Mímir - 01.06.1981, Síða 28

Mímir - 01.06.1981, Síða 28
mínni, þá er frá líðr, hvernig þeim var sagt, ok gengsk þeim mjög í minni optliga, ok verða frá- sagnir ómerkiligar /—/ ok vant, at SQgur hefði gengisk í munni ef eigi væri kvæði, bæði ný ok forn (422). Ekki er ólíklegt að sagnaritarinn mikli sé þarna að reka hornin í þau atriði sem áður voru talin meðal einkenna munnlegrar frá- sagnarlistar. Pað er þannig næsta víst að þótt sagnaritarinn líti á efnið gagnrýnum augum og vinni vísindalega úr efniviðnum, leifir ætíð eftir af „the original story-tellers freedom of selection“ (Ker ’57:187). Fram hjá þessu valfrelsi sagnamannsins verður aldrei litið. Um flokkun í bókmenntagreinar. Flokkun bókmenntaverka í ákveðnar bók- menntagreinar (genrer) hefur lengi tíðkast. Yfirleitt eru slíkar skilgreiningar til skýring- ar á eðli og samkennum þeirra bókmennta- verka sem undir þær falla. Slíkar flokkanir hljóta ætíð að snúast um spurninguna sem þeir Wellek og Warren orða svo: „Does every work stand in close enough literary relations to other works so that its study is helped by the study of other works?“ (W. og W. ’73: 227). Venjulega eru afurðir íslenskrar sagna- ritunar færðar í 6 flokka. Pað eru konunga- sögur, Islendingasögur, byskupasögur, sögur um íslenska viðburði á 12. og 13. öld, forn- aldarsögur og riddarasögur. Flokkun sem þessi byggist yfirleitt eingöngu á samstæðu efni og hún er umdeilanleg. Ætíð eru einhver verk sem annaðhvort eiga hvergi heima eða sóma sér jafnvel í tveimur flokkum. Hlutur þátta er alla jafna ekki mikill í flokkun ís- lenskra fornbókmennta og þeirra er sjaldnast getið sem sérstakrar bókmenntagreinar. Áður en lengra er haldið er rétt að glöggva sig á því hvað felst í hugtakinu bókmennta- grein og á hvaða þætti þeirra rannsókna hafi verið lögð ríkust áhersla á síðustu árum. Fars Fönnroth fjallar um þetta efni og tal- ar um að gera verði ráð fyrir „certain rules 26 for a particuiar group of literary texts“, jafn- framt að reglur þessar snerti ekki einvörðungu efnið sem slíkt, heldur einnig byggingu og stíl. Hann minnir einnig á að flestir fræði- menn séu sammála um að verk innan einnar bókmenntagreinar eigi sér sameiginlegan upp- runa, líkt og gildir um flokkun dýra í tegund- ir og ættir (Fönnroth ’75:419). Peir Wellek og Warren leggja áherslu á að við flokkun skáldverka verði að hafa hlið- sjón bæði af „outer form (specific metre or structure)“ og „inner form (attitude, tone, purpose-more crudely, subject and audience)“ (W. og W. ’73:231). Áður fyrr var lögð á- hersla á að bókmenntagreinar væru rækilega aðskildar og að þær mættu ekki blandast á nokkurn hátt. Bókmenntagreinin átti að vera „hrein“. Þetta viðhorf á sér nú fáa formæl- endur og í stað þess er áherslan lögð á að flokkunin sé lýsandi (descriptive). Markmið flokkunarinnar er að finna „the common denominator of a kind, its shared literary devices and literary purpose“ (W. og W. 73:234—5). Það er engum vafa undirorpið að þessi nýju viðhorf hafa sett svip sinn á rannsóknir íslenskra fornbókmennta og á vissan hátt opnað nýjar víddir. Ahrif hinna nýrri viðhorfa. Það er eðlileg afleiðing nýrra viðhorfa til rannsókna á bókmenntagreinum að beina at- hyglinni sérstaklega að formgerðunum. Kem- ur það vel heim við það markmið að flokk- unin eigi að vera lýsandi. Hafa nokkrir fræði- menn gengið fram fyrir skjöldu í þessum efn- um og niðurstöður þeirra hafa orðið til þess að varpa nýju ljósi á fornsagnarannsóknirnar. Þessar athuganir fela einnig í sér nýjan skiln- ing á sérkennum munnlega varðveittra frá- sagna og á gildi munnlegrar hefðar yfirleitt. Vitaskuld hafa ýmsir áður gert sér grein fyr- ir þeim frásagnarmynstrum og endurteknu ferlum sem sögurnar byggja á, en slíkt hefur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.