Mímir - 01.06.1981, Side 57

Mímir - 01.06.1981, Side 57
svikna hringinn sem giftu konuna, stjtlpuna sem forsjónina og kistuna sem hjónaband- ið.1) Þó má segja að þessi túlkun sé í þrengsta lagi. Eðlilegra er að láta þessi tákn fá al- mennt gildi og tala þá um það sem maður þráir og hefur, dæmisögu um vonina, veru- leikann og örvæntinguna eða fara að dæmi Sveins Skorra og tala um hvað sé ekta og hvað svikið í mannlegu lífi2). En með síð- ustu túlkuninni nálgast ljóðið það sem á eft- ir kemur. „Örvæntingin“ er hér n.k. yfirlitsmynd. Veruleikinn kom, tók frá honum vonina (eiginkonu hans) og gat við henni barn (ör- væntinguna) sem er með honum í grafhvelf- ingu barna hans — barna hans og vonarinn- ar sem eru þá sammæðra örvæntingunni. Hann getur ekld losnað við örvæntinguna, það er engin undankoma: „Vonin var eiginkona mín, en veruleikinn kokkálaði mig. Eg hata hann. Eg geng upp í kirkjugarð, og leiði lítið barn.“ Rétt á eftir segir hann við þetta sama barn: „Móðir þín er farin. Pað var bjartklædd stúlka, sem brosti. Hún kemur aldrei aftur . . . . . . En samt elska eg þig - elska þig vegna hennar móður þinnar, sem er farin.“ Jón situr uppi með örvæntinguna og virð- ist ekki sjá neina von um bjartari tíð, nema kannski í ást sinni á örvæntingunni. Þetta getum við sett upp í skema strúktúralistans franska, A. J. Greimas:3) Vonin ^ Örvæntingin ? Veruleikinn „Tjaldið fellur“ og „Tómas“ koma í fram- haldi af þessu. Þessi ljóð undirstrika fánýti lífsins — við erum aðeins leikarar á sviði guðs og öðlumst engan skilning á tilveru okk- ar fyrr en í dauðanum. Þetta heldur áfram í Tómasi. Hann er alltaf einn, getur ekki tengst öðrum. Sjálfur Jesú verður að hafna hon- um því hann getur ekki trúað, þó hann vilji. Ljóðið endar í algjöru vonleysi um að finna nokkra lausn. Um þetta segir Sveinn Skorri4): „Beinast virðist liggja við að lesa Biblíuvísun Ijóðsins sem táknræna fyrir trúarlegar efasemdir mælanda þess en jafnframt lýsir það trúarþörf er þó lýkur rökrétt með spurningu.“ „Ástarsaga“ tengist fyrri ljóðunum og er jafnvel eins konar forspil að „Vita nuova“. Stúlkan getur ekki gefið honum gimsteininn sinn — ást sína — og þess vegna geta þau aldrei náð saman. Ljóðinu lýkur á þessurn orðum: „Eg er gömul kona, sem geng eftir veginum og græt. Eg mæti honum aldrei oftar. Hvers vegna geng eg eftir veginum og græt? Eg á gimstein, sem eg get ekki gefið.“ „Vita nuova“ er allt annars konar. Loksins endar Ijóðið í einhverri von, nánast fögnuði, óði til ástarinnar. Fyrst er dregin upp mynd af Oscari Wilde í fangelsi en þar sat hann fyrir kynvillu. I seinni hlutanum rennur ,,ég“ ljóðsins saman við Oscar og þeir kumpánar hrinda bát úr nausti (hefðbundin líking fyrir yrkingar) og sigla elskandi til fjarlægra stranda. Því má ekki gleyma að safn ástar- ljóða Dantes til Beatrice hét einmitt „Vita nuova“. Það sakar heldur ekki að geta þess að í Iðunni, VII. árg., 1921—22, bls. 173— 76 birtust „Hatturinn“, „Hjónaband“, „Kvenmaður“, „Tjaldið fellur“, ,,Ævisaga“ (,,Ástarsaga“ í Flugum) og „Vita nuova“ undir yfirskriftinni „Flugur“. Þetta bendir einmitt á að „Vita nuova“ sé eins konar nið- urstaða annarra ástarljóða bókarinnar þó í sjálfu sér hafi þetta auðvitað ekkert sönnun- argildi. Þá er komið að tveimur síðustu ljóðunum, „Promeþevs“ og „Perlan“. Sveinn Skorri 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.