Mímir - 01.06.1981, Side 14

Mímir - 01.06.1981, Side 14
lið, eins og vanaíega er gert, því að (26) er mjög hæpin: (26) ?*Það rigndi, rigndi og rigndi Það er eins og tengingunni megi aðeins sleppa ef um upptalningu er að ræða, en því er ekki að heilsa í (26), þótt setningafræðileg gerð hennar bendi til þess. 2.2 EN 2.2.1 Hvað réttlætir notkun EN? Hegðun og eiginleikar en hafa verið mun minna rannsökuð en samsvarandi atriði varð- andi og (sbr. Stockwell, Schachter & Partee 1973:368). Þar er þó ýmislegt forvitnilegt á ferðum. Hvenær á notkun en í stað og við? Skil- yrði Jóns Gunnarssonar, sem nefnd eru í 1.1, eru einkum þau að milli setninganna sé „ekki fullt samræmi“. Jón segir einnig: „Skil- yrðin sem ráða því hvort og eða en eru notuð eru ókunn“ (1976:28). Hansen (1967:326) segir: ,,Men er den direkte modsætning til og og betegner altsá uoverensstemmelse, modsætning i forhold til det foregáende, eller at der nu meddeles noget afvigende, ind- skrænkende eller uventet, usædvanligt . . .“. Grice (sbr. Fodor 1977:207) telur að en sé háð „Conventional Implicatures“ (en og aftur á móti „Nonconventional Implicatur- es“). Ekki er hægt að setja jafnaðarmerki milli neinnar röktengingar og en, eins og hugsanlegt er milli og og &. „Unlike and, the word but carries certain implications of con- trast or unexpectedness — even though, in some strict sense, and and but seem to mean the same. So a dictionary for English appar- ently MUST explicitly record the special connotations carried by but“ (Fodor 1977: 207). Vegna þess að „Conventional Impli- catures“ koma þarna við sögu, geta skilyrðin fyrir notkun en verið mismunandi eftir mál- um, og þarí að læra þau sérstaklega. Stefán Einarsson (1949:175) bendir t. d. á, að stundum sé notað en í íslensku, þar sem haft væri and í ensku, t. d. í (27): (27) Jón var sonur hans, en Ása dóttir E. t. v. má því líta svo á að og hafi enga sjálfstæða merkingu, sé = &; en en megi tákna sem & + [ +ANDSTÆÐA]. Æskilegt væri að geta skilgreint nánar hvað felst í „ekki fullu samræmi”, „direkt modsætning“ o. s. frv. Lítum á nokkrar setningar í því sambandi: (28) a Jón er kennari, en Pétur (er) prest- ur b *Jón er kennari, en Pétur (er) kennari (29) a Jón barði Maríu, en kyssti Gunnu b *Jón barði Maríu, en barði Gunnu c *Jón barði Maríu, en kyssti Maríu Allar þessar setningar væru tækar með og í stað en, enda oft val þar á milli. En hvers vegna ganga (28)b og (29)b og c ekki? Þar er þó alls staðar einhver munur; mismunandi frumlög í (28)b, andlög í (29)b, sagnir í (29)c. Stockwell, Schachter & Partee (1973: 370) hafa það eftir Zellig Harris (1965) að „to-conjunction normally requires at least two differences in the conjoined S’s . . .“. Þetta þykir þeim lítil speki með tilliti til setninga s. s.: (30) Hún er falleg en hún er heimsk sem eru góðar, þótt þar sé aðeins einfaldur munur. En þegar betur er að gáð, krefst Harris ekki tvenns konar mismunar, heldur segir: „. . . but requires at least one differ- ence in the predicate“ (leturbr. mín) og bæt- ir við neðanmáls: „This is a crude statement of the differences required by but“ (Harris 1965:378). 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.