Mímir - 01.04.1973, Side 61

Mímir - 01.04.1973, Side 61
STARFSANNÁLL MÍMIS 1971 - 72 Aðalfundur Mímis var haldinn föstudaginn 22. október 1971 í stofu 308 í Árnagarði. Fráfar- andi formaður, Þórður Helgason, gaf yfirlit yfir starfsemi ársins, en gjaldkeri, Sæmundur Rögn- valdsson, skýrði reikninga. Urðu allmiklar um- ræður um fjárhag félagsins og möguleika á tekjuöflun. Kosin voru í stjórn Sæmundur Rögnvaldsson, formaður, Sverrir Páll Erlends- son, Þórður Helgason, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Gunnlaugur Ingólfsson. Stjórnin skipti síðan með sér verkum og varð Sverrir gjaldkeri, Guð- rún ritari, en Þórður og Gunnlaugur sáu um að auka sölu á upplagi blaðsins Mímis. Árstillag félaga var á aðalfundi hækkað úr 200 kr. í 300 kr. Einnig urðu á fundinum umræður um fjár- hag félagsins og auglýsingastjóra. Var ákveðið að reyna framvegis að ráða auglýsingastjóra, sem fengi 10% af innkomnum auglýsingatekjum. Vetrarstarfið hófst að venju á ferðalagi 7. nóvember, og var haldið upp í Þjórsárdal með Gísla Gestsson, safnvörð, í fararbroddi. Var far- ið þar á helztu staði, og höfðu menn gaman af þrátt fyrir mjög óhagstætt veður. Þátttakend- ur voru 30, þar af 2 börn. Kynningarkvöld (nýr siður frá fyrra ári) var fyrir 1. árs fólk 12. nóv., og var það haldið í Dentalíu. Þar töluðu Fríða Á. 'Sigurðardóttir og Bjarni Olafsson um námið í deildinni. Gunn- laugur Ástgeirsson flutti kafla úr óútkominni bók sinni, en Einar Olafsson sagði frá þýðinga- baráttu sinni úr spænsku og las afrakstur þeirrar baráttu, ljóð eftir Pablo Neruda. Skemmti fólk sér við söng og dans fram á nótt, en allt tók þó enda að lokum. Síðan fór lítið fyrir starfi Mímis opinberlega, en þeim mun meira var unnið á bak við tjöld- in sem sjá mátti og heyra í Miðbæ föstudag- inn 10. des. Mímir varð nefnilega 25 ára 11. des., og var feikileg afmælishátíð haldin í því tilefni. Formaður bauð menn velkomna, en skip- aði Heimi Pálsson, cand.mag., veizlustjóra. Olaf- ur Halldórsson, handritafræðingur, flutti ræðu kvöldsins. Böðvar Guðmundsson sagði ferða- sögu og flutt voru minni bókmennta, málfræði og sagnfræði. Að lokum var fluttur hluti úr Lokasennu, en síðan stiginn dans fram á nótt og mikið sungið. Klukkan 12 á miðnætti færði formaður FSH, Anna Agnarsdóttir, Mími gjöf, forláta heftara, mun veglegri en FSH á sjálft. Þorrablót var haldið í Miðbæ 18. febrúar 1972. Björn Teitsson, heiðursgestur, hélt ræðu. Þá flutti Kristján Jónsson frumsamda stöku, og Gunnlaugur Ástgeirsson hafði klukkustundar dagskrá. Þar voru m. a. þættir af málvísindum og bókmenntum og Helgi Bernómsson flutti hluta af girðingasögu Islands. Enn var sungið og dans stiginn. Fyrsti fundur hjá Mími var í Norræna húsinu. Þar sýndi Björn Th. Björnsson myndir og tal- aði um miðaldalist á Islandi. Aðeins 9 félagar mættu, þegar flest var, og var það hin mesta synd, því að þetta var framúrskarandi erindi. Helgi Guðmundsson, lektor, kom á fund í Norræna húsinu 15. marz og ræddi um keltn- esk áhrif á Islandi. Var það allfjölmennur fund- ur, og urðu fjörugar umræður á eftir. Eins og undanfarin ár tók Mímir þátt í tveimur rannsóknaræfingum í samvinnu við Félag íslenzkra fræða. Á þeirri fyrri, 23. des., flutti Svíinn Peter Hallberg erindi um skáld- skap Thors Vilhjálmssonar, en á þá síðari, 25. marz, kom Jón Helgason, prófessor. Erindi 61

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.