Mímir - 01.06.1981, Page 27
tilviki nóg að líta til tímans er líður frá því
er atburðir gerast og þar til þeir eru skráðir.
Hér að framan var greint frá þáttakenning-
unni og því viðhorfi að líta til þáttanna sem
hinna smærri frásagnareininga er stóru sög-
urnar voru smíðaðar úr. Það er vissulega
margt sem gerir þætti líklega í þetta hlut-
verk, þeir eru tiltölulega stuttir og þeim
svipar mjög til sjálfstæðra frásagnarliða sem
felldir hafa verið inn í stærri sögur. Lars
Lönnroth segir um slíka frásagnarliði í
Njálu: „However, the episodes most ob-
viously based on an earlier tradition are
those which stand most easily on their own
as narratives within the saga“ (Lönnroth
76:34).
I þessari ritgerð hef ég haft not af tveim-
ur bókum sem einkanlega fjalla um munn-
lega frásagnarlist og aðferðir þess fólks sem
sá um að varðveita kveðskap munnlega, er
þar um að ræða bækur Albert B. Lords og
David Buchans. Lord, ásamt læriföður sín-
um Milman Parry, rannsakaði aðferðir júgó-
slavneskra kvæðamanna. Buchan lýsir að-
ferðum skoskrar konu er nam og endurgerði
sagnadansa. Þótt í báðum þessum tilvikum
sé um að ræða kveðskaparform má hafa
gagn af þessum rannsóknum við að reyna
að nálgast íslenska frásagnarhefð, ef varast
er að alhæfa um of. Það er t.a.m. ómögu-
legt að segja til um hvort hér á Islandi hafi
verið um að ræða jafnmikla sérhæfingu í
þessari list og tíðkaðist víða erlendis, hvort
beinlínis hafi verið til eitthvert fyrirbæri
sem kalla mætti stétt sagnafólks. Þó verð-
ur að gera ráð fyrir að einhver vísir af slíku
hafi þrifist hér, og a.m.k. einhverjir hafi
tileinkað sér þá tækni sem þeim einum er
gefin er vanur er flutningi slíkra texta. Fólk
hefur ekki numið sögurnar orðrétt, heldur
tekið við söguþræðinum og endurskapað síð-
an söguna í keimlíkri mynd, með hjálp lög-
mála hefðarinnar. Þessi endursköpun hefur
að öllum líkindum fylgt ákveðnum reglum
og fólk hefur haft á valdi sínu formgerðir,
minni og lýsingar á sérstökum aðstæðum,
t.d. þinghaldi og bardögum. Það hefur því
verið vönu fólki næsta auðvelta að gera frá-
sögnum skil og hefðin var fljót að setja mark
sitt á frásagnir. Preben Meulengracht Soren-
sen athugaði Sturlu þátt í þessu augnamiði.
Sturlu þáttur er gott dæmi þar sem hann er
líklega hafður eftir Sturlu sjálfum og hefur
gengið stutt í munnmælum. Engu að síður
hefur frásögnin mótast af hefðinni, hún var
færð inn í það frásagnarmynstur sem algeng-
ast er í stuttum frásögnum og hefur mótast
af fornum minnum (Sorensen 77:165—9).
Frásagnir hafa oft gengið í kringum ein-
hvern ákveðinn kjarna. Það er talið óyggj-
andi að vísum hafi oft á tíðum fylgt frásögn
til skýringar. Þó að löng samtöl séu það sem
einna helst er hægt að eigna skrásetjurunum,
þá er þar að finna ýms einkenni munnlegrar
geymdar, t.d. formúlukennt orðalag. Það hef-
ur þó verið bent á að ýms fræg tilsvör, t.a.m.
þeim var ek verst er ek unna mest og aðrar
perlur keimlíkar, hafi varðveist í munnmæl-
um. Þá hefur að öllum líkindum fylgt saga
til skýringar (de Vries ’42:275). Þennan
möguleika verður að hafa í huga þegar hug-
að er að munnlegum frásögnum.
Margir fræðimenn vilja leggja mikla á-
herslu á þátt hinna stuttu frásagnareininga
í þróun íslenskrar sagnaritunar. W. P. Ker
segir m.a.:
It is in the short story, the episodic chapter,
that the art of Icelandic narrative first defines
itself. This is the original unity; it is here, in a
limited, easily comprehensible subject matter,
that the lines are first clearly drawn (Ker ’57:
189).
En viðhorf hinna eiginlegu sagnaritara,
a.m.k. Snorra Sturlusonar, er nokkuð annað.
Hann virðist hafa borið takmarkaða virðingu
fyrir munnlegum frásögnum. I prólógus sín-
um að Ólafs sQgu ins helga inni sérstöku seg-
ir hann svo:
En Sggur þær sem sagðar eru, þá er þat hætt, at
eigi skilisk öllum á einn veg. En sumir hafa eigi
25