Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 51

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 51
sem notuð er í 1, þ. e. að hafa fyrst aðalsetn., þar sem fallvaldinum er komið fyrir, og síðan tilvísunarsetn. með öðru falli á tilvísunarfor- nafninu (hér er sem sé fremur um það að ræða, að tilvísunarsetn. „færist" en að hún falli alveg brott), sé tiltölulega algengari í slíkum tilvik- um en hér kemur fram. Dálítið svipuð aðferð er notuð í 37, þar sem líka kemur tilvísunar- setning aukalega. Enn má benda á aðferðina, sem notuð er í 4, 5 og 19, þar sem og/en kemur fyrst og síðan eignarfall (kennara sinna, þeirra, þessa gistihúss). Svipað er líka og... hennar í 33. í 29 og 30 er notað en -f- lh. þt. eða lo. (en... tekinn, en.. lausan), en önnur dæmi virðast sérstæðari. 2. Tilvístmarsetn. => þar sem...: 6, 20. Þessi lausn virðist liggja nokkuð beint við í ýmsum tilvikum (10, 18, 32), þótt henn sé ekki beitt víðar. Þessi tvö dæmi, 6 og 20, eru reyndar ekki alveg sambærileg, því að í 6 kem- ur auk þess að-setning með eignarf. pers. fn. (að.. hans). Svipað er dæmið í 18. 3. Tilvísunarsetn. => forsetningarliður. 10, 32. I þýzka textanum hefjast hér báðar tilvísunar- setn. á forsetn., sem eiga við fallvaldinn, og þeir forsetningarliðir halda sér líka í íslenzka textanum. 4. Tilvísunarsetn. => ný málsgrein: 11, 17. Hér má segja, að höggvið sé á hnútinn! 5. Tilvísunarsetn. => eignarf. þersónufom. í aðalsetn.: 38 og 39- Þetta er hvort tveggja verk sama þýðanda! 6. Tilvísunarsetn. => svigar {!}: 2. Þessa frumlegu en ekki verulega aðlaðandi lausn hefur aðeins einn þýðandinn reynt að nota — og það mjög snemma í þýðingu sinni. Líklega hefur honum ekki getizt að þessu! Til greina kæmi e. t. v. að nota kommur í stað sviganna, en ekki fer það miklu betur. 7. Tilvísunarsetn. => þar sem (— þar eð): 22. Merkingin þarf að vera nokkuð sérstök, til þess að hægt sé að nota þessa aðferð. 8. Tilvísunarsetn. => lýsingarorð: 26. Hér koma lýsingarorð í aðalsetningunni í stað tilvísunarfornafns og fallvalds þess í þýzka textanum. 9. Tilvísunarsetn. => 0, þ. e. hverfur alveg: 25. Hér er svo lauslega þýtt og auk þess svo stytt, að ekkert verður eftir af tilvísunarsetningunni. Svipað má segja um 27. Sjálfsagt má athuga þessi dæmi bemr og setja fram ákveðnar reglur um þær breytingar, sem verða í þýðingunni, þó einkum um það, hvaða skilyrði frumtextinn verði að uppfylla, til þess að tiltekinni aðferð megi beita. Til svo víðtækra ályktana þyrfti þó væntanlega meira efni. Kannski einhver vilji nú taka að sér slíkt verk- efni? Slík rannsókn gæti jafnvel leitt til þess, að menn kæmu auga á einhvers konar um- myndunarreglur (transformasjónir), sem beita mætti innan íslenzkrar setningarfræði. Það væri auðvitað ekki amalegt! Nú er rétt að geta þess, að mér datt í hug að athuga, hvort ekki mætti nú fara „hina leiðina", þ. e. athuga, hvað lægi til grund- vallar í íslenzkum texta, þegar þýzkir þýddu með dessen eða deren. I því skyni réðst ég á þýzka þýðingu smásagna eftir Halldór Laxness. En viti menn! Eg fann ekkert dæmi í þýzku þýðingunni! Ef vel ætti að vera, þyrfti auðvitað að athuga þýðingar á fleiri höfundum og fleiri 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.