Mímir - 01.06.1981, Side 18
2.3.2 EÐA sem úrdráttur.
Einnig er algengt að nota eða þar sem ekki
er um eiginlegt val að ræða, en seinni setn-
ingin dregur úr því sem fullyrt er í þeirri
fyrri. Þá er jafnan skotið inn að minnsta kosti
í seinni setninguna.
(60) Jón fór snemma eða a. m. k. fyrir
hádegi
(61) Pétur var fullur eða a. m. k. rall-
hálfur
(62) Jón kyssti Maríu eða reyndi það a.
m. k.
I slíkum tilvikum er einnig oft höfð neitun
í seinni setningunni:
(63) Jón er roskinn eða a. m. k. ekki
ungur
Þar sem neitunin er notuð er um að ræða
andstæða merkingarþætti, eins og í (63). I
(60)—(62) eru hins vegar ekki andheiti,
heldur er stigsmunur á umsagnarliðunum
(þeir eru sömu megin við núllpunktinn). En
það er oft erfitt að gera sér grein fyrir því
hvort um er að ræða andstæða merkingar-
þætti eða eklci. Hvers vegna er t. d. (64)
vond, en (65) góð?
(64) *Jón fór snemma, eða a. m. k. eftir
dagmál
(65) Jón fór snemma, eða a. m. k. fyrir
miðnætti
Hér hlýtur að vera sameiginlegur merkingar-
þáttur í snemnta og fyrir, en andstæður í
snemma og eftir. Þó er hægt að bjarga (64)
með smáviðbót:
(66) ?Jón fór snemma, eða a. m. k.
skömmu eftir dagmál
En hér er komið út í vangaveltur um samheiti
og andheiti, sem koma ekki málinu við; um
það vísast í Lyons (1977:270 o. áfr.), svo
og grein Jóns Hilmars Jónssonar (1980:122
—8).
2.3.3 EÐA í hótunum.
Hér verður einnig að nefna sérstaka notk-
un eða\ „there is, in addition to the alterna-
tive (ALT) use of or, an ,,ultimatum“ (LfLT)
use of this conjunction“ (Stockwell, Schacht-
er & Partee 1973:371). Þarna er átt við setn-
ingar eins og:
(67) Upp með hendur eða ég skýt!
(68) Ætlarðu að hlýða, eða á ég að rass-
skella þig?
Þessar setningar eru „a kind of threat to the
effect that, unless one event occurs, another
(undesirable) event will“ segja Stockwell,
Schachter & Partee (1973:371), og benda á
ýmiss konar mun ALT- og ULT-setninga. Þau
segja að í ULT-setningum verði seinni hlutinn
að vera fullyrðing (declarative sentence). Mér
finnst hins vegar eðlilegt að flokka (68), þar
sem báðar setningarnar eru spurningar að
forminu til, undir ULT. Þau segja enn frem-
ur að either geti aðeins komið fyrir í ALT-
setningum. Eg fæ ekki betur séð en í íslensku
komi annaðhvort líka fyrir í ULT-setningum,
og það virðist Lakoff (1971:143) líka telja
um either:
(69) Annaðhvort hlýðirðu eða ég rassskelli
þíg!
Aftur á móti gildir það bæði í íslensku og
ensku, að hægt er í ULT-setningum að tengja
boðháttarsetningu og skipun; en það er ó-
leyfilegt í ALT-setningum.
3. NIÐURSTÖÐUR
Hér í lokin skal ég reyna að draga saman
það helsta sem ég þykist hafa komist að,
16