Mímir - 01.06.1981, Page 24

Mímir - 01.06.1981, Page 24
ingum vegna þess að þær gætu ekki hafa varðveist munnlega í því formi sem við þekkj- um þær úr handritum. Theodore M. Ander- son rekur uppruna þessarar kenningar til Möbiusar (1852), hann athugaði Glúms- sögu og komst að þeirri niðurstöðu að sag- an væri einungis röð smærri frásagna. Skömmu síðar birti Rudolf Keyses þá skoð- un sína að uppruna Islendingasagna væri að finna í munnlegum smásögum, sem skellt hefði verið saman í stærri heildir á 11. öld. En sitt sígilda form fær kenningin fyrst með riti A. U. Bááths, Studier öfver Komposition- en í Nágra Islándska Áttsagor sem var gefið út árið 1885 (Anderson ’64:61). Kenning þessi hefur ekki átt mjög upp á pallborðið hjá fræðimönnum hin síðari ár, en rannsókn- ir hafa mjög beinst að því að finna eitthvað það sem leyst gæti hana af hólmi. Anderson orðar þetta svo: „Scholars are agreed on the inadequacy of the þáttr as an underlying principle without having concurred on a substitute“ (Anderson ’64:64). Viðhorfin til þátta hafa að nokkru leyti mótast af þeim viðhorfum sem verið hafa til munnlegra frásagna, eða öllu heldur munn- legrar hefðar, yfirleitt. Ég ætla ekki að reyna að bæta við þær umræður sem verið hafa um ágreiningsefni sagnfestu- og bókfestu- manna, einungis að rifja fátt eitt upp. Pað hafa margir bent á að þessi ágreiningur hafi aldrei verið eins stórkostlegur og af var lát- ið og aldrei hefur verið gengið svo langt að reynt hafi verið að hafna algerlega munn- legri frásagnarhefð, enda er það ómögulegt. Theodore M. Anderson hefur sagt: The saga writers must have consciously acqui- red and practiced their technique before arriving at such a uniform and specialized form of narra- tive, and since there is no evidence of a written apprenticeship, this practice must have taken place at the qral stage (Anderson ’64:117). Sigurður Nordal hefur lyst viðhorfi bók- festumanna svo: „Hér er einvörðungu um ákveðna vinnuaðferð að ræða. Skrifaðar sög- ur eru til. Munnlegar frásagnir hafa glat- ast . . .“ (S. Nordal ’68:20). Hjá G. Turville- Petre kveður mjög við sama tón, hann segist ekki fjalla um „. . . oral sagas or their form. For the existence of such sagas in twelfth- century Iceland has not yet been proved“ (T.-Petre ’67:v). Bókfestumenn afneituðu ekki tilvist munnlegrar frásagnarlistar, held- ur litu þeir vísvitandi framhjá henni vegna skorts á sönnunum. Af þessum völdum m. a. hefur rannsóknum á þáttum sem frásagnar- einingum er standa nærri munnlegri hefð, lítt verið fram haldið. Pær rannsóknir sem gerðar hafa verið á hinni munnlegu frásagnarhefð nú á síðari ár- um, hafa leitt af sér aukinn áhuga á gildi munnlegrar geymdar. Þessi viðhorf hafa raun- ar verið kennd við sagnfestu og kölluð hin nýja sagnfesta. Rannsóknir á munnlega varð- veittum skáldskap hafa leitt í ljós að þar er fylgt mjög föstum reglum og að slíkur skáld- slcapur sé oft á tíðum sérlega fágaður. I um- fjöllun sinni á þáttum í Sögu Islands 3. bindi segir Jónas Kristjánsson m.a.: Margir þess- ara þátta eru fáguð bókmenntaverk, en að sama skapi ólíklegir til að hafa mótast í munn- mælum“ (J. Kristjánsson ’78:344). Til stuðn- ings þessu minnist Jónas m.a. á „hnitmiðaða stígandi“. Með hliðsjón af síðari tíma rann- sóknum tel ég að sýna megi fram á að ýmis þau atriði sem talin hafa verið til ritlegra einkenna geti allt eins talist til einkenna munnlegrar varðveislu. Munnlega varðveitt frásögn fágast við það að ganga á milli sagna- fólks í áratugi, því sá sem segir sögu vel þróar jafnan með sér ákveðna tækni. Atriði eins og stígandi hljóta að vera hluti af þess- ari tækni. Engu að síður hlýtur ætíð að reynast okkur Islendingum erfitt að greina á milli ritlegra- og munnlegra einkenna, vegna þess hve hlutur skrásetjarans er óljós. Hér að framan var lítillega vikið að því viðhorfi að tengja hlutverk þátta í sagnarit- uninni við merkingu orðsins þáttr. Er þá gengið út frá því að þættir hafi ekki verið 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.