Mímir - 01.06.1981, Síða 6
Magnús Ásgeirsson þýddi eitt lcvæða Audens
úr bókinni.
Eg fylgdist líka vel með skandinavískum
bókmenntum. En enska lýrikk hef ég alltaf
lesið enda óendanlega auðug. — Stórskáld
óslitið gegnum margar aldir. Lýrikkin þar hef-
ur ekki ósvipaða stöðu og tónlistin með Þjóð-
verjum. Enskan er ákaflega vel fallin til skáld-
skapar. Já, það er íslenskan líka. Mjög.
Hver var afstaða þín, þegar hér var komið
sögu, til hefðbundins kveðskapar og þeirra
skálda sem ortu upp á gamla móðinn?
Tómas er óskaplega fínt skáld og Einar
Ben met ég einna mest af öllum. Eg fann
aldrei til þess að formið kreppti að. Ríniið
var aldrei nokkurt haft. Hins vegar var ég
dálítið þreyttur á þessu tilbreytingarlausa
kling — klang. Ég fór einhvern milliveg hins
hefðbundna og þess móderna.
Steinn var indælt skáld — með þeim bestu.
Af yngri skáldum er ég hrifnastur af Þor-
steini frá Hamri. Eg held að við séum ekki
alveg óskyldir. Tungutak Þorsteins er frá-
bært. Það sást strax þegar hann kom fram
kornungur að þar var skáld á ferðinni. Það
sama á við um Hannes Pétursson. Hann var
fenomen. Hann sendi frá sér einhverja bestu
byrjandabók sem ég hef séð.
Hvert er viðhorf þitt til listarinnar i sam-
félaginu?
Hlutverk skálda er náttúrulega annað en
áður var. Áður voru þau í fylkingarbrjósti,
sérstaklega í sjálfstæðisbaráttunni, til dæmis
Steingrímur og Jónas á undan honum. Við-
horfin eru önnur nú. Ung skáld hljóta að finna
til þess. — Eg hef gert meira af því að slá
gullin stef en sverð.
Ljóðið sprettur upp úr þörfinni fyrir að
skapa list. Það er ástríðan, hrein og tær. Ég
hef fundið æ meir fyrir því eftir því sem árin
hafa liðið hversu tilgangslaust það er að yrkja
pólitísk kvæði. Hrein pólitísk kvæði eru ein-
hver versti kveðskapur sem ég veit, þau eru
pólitískar blaðagreinar. Nema kannski eitt og
eitt kvæði. Lýrikkin er endingarbetri.
Hver heldurðu að sé staða Ijóðsins nú?
Það er enginn vafi að ljóðlistin á ennþá
hljómgrunn. En ég held að nýjustu skáldin
vanti samband við fólkið. Ég býst við að les-
endum hafi fækkað þótt einstök skáld séu
mikið lesin. Það getur verið að þróun ljóðs-
ins í átt til torræðni valdi því að almenningur
gefist upp, finnist hann ekki skilja. Fyrst og
fremst þarf að lesa ljóð af alúð og henda þeim
ekki frá sér eftir fyrsta lestur. Kvæðin geta
opnast við nánari kynni. Torræðnin þarf ekki
að fæla lesendur frá, kvæðin eiga að geta skil-
ið mismunandi skilning eftir, bjóða upp á
lestur milli lína. — Fagurfræðilegt gildi er
mikilvægt, þó má maður aldrei loka sig inni í
fílabeinsturni.
Fyrir hvern yrkirðu?
Það yrkja náttúrlega allir fyrir sjálfan sig,
að minnsta kosti sönn skáld. Ungir menn geta
haft gaman af að gefa út til að koma sér á
framfæri. Þegar ég les Ijóð ungra skálda í
fyrsta sinn athuga ég fyrst hvort þau yrkja af
innri þörf. Ef ég finn hana ekki þá líst mér
ekki á. Þau verða að hafa eitthvað sem þau
þurfa að segja.
Flvað er hægt að segja i Ijóði?
Flest er hægt að segja í Ijóði en margt er
ekki hægt að segja öðruvísi en í ljóði. Margt er
þess eðlis að ljóðið eitt getur tjáð það.
Hefur strítt á þig að heita Ijóðinu i þágu
einhvers ákveðins málstaðar?
Á tímabili snerti hernámið mig illa — og
strax frá upphafi. „Land þjóð og tunga“ var
ort í mars 1949 þegar atkvæðagreiðslan fór
fram. Það ber mest á pólitíkinni í A Gnita-
heiði. Þá trúði ég á sigur góðra afla, að þau
myndu útrýma stríði og hungri, mestu böl-
völdum mannkyns, hvort sem við köllum
þessi öfl kommúnisma eða sósíalisma. Ung-
4