Mímir - 01.04.1973, Page 51

Mímir - 01.04.1973, Page 51
sem notuð er í 1, þ. e. að hafa fyrst aðalsetn., þar sem fallvaldinum er komið fyrir, og síðan tilvísunarsetn. með öðru falli á tilvísunarfor- nafninu (hér er sem sé fremur um það að ræða, að tilvísunarsetn. „færist" en að hún falli alveg brott), sé tiltölulega algengari í slíkum tilvik- um en hér kemur fram. Dálítið svipuð aðferð er notuð í 37, þar sem líka kemur tilvísunar- setning aukalega. Enn má benda á aðferðina, sem notuð er í 4, 5 og 19, þar sem og/en kemur fyrst og síðan eignarfall (kennara sinna, þeirra, þessa gistihúss). Svipað er líka og... hennar í 33. í 29 og 30 er notað en -f- lh. þt. eða lo. (en... tekinn, en.. lausan), en önnur dæmi virðast sérstæðari. 2. Tilvístmarsetn. => þar sem...: 6, 20. Þessi lausn virðist liggja nokkuð beint við í ýmsum tilvikum (10, 18, 32), þótt henn sé ekki beitt víðar. Þessi tvö dæmi, 6 og 20, eru reyndar ekki alveg sambærileg, því að í 6 kem- ur auk þess að-setning með eignarf. pers. fn. (að.. hans). Svipað er dæmið í 18. 3. Tilvísunarsetn. => forsetningarliður. 10, 32. I þýzka textanum hefjast hér báðar tilvísunar- setn. á forsetn., sem eiga við fallvaldinn, og þeir forsetningarliðir halda sér líka í íslenzka textanum. 4. Tilvísunarsetn. => ný málsgrein: 11, 17. Hér má segja, að höggvið sé á hnútinn! 5. Tilvísunarsetn. => eignarf. þersónufom. í aðalsetn.: 38 og 39- Þetta er hvort tveggja verk sama þýðanda! 6. Tilvísunarsetn. => svigar {!}: 2. Þessa frumlegu en ekki verulega aðlaðandi lausn hefur aðeins einn þýðandinn reynt að nota — og það mjög snemma í þýðingu sinni. Líklega hefur honum ekki getizt að þessu! Til greina kæmi e. t. v. að nota kommur í stað sviganna, en ekki fer það miklu betur. 7. Tilvísunarsetn. => þar sem (— þar eð): 22. Merkingin þarf að vera nokkuð sérstök, til þess að hægt sé að nota þessa aðferð. 8. Tilvísunarsetn. => lýsingarorð: 26. Hér koma lýsingarorð í aðalsetningunni í stað tilvísunarfornafns og fallvalds þess í þýzka textanum. 9. Tilvísunarsetn. => 0, þ. e. hverfur alveg: 25. Hér er svo lauslega þýtt og auk þess svo stytt, að ekkert verður eftir af tilvísunarsetningunni. Svipað má segja um 27. Sjálfsagt má athuga þessi dæmi bemr og setja fram ákveðnar reglur um þær breytingar, sem verða í þýðingunni, þó einkum um það, hvaða skilyrði frumtextinn verði að uppfylla, til þess að tiltekinni aðferð megi beita. Til svo víðtækra ályktana þyrfti þó væntanlega meira efni. Kannski einhver vilji nú taka að sér slíkt verk- efni? Slík rannsókn gæti jafnvel leitt til þess, að menn kæmu auga á einhvers konar um- myndunarreglur (transformasjónir), sem beita mætti innan íslenzkrar setningarfræði. Það væri auðvitað ekki amalegt! Nú er rétt að geta þess, að mér datt í hug að athuga, hvort ekki mætti nú fara „hina leiðina", þ. e. athuga, hvað lægi til grund- vallar í íslenzkum texta, þegar þýzkir þýddu með dessen eða deren. I því skyni réðst ég á þýzka þýðingu smásagna eftir Halldór Laxness. En viti menn! Eg fann ekkert dæmi í þýzku þýðingunni! Ef vel ætti að vera, þyrfti auðvitað að athuga þýðingar á fleiri höfundum og fleiri 51

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.