Mímir - 01.06.1981, Side 29
þó ekki verið virkilega skýrt fram sett fyrr
en nú á allra síðustu árum.
Theodore M. Anderson hefur sett upp
byggingarmódel fyrir 24 ættarsögur, það er
í 6 liðum: 1. kynning, 2. flækja, 3. ris, 4.
hefnd, 5. sættir, 6. eftirmál (Anderson ’67:
5). Þessi uppsetning á formgerðum sagnanna
olli nokkrum þyt þegar hún kom fyrir al-
menningssjónir. Það fellur að vonum misvel
að hinum einstöku sögum og er engan veg-
inn bundið við ættarsögurnar, Hitt er svo
annað mál að módelið er lýsandi fyrir ættar-
sögurnar sem bókmenntagrein. Anderson hef-
ur lýst tilgangi sínum svo:
The object of the exercise was not to oversimpli-
fy, but to suggest that the family sagas, in addi-
tion to a common setting in Iceland during the
period 930—1050 (which is also a generic car-
acteristic), share very often (not always) certain
principles of dramatic construction which are
found much less often (not never) in other
groups of sagas (Anderson 75:438).
Þetta mynstur lítt breytt og skoðað í víðara
samhengi er yfirleitt nefnt deilumynstrið.
Joseph C. Harris birti árið 1972 athugun
sína á 31 þætti. Þeir höfðu það allir sameigin-
legt að fjalla um skipti íslenskra manna við
erlenda höfðingja, mest norska konunga.
Harris uppgötvar einnig ákveðin lögmál í
frásögninni, og hann setur upp 6 liða atburða-
mynstur: 1. kynning, 2. utanferð, 3. fjand-
skapur, 4. sættir, 3. heimferð, 6. niðurlag
(Harris ’72:7). Harris færir alla þættina inn
í þetta mynstur og greinir samviskulega frá
frávikum, sem að vonum eru þó nokkur.
Þetta mynstur er að finna víðar en í þátt-
unum því Lars Lönnroth notaði mynstur
Harris við að athuga ferðafrásagnir í Njálu.
Lönnroth einfaldar mynstrið mikið, raunar
um of að mínu mati (Lönnroth ’76:71).
Hann kallar það ferðamynstur (travelpattern)
og gengur það venjulega undir því nafni.
Þetta mynstur má finna mun víðar, t.d. í
fornaldar- og riddarasögum. Þetta mynstur er
t.a.m. í raun ramminn um Orvar-Odds sögu.
Lars Lönnroth skýrir frá því neðanmáls í
grein í Scandinavian Studies 1975 að hann
hafi haft niðurstöður Harris að leiðarljósi er
hann athugaði frásagnirnar í Njálu. I fram-
haldi af þessu ályktar Lönnroth síðan: „The
fact that the scheme can be used for such a
purpose shows that it should not be confined
to the analysis of „independent“ short stor-
ies“ (Lönnroth ’75:426). Þessa staðhæfingu
Lönnroths á ég mjög erfitt með að sætta mig
við. Mér finnst mun vænlegra að álykta út
frá þessu að skyldleiki sé með þáttunum og
hinum tiltölulega sjálfstæðu frásagnarliðum
sem Lönnroth athugar, og að uppruninn sé
sameiginlegur. I báðum tilvikum er byggt á
munnlegum frásögnum og í raun skilur ekk-
ert á milli annað en varðveislan, þ.e. þætt-
irnir hafa varðveist sjálfstætt.
Grundvallarmynstrin tvö, þ.e. deilumynstr-
ið og ferðamynstrið, eru bein afurð þess þjóð-
félags sem hér var á söguöld. Þjóðfélagsgerð-
in og landshættirnir móta frásagnarhefðina
og mynstrin eru gott dæmi um það hvernig
hin munnlega hefð er bundin ákveðnum
löndum. Ættarsamfélagið og hefndarskyldan
eru grunnur deilumynstursins. Lega landsins
gerði siglingar nauðsynlegar og kappar þurftu
að fara í utanferðir til að sækja sér frægð og
frama við hirðir norrænna konunga. Þegar
menn sneru aftur úr utanferðum var þess að
sjálfsögðu vænst að þeir segðu fréttir af á-
standinu ytra, þannig að ferðafrásagnir hafa
verið margar. Snorri Sturluson segir í áður
nefndum prólógus sínum að Ólafs sögu:
„Spurðu menn þá á hverju sumri tíðendi
landa þessa í milli, ok var það síðan í minni
fært ok haft eptir til frásagna“ (422).
Þegar mynstrin tvö eru athuguð í sambandi
við þætti kemur vel í ljós að þau skiptast
eftir því hvort þátturinn gerðist á Islandi
eða utan þess. Þættir sem gerast á Islandi
eru mótaðir af deilumynstrinu, t.d. Ölkofra
þáttur, Þorsteins þáttur stangarhöggs og
Hrómundar þáttur halta. Þættir sem gerast
að mestu við hirðir norrænna konunga eru
27