Mímir - 01.06.1981, Page 14
lið, eins og vanaíega er gert, því að (26) er
mjög hæpin:
(26) ?*Það rigndi, rigndi og rigndi
Það er eins og tengingunni megi aðeins sleppa
ef um upptalningu er að ræða, en því er
ekki að heilsa í (26), þótt setningafræðileg
gerð hennar bendi til þess.
2.2 EN
2.2.1 Hvað réttlætir notkun EN?
Hegðun og eiginleikar en hafa verið mun
minna rannsökuð en samsvarandi atriði varð-
andi og (sbr. Stockwell, Schachter & Partee
1973:368). Þar er þó ýmislegt forvitnilegt
á ferðum.
Hvenær á notkun en í stað og við? Skil-
yrði Jóns Gunnarssonar, sem nefnd eru í
1.1, eru einkum þau að milli setninganna sé
„ekki fullt samræmi“. Jón segir einnig: „Skil-
yrðin sem ráða því hvort og eða en eru notuð
eru ókunn“ (1976:28). Hansen (1967:326)
segir: ,,Men er den direkte modsætning til
og og betegner altsá uoverensstemmelse,
modsætning i forhold til det foregáende, eller
at der nu meddeles noget afvigende, ind-
skrænkende eller uventet, usædvanligt . . .“.
Grice (sbr. Fodor 1977:207) telur að en
sé háð „Conventional Implicatures“ (en og
aftur á móti „Nonconventional Implicatur-
es“). Ekki er hægt að setja jafnaðarmerki
milli neinnar röktengingar og en, eins og
hugsanlegt er milli og og &. „Unlike and, the
word but carries certain implications of con-
trast or unexpectedness — even though, in
some strict sense, and and but seem to mean
the same. So a dictionary for English appar-
ently MUST explicitly record the special
connotations carried by but“ (Fodor 1977:
207). Vegna þess að „Conventional Impli-
catures“ koma þarna við sögu, geta skilyrðin
fyrir notkun en verið mismunandi eftir mál-
um, og þarí að læra þau sérstaklega. Stefán
Einarsson (1949:175) bendir t. d. á, að
stundum sé notað en í íslensku, þar sem haft
væri and í ensku, t. d. í (27):
(27) Jón var sonur hans, en Ása dóttir
E. t. v. má því líta svo á að og hafi enga
sjálfstæða merkingu, sé = &; en en megi
tákna sem & + [ +ANDSTÆÐA].
Æskilegt væri að geta skilgreint nánar
hvað felst í „ekki fullu samræmi”, „direkt
modsætning“ o. s. frv. Lítum á nokkrar
setningar í því sambandi:
(28) a Jón er kennari, en Pétur (er) prest-
ur
b *Jón er kennari, en Pétur (er)
kennari
(29) a Jón barði Maríu, en kyssti Gunnu
b *Jón barði Maríu, en barði Gunnu
c *Jón barði Maríu, en kyssti Maríu
Allar þessar setningar væru tækar með og í
stað en, enda oft val þar á milli. En hvers
vegna ganga (28)b og (29)b og c ekki? Þar
er þó alls staðar einhver munur; mismunandi
frumlög í (28)b, andlög í (29)b, sagnir í
(29)c.
Stockwell, Schachter & Partee (1973:
370) hafa það eftir Zellig Harris (1965) að
„to-conjunction normally requires at least
two differences in the conjoined S’s . . .“.
Þetta þykir þeim lítil speki með tilliti til
setninga s. s.:
(30) Hún er falleg en hún er heimsk
sem eru góðar, þótt þar sé aðeins einfaldur
munur. En þegar betur er að gáð, krefst
Harris ekki tvenns konar mismunar, heldur
segir: „. . . but requires at least one differ-
ence in the predicate“ (leturbr. mín) og bæt-
ir við neðanmáls: „This is a crude statement
of the differences required by but“ (Harris
1965:378).
12