Mímir - 01.04.1973, Side 57

Mímir - 01.04.1973, Side 57
Greinarnar eru vel skrifaðar og skýrt fram settar — mættu ýmsir orðaþyrlarar og þvæli- tynglar taka þær sér til fyrirmyndar — en einnig fullar með nýjar hugmyndir og tilgát- ur, sem verka hvetjandi á ímyndunaraflið. Afmælisrit dr. Steingríms er skemmtilegt og gagnlegt við nám í íslenzkri bókmenntasögu. Það kostar um 800 kr. í Leiftri, sem gefur það út og er ca. 250 blaðsíður. Á annan í Mímishátíð 1972. Jón Torfason. íslendingasögur og nútíminn eftir Olaf Briem Almenna bókafélagið 1972 Þessi bók kom út hjá Almenna bókafélaginu í september 1972. Hún er 170 bls. að stærð auk nafna-, heimilda- og tilvitnanaskráa, — brot er meðalstórt. Ytri frágangur er snyrtileg- ur, letur greinilegt og prentvillur fann ég ekki. En að mínu viti er gylling á kili full viðamikil fyrir ekki þykkari bók. Verkinu er skipt í 12 kafa auk inngangs. Fyrsm tveir kaflarnir fjalla um þær torfærur, sem höfundur telur hinn almenna lesanda þurfa að yfirstíga, áður hann geti tileinkað sér heim sagnanna. Þessir kaflar heita Nafnafjöldi og Bardagalýsingar, og gefa nöfnin hugmynd um, hverjar torfærurnar eru að dómi höfundar. / / I næsm 8 köflum ræðir Olafur um helzm einkenni Islendingasagna og viðfangsefni þeirra. I 6. kafla bókarinnar, sem ber nafnið Bændur flugust á, ber hann efni sagnanna saman við efnisval í hetjubókmenntum annarra þjóða; og 11. kaflinn, Utsýn til annarra landa, er um rittengsl og erlend áhrif og orsakir þess, að svo sérstæðar bókmenntir sem Islendinga- sögur urðu hér til, meðan heldur fátæklegt var um að litast á ritvelli grannþjóða vorra. Síðasti kaflinn, samnefndur bókinni, er svo niðurlags- orð og niðurstaða höfundar. Á bls. 71 segir, að markmið bókarinnar sé að skoða listsköpun sagnanna af sjónarhóli nútíma- manns. Yfirleitt virðist mér höfundur vinna krókalaust að því markmiði og skila sínu hlut- verki vel. Þó finnst mér afsökunarhreimurinn í tveimur fyrsm köflunum einum of bljúgur. Enginn, sem á annað borð vill kynna sér Is- lendingasögur, læmr ættartölur og bardagalýs- ingar tefja sig að ráði. Og afsökunarhreimur- inn skýtur dálítið skökku við, þegar litið er á þann auglýsingabrag, sem óneitanlega er á meginhluta bókarinnar. Þessi auglýsingabragur á að minni hyggju fullkominn rétt á sér. Átta vetra kynni mín af skólaæsku landsins hafa sannfært mig um, að ekki veiti af að auglýsa bókmenntaarfinn margumtalaða, eigi hin upp- vaxandi kynslóð ekki að týna honum. Þarna á ég einkum við þann hluta hópsins, sem ekki fer í framhaldsnám, heldur læmr sér nægja „bara skylduna" eða „bara gagnfræðapróf". Fáum þetta fólk til þess að þiggja sinn hluta af „arfinum", — þá fyrst er hann þjóðareign. Guðni Kolbeinsson David McNeill: The Acquisition of Lan- gicage, The Smdy of Developmental Psy- cholinguistic. New York, Evanston, and London: Harper & Row, 1970. Bók sú, sem hér verður tekin til smttlegrar umræðu, lýsir vel þeirri öru þróun, sem átt hef- ur sér stað í rannsóknum á máltöku barna síð- asta áramginn eða svo. Umfram margar aðrar bækur er fjalla um sama eða svipað efni, hefur 57

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.