fyrir hendur, svona til gamans, að líta á nokkrar þýzkar sögur, sem þýddar hafa verið á íslenzku. Þar leitaði ég uppi dessen 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.