Mímir - 01.06.1981, Side 34
hann sótt mikla, . . gerir hann þá ákafliga
magran“ og „. . . hann er þá kollóttr ok
heldr ósælligr“ (364). Hann jafnar sig síðan
fljótt er hann nýtur kærleika Sveins konungs.
Þessi hraklega lýsing á Auðuni á sér sam-
svörun í lýsingunni á Mána skáldi í Sverris
sögu konungs: „Máni kom til hans austr at
landsenda, var þá kominn frá Rómi ok var
stafkarl gekk inn í stofuna, þar er konungr-
inn var með sveit sinni, ok var hann þá ekki
féligr, Máni, kollóttr ok magr ok nær klæð-
lauss“ (137—8). Skyldleiki þessara lýsinga
er auðsær. Þær byggja að líkindum á sam-
eiginlegum grunni, sem er sagnir ýmsar af
Rómferlum og hrakningum þeirra.
Biblíusagnir: Allur andi Auðunar þáttar
er í hæsta máta kristilegur. Viðhorfin til
kristninnar eru jákvæð og Auðunn er að tals-
verðu leyti kristin hetia. Sveinn Úlfsson
stundar sitt kristnihald samviskusamlega.
Hann fjármagnar einnig pílagrímsferð Auð-
unar og það er ekkert einsdæmi því: „Morg-
um manni gefur Sveinn konungr silfr til
suðurgongu“ (367—8). Það er þó eingöngu
þegar Auðunn kemur fyrir Svein eftir hrakn-
ingana á leiðinni frá Róm, sem hægt er að
greina bein líkindi með sjálfri Biblíunni. T
]:>ættinum er sagt svo frá:
Ok er beir genau inn aptr, bá þekkði konungr
mann ok þáttisk. finna, at eisji bafði frama til at
stanga fram at hitta hann. Ok nú er hirðin gekk
inn, þá veik konungr út ok mælti: „Gangi sá nú
fram, er mik vill finna; mik grunar at sá muni
vera maðrinn“. Pá gekk Auðunn fram ok fell til
fóta konungi (365).
f Lúkasarguðspjalli er sagt frá konu sem
hafði haft blóðlát í 12 ár, án bess að hlióta
lækningu. Hún náði að snerta fald yfirhafnar
Jesú og læknaðist þá þegar, og Jesús sagði:
Hver var það sem snart mig? Og er allir svnjuðu
fyrir það, sagði Pétur og þeir sem með honum
voru: Meistari mannfjöldinn þyrpist að þér og
þrýstir á. En Jesús sagði: Einhver snart mig og
ég fann, að kraftur gekk út frá mér. En er konan
sá að hún duldist ekki, kom hún skjálfandi, féll
til fóta honum og sagði frá því /'---/ fyrir hverja
sök hún hefði snortið hann (Lúk. 8:43—48).
Ég tel að líkindin þarna á milli séu nægilega
greinileg til þess að fullyrða megi að um
tengsl sé að ræða, altént er andinn í frásögn-
inni æði keimlíkur.
Þau orð sem Sveinn konungur lætur falla
þegar hirðin hlær að aumlegu ásigkomulagi
Auðunar eru einnig í hæsta máta í anda Jesú
Krists: „Eigi þurfu þér at honum at hlæja,
því at betr hefir hann sét fyrir sinni sál heldr
en ér“ (365). Þetta tilsvar Sveins minnir
óneitanlega á ýmsar frægar setningar úr
Biblíunni, t.a.m.: „Sá yðar sem syndlaus er
kasti fyrsta steininum“ (Jóh. 8:7).
Vonandi nægir þetta ófullkomna yfirlit
sem ég hef gert af sögnum þeim sem þáttur-
inn byggir á, til að sýna fram á að eiginlegur
söguþráður verksins er eingöngu reistur á
þekktum sögnum, sem líklega hafa gengið í
munnmælum. Það hlýtur því að teljast eðli-
legt að næsta skrefið verði að draga fram
helstu frásagnareinkenni og athuga hvort þau
ber að sama brunni. ✓
Einkenni munnlegrar frásagnarlistar.
Grundvöllur hinnar munnlegu frásagnar-
hefðar er frásagnartækni, sem vafalítið hefur
verið miög flókin. Tæknin hefur þó án efa
fvlgt ákveðnum lögmálum, sem mögulegt
ætti að vera að nálgast þótt einvörðungu sé
við skrifaða texta að fást. Formgerðirnar eða
mvnstrin, sem ég hef reynt að gera grein fyrir
hér að framan, eru vitaskuld einn hluti þess-
arar frásagnartækni. Formgerðirnar gegna
sama hlutverki í sögum og kveðskaparformið
gerir í frásagnarkvæðunum, sem mest hafa
verið rannsökuð í þeim tilgangi að nálgast
einkenni munnlega varðveittra texta. Formið
hlýtur þó að vera ákaflega misstór þáttur
hefðarinnar. Það er stór þáttur í V-evrópsk-
um sagnadönsum, þar sem stófískir hættir
ráða ríkjum, en minni í sögum.
Rétt er, áður en lengra er haldið, að reyna
að gera sér grein fyrir muninum sem er á
32