Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 24
ingum vegna þess að þær gætu ekki hafa
varðveist munnlega í því formi sem við þekkj-
um þær úr handritum. Theodore M. Ander-
son rekur uppruna þessarar kenningar til
Möbiusar (1852), hann athugaði Glúms-
sögu og komst að þeirri niðurstöðu að sag-
an væri einungis röð smærri frásagna.
Skömmu síðar birti Rudolf Keyses þá skoð-
un sína að uppruna Islendingasagna væri
að finna í munnlegum smásögum, sem skellt
hefði verið saman í stærri heildir á 11. öld.
En sitt sígilda form fær kenningin fyrst með
riti A. U. Bááths, Studier öfver Komposition-
en í Nágra Islándska Áttsagor sem var gefið
út árið 1885 (Anderson ’64:61). Kenning
þessi hefur ekki átt mjög upp á pallborðið
hjá fræðimönnum hin síðari ár, en rannsókn-
ir hafa mjög beinst að því að finna eitthvað
það sem leyst gæti hana af hólmi. Anderson
orðar þetta svo: „Scholars are agreed on the
inadequacy of the þáttr as an underlying
principle without having concurred on a
substitute“ (Anderson ’64:64).
Viðhorfin til þátta hafa að nokkru leyti
mótast af þeim viðhorfum sem verið hafa
til munnlegra frásagna, eða öllu heldur munn-
legrar hefðar, yfirleitt. Ég ætla ekki að reyna
að bæta við þær umræður sem verið hafa
um ágreiningsefni sagnfestu- og bókfestu-
manna, einungis að rifja fátt eitt upp. Pað
hafa margir bent á að þessi ágreiningur hafi
aldrei verið eins stórkostlegur og af var lát-
ið og aldrei hefur verið gengið svo langt að
reynt hafi verið að hafna algerlega munn-
legri frásagnarhefð, enda er það ómögulegt.
Theodore M. Anderson hefur sagt:
The saga writers must have consciously acqui-
red and practiced their technique before arriving
at such a uniform and specialized form of narra-
tive, and since there is no evidence of a written
apprenticeship, this practice must have taken
place at the qral stage (Anderson ’64:117).
Sigurður Nordal hefur lyst viðhorfi bók-
festumanna svo: „Hér er einvörðungu um
ákveðna vinnuaðferð að ræða. Skrifaðar sög-
ur eru til. Munnlegar frásagnir hafa glat-
ast . . .“ (S. Nordal ’68:20). Hjá G. Turville-
Petre kveður mjög við sama tón, hann segist
ekki fjalla um „. . . oral sagas or their form.
For the existence of such sagas in twelfth-
century Iceland has not yet been proved“
(T.-Petre ’67:v). Bókfestumenn afneituðu
ekki tilvist munnlegrar frásagnarlistar, held-
ur litu þeir vísvitandi framhjá henni vegna
skorts á sönnunum. Af þessum völdum m. a.
hefur rannsóknum á þáttum sem frásagnar-
einingum er standa nærri munnlegri hefð, lítt
verið fram haldið.
Pær rannsóknir sem gerðar hafa verið á
hinni munnlegu frásagnarhefð nú á síðari ár-
um, hafa leitt af sér aukinn áhuga á gildi
munnlegrar geymdar. Þessi viðhorf hafa raun-
ar verið kennd við sagnfestu og kölluð hin
nýja sagnfesta. Rannsóknir á munnlega varð-
veittum skáldskap hafa leitt í ljós að þar er
fylgt mjög föstum reglum og að slíkur skáld-
slcapur sé oft á tíðum sérlega fágaður. I um-
fjöllun sinni á þáttum í Sögu Islands 3. bindi
segir Jónas Kristjánsson m.a.: Margir þess-
ara þátta eru fáguð bókmenntaverk, en að
sama skapi ólíklegir til að hafa mótast í munn-
mælum“ (J. Kristjánsson ’78:344). Til stuðn-
ings þessu minnist Jónas m.a. á „hnitmiðaða
stígandi“. Með hliðsjón af síðari tíma rann-
sóknum tel ég að sýna megi fram á að ýmis
þau atriði sem talin hafa verið til ritlegra
einkenna geti allt eins talist til einkenna
munnlegrar varðveislu. Munnlega varðveitt
frásögn fágast við það að ganga á milli sagna-
fólks í áratugi, því sá sem segir sögu vel
þróar jafnan með sér ákveðna tækni. Atriði
eins og stígandi hljóta að vera hluti af þess-
ari tækni. Engu að síður hlýtur ætíð að
reynast okkur Islendingum erfitt að greina
á milli ritlegra- og munnlegra einkenna, vegna
þess hve hlutur skrásetjarans er óljós.
Hér að framan var lítillega vikið að því
viðhorfi að tengja hlutverk þátta í sagnarit-
uninni við merkingu orðsins þáttr. Er þá
gengið út frá því að þættir hafi ekki verið
22