Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 25

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 25
hugsaðir sem sjálfstæðar frásagnareiningar, heldur sem hlutar í stærri heild, þættir í margþættu reipi. Þegar Anna Kersbergen at- hugaði frásagnir í Laxdælu komst hún að eftirfarandi niðurstöðu um þætti: „Een þáttr is een onderdel van en grooter geheel: een streng van een touw“ (Kersbergen ’33:54). Lars Lönnroth er svipaðrar skoðunar, hann telur merkingu orðsins gefa til kynna hið raunverulega hlutverk þátta. Nánar segir Lönnroth um þættina: . . . they were meant to be presented as parts of a larger whole, not as independent short stories, even though the modern meaning of the word þáttr has lead many scholars to believe that they could be studied without any concern for the context in which they were presented (Lönn- roth 75:423). Mér hefur gengið afskaplega illa að finna rök sem mæla með þessu viðhorfi og hygg að þeirra verði að leita annarsstaðar en í þáttunum sjálfum. Þeir þættir sem varðveist hafa sjálfstætt bera þess a.m.k. engin merki að þeir hafi verið ætlaðir inn í einhverja stærri heild. Httgsanleg tilurð þátta. Þar sem ég geng út frá því að þættir séu arfur úr munnlegri geymd, og séu líklegir til að standa nær munnlegri frásagnarlist en lengri textar, er rétt að reyna að ímynda sér hvernig slíkar sagnir hafi orðið til. Viðfangs- efnið er frásagnir um íslenska menn sem lentu í atburðum sem þóttu svo merkir að sagnir um þá hafa varðveist í munnmælum. Sagnir þessar eru sprottnar af sama meiði og slúðursögur þær sem ganga manna í millum í dag. í íslensku þjóðfélagi sögualdar hafa slíkar sögusagnir þjónað svipuðum tilgangi og fréttir í fjölmiðlum gera nú á tímum. Við ýmis tilefni t. d. þinghald var sögunum dreift nýjum og það má lesa út úr sögunum að Al- þingi hefur á vissan hátt gegnt hlutverki fréttamiðstöðvarinnar. Sögurnar dreifðust síðan út um sveitirnar með þeim mönnum sem sóttu þingið. Engin ástæða er til að ætla að hér hafi þrifist sérstök stétt sagnafólks, þó að vafalaust hafi þá sem nú ýmsir verið öðrum fremri í frásagnarlistinni. Ýmislegt bendir í þessa átt, t.d. er til Þorsteins þáttr sögufróða, og Þorsteinn hefur varla verið neitt eins- dæmi. Ómögulegt er að segja til um hversu tekist hefur að halda sögunum óbrjáluðum, en frá- sagnarhefðin hefur eflaust unnið gegn stór- kostlegum efnisruglingi, þannig að alls ekki er víst að sögurnar hafi bólgnað jafnfljótt út og slíkar sögur gera í nútímaþjóðfélögum. Það er ákaflega erfitt, en jafnframt mik- ilvægt, að reyna að setja sig í spor þess sem sagði frá þegar hann sat frammi fyrir áheyr- endum. Imyndum okkur mann sem kemur á stórbýli. Fólkið hópast í kringum hann og væntir frétta. Sögumaðurinn er á því augna- bliki sem hann segir frá í mjög nánum tengsl- um við áheyrendurna og þeir sem á hann hlýða hljóta að hafa mótandi áhrif á frásögn- ina með viðbrögðum sínum. Ef eitthvert at- riði í frásögninni fellur vel í kramið gætir tilhneigingar hjá sögumanni til að nýta sér stemningu augnabliksins og hnykkja á því. Þannig gátu atburðir aukist og magnast í meðförum manna. Það er auðvelt að ímynda sér t.a.m. áhrifin sem það hafði að nefna þekkta menn í sögunni, eða tengja söguhetju við stóra ætt. Það liggur í eðli sögusagna (frétta) að þær eru jafnan mestar í kringum fræga menn og ættstóra. Þetta atriði fer varla á milli mála og nægir í því sambandi að benda á hver sess höfðingja var í ættarsamfélaginu forðum, hversu mjög virðingin helgaðist af þjóðfélags- stöðunni. Almúgafólk hafði nóg að sýsla við daglegt strit og hafði lítinn tíma aflögu til ævintýraleitar. Það er því eðlilegt að stærsti hluti munnmælasagnanna hafi verið tengdur höfðingjum og stærstu ættum landsins. Þann- ig er hægt að hugsa sér að efniviðurinn í hinar stóru samsettu íslendingasögur hafi 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.